Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 6
* félagsmál María Lynes, fyrrverandi rektor við Statens spesialskole i psykia- trisk sykepleie, og Maj Lys Justin frá Finnlandi eru erlendir heiðurs- félagar. Félags- ogjramkvœmda- stjórn HFI Félagsstjórn HFÍ mynda fram- kvæmdastjórn félagsins ásamt for- mönnum svæðisdeilda, sem eru 9. Frá fulltrúafundi HFÍ í maí 1989 er stjórn félagsins þannig skipuð: Framkvæmdastjórn HFÍ frá full- trúafundi 10. og 11. maí 1989 - kjör- tímabil 1 ár. Sigþrúður Ingimundardóttir for- maður, kjörin til 3ja ára á fulltrúa- fundi 1988. Pálína Sigurjónsdóttir varaformað- ur. Hildigunnur Friðjónsdóttir ritari. Guðrún Sigurjónsdóttir gjaldkeri. Varastjórn: Sigríður Guðmunsdóttir vararitari. Eyrún Jónsdóttir varagjaldkeri. Deildir innan Hjúkrunarfélags ís- lands. í dag eru eftirtaldir hjúkrunarfræð- ingar formenn í svæðisdeildum: Reykjavíkurdeild, frá 29.01.1987: Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Vesturlandsdeild, frá 20.01.1989: Guðjóna Kristjánsdóttir, frá 25.01. 1990: Jóhanna Jóhannesdóttir. Vestfjarðadeild, frá 27.02 1986: Sigrún Gerða Gísladóttir. Norðurlandsdeild vestri, frá 29.10.1988: Herdís Klausen. Norðurlandsdeild eystri, frá 09.02.1987: Þóra Sigurðardóttir, frá 22.02. 1990: Sigurlaug Arn- grímsdóttir. Austurlandsdeild, frá 17.10.1987: Gunnhildur Magnúsdóttir, frá 07.10.1989: Áshildur Kristjánsdótt- ir. Suðurlandsdeild, frá 27.10.1988: Ingunn Stefánsdóttir. Vestmannaeyjadeild, frá 25.01. 1989: Lóa Skarphéðinsdóttir, frá 23.01.1990: Guðný Bjarnadótt- ir. Suðurnesjadeild: frá 14.01. 1988: Þóranna Tryggvadóttir, frá 04.01. 1990: Sigríður Árnadóttir. Varaformenn svæðisdeilda eru varamenn viðkomandi formanns í félagsstjórn. Frá fulltrúafundi 1989 hafa verið haldnir 5 fundir í félagsstjórn. Framkvæmdastjórn heldur að jafn- aði fundi hálfsmánaðarlega eða þegar málefni krefjast úrlausnar. Nám - námskeið -fundiro.fi. í ársbyrjun 1990 eru um 298 hjúkrunarnemar í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands. Þar af 106 sem hófu nám á árinu 1989. í Háskólanum á Akureyri eru 45 hjúkrunarnemar, 11 á 3. ári, 10 á 2. ári og 24 sem hófu nám haustið 1989. Auk þess sækja hjúkrunar- fræðingar og aðrir tíma í einstökum fögum, t.d. sóttu 16 hjúkrunarfræð- ingar námskeið í heilbrigðisfræðum sem haldið var á Sauðárkróki. Á árinu 1989 brautskráðust 49 hjúkrunarfræðingar frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands. Haustið 1988 hófu 27 hjúkrunar- fræðingar nám í hjúkrunarstjórnun í Nýja lvjúkrunarskólanum. Þeir luku námi vorið 1989. í Nýja hjúkrunarskólanum voru um áramót 1989-199013 hjúkrunar- fræðingar í framhaldsnámi í svæf- ingahjúkrun, þar af 2 frá FHH og 12 í skurðhjúkrun, þar af einn frá FHH. Um áramótin 1989-1990 hætti Nýi hjúkrunarskólinn starfsemi sinni og framhaldsnám hjúkrunar- fræðinga var flutt í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands. Námið verður áfram í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, þar sem Húkrunarskóli íslands var til húsa. Námsbraut í hjúkrunarfræði er þar einnig. 7 hjúkrunarfræðingar luku ljós- mæðranámi frá Ljósmæðraskóla ís- lands á árinu 1989. í Ljósmæðraskóla íslands voru 17 hjúkrunarfræðingar í ljósmæðra- námi um áramótin 1989-1990, 8 á öðru ári, allar frá FHH, og 9 sem hófu nám haustið 1989, 6 frá FHH og 3 frá HFÍ. Ávallt stunda íslenskir hjúkrun- arfræðingar einnig framhaldsnám erlendis, m.a. í heilsuvernd og geð- hjúkrun þetta árið. Fjöldi hjúkrunarfræðinga sækir námskeið í hinum ýmsu greinum hjúkrunar sem fræðslustjóri HFI hefur umsjón með. Frá þeim er sagt í ársskýrslu fræðslustjóra. KJARAMÁL Nýr kjarasamningur var gerður nóttina fyrir fulltrúafund 1989. Þar voru inni 7 bókanir sem vinna þurfti úr á árinu og unnu samstarfs- nefnd okkar, ríkis, bæjar og Landa- kots að þeim málum. Sá samningur gilti til 1. febrúar 1990. Eftir áramót 1989-1990 beindust kraftar kjaramálanefndar að því að móta nýja kröfugerð. Vinnustaða- fundir voru haldnir á Landspítala, Borgarspítala og Landakoti þar sem kröfugerðin var kynnt ásamt því að ræða stöðuna eins og hún var. Þann 2. febrúar 1990 undirrituðu 12 aðildarfélög BSRB kjarasamn- ing við ríki og Reykjavíkurborg. Hjúkrunarfélag íslands var þar ekki með. Ástæða þess var sú að stjórn og kjaramálanefnd félagsins taldi rétt að ræða beint við sína við- semjendur, sá háttur hefur verið hafður á síðan ný lög um kjara- samninga opinberra starfsmanna tóku gildi árið 1986. Með samningi ASÍ og VSÍ varð þjóðarsáttin til og samningar ann- arra launamanna hafa endurspegl- að það. Á það einnig við um ný- gerðan samning HFI. 6 HJÚKRUN %o—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.