Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 10
»1 félagsmál Frá fulltrúafundi. Könnun á vinnutíma og álagi heilbrigðisstétta var gerð á árinu að forgöngu landlæknisembættisins. María Ragnarsdóttir hjúkrunar- kennari er fulltrúi HFÍ og vann hún ásamt Sigurhelgu Pálsdóttur hjá at- vinnusjúkdómadeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur að könnun- inni fyrir hönd félagsins. Niður- stöður hennar liggja ekki fyrir, en þátttaka var dræm, eða um 50%. Atvinnusjúkdómadeildin á Heilsu- verndarstöðinni mun vinna úr nið- urstöðum könnunarinnar. Þann 22. ágúst 1989 var haldinn hér heima annar fundur samstarfs- hóps um gæðatryggingar í hjúkrun. Þetta er þróunarverkefni sem SSN stendur að. Fundir eru haldnir til skiptis í löndunum. Fulltrúar ís- lands eru þær Anna Birna Jensdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Borgarspítalans, og Guðrún Karls- dóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri Landspítalans. Dagana 18.-21. október 1989 var haldin í Linköping í Svíþjóð ráð- stefna á vegum Evrópudeildar Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar. Tilgangurinn var að fylgja eftir stefnumörkun WHO „Heil- brigði árið 2000“. Umræður voru í beinu framhaldi af ráðstefnu um sama efni sem haldin var í Vín í Austurríki dagana 21.-24. júní 1988. Heilbrigðisráðuneyti íslands var talið að tilnefna fjögurra manna sendinefnd og var Pálína Sigurjóns- dóttir varaformaður fulltrúi HFÍ á báðum ráðstefnunum. Læknablaðið hélt upp á 75 ára afmæli sitt þann 27. október 1989 með námsstefnu um líknardauða og skilmerki dauða. Formaður HFÍ sótti fundinn. 21. nóvember 1989 átti formaður, ásamt fulltrúum félagsstjórnar, fund með nemendum Háskólans á Akureyri. Tilefni fundarins var að gefa þeim upplýsingar frá fyrstu hendi um markmið og starf HFÍ. Aætlað er að hafa samskonar fund með nemendum HÍ í byrjun næsta skólaárs. Minningarsjóður Kristínar Thor- oddsen var afhentur félaginu form- lega af fyrrverandi skólastjórum Hjúkrunarskóla Islands, þeim Sig- ríði Jóhannsdóttur og Þorbjörgu Jónsdóttur ásamt sjóðstjórn, þann 22. febrúar 1990. Stór hluti af starfi formanns er fundarseta fyrir hönd félagsins. Má þar nefna fastafundi, svo sem sam- starfshóp um hjúkrunarmál er starfar innan Heilbrigðisráðuneyt- isins, Hjúkrunarráð, Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna, bæjarstarfs- mannaráð BSRB, stjórnar orlofs- heimila BSRB og skólanefnd NHS, en formaður HFÍ var þar formaður skólanefndar frá árinu 1984 til ára- móta 1990 að Nýi hjúkrunarskólinn hætti starfsemi. Svo ekki sé nú talað um allan þann aragrúa af fundarboðum um hin margvíslegustu málefni lieil- brigðisþjónustunnar er berast hverju sinni. Fyrsta markmið félagsins er að efla heilbrigðisþjónustu í landinu og því hlutverk þess að vera með í ákvarðanatöku um þau mál. SAMSTARF HFÍ OG FHH Tillögur um samstarf félaganna voru samþykktar á fulltrúafundi HFÍ í júní 1988. Á félagsfundi hjúkrunarfræðinga í FHH þann 25. janúar 1990 voru samþykktar nýjar tillögur um samstarf við HFÍ og þær síðan lagðar fyrir stjórn HFÍ þann 26. janúar 1990 á sameiginlegum fundi stjórnanna. Tillögurnar voru kynntar í Fréttablaði nr. 46 í febr- 10 HJÚKRUN %o—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.