Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 39
10 kjarnorkuslys skráð, vegna bandarískra kjarnorkuvopna, sem losað höfðu geislavirk efni út í and- rúmsloftið. Árið 1966 fórst B-52 flugvél á Suðvestur-Spáni, með kjarnorkuvopn innanborðs. Síðan hafa íbúar svæðisins orðið varir við aukna tíðni fósturláta og fæðingar- galla. Chernobylslysið hleypti út miklu magni af geislavirkum ísó- tópum þar á meðal cesíum 137. Þessir ísótópar falla til jarðar með úrkomu og fæðuhringurinn meng- ast. Vegna langs helmingunartíma (verkunartími lyfja/efna) cesíums 137 verður jarðvegurinn geislavirk- ur í hundruð ára. Burtséð frá marghliða efnahagslegum afleið- ingum mengunar eru áhrifin víð- tækari. Krabbamein verða tíðari. Urfelli dreifist um mjög stórt svæði, þess vegna er aukning á krabba- meinum ekki bundin við Sovétrík- m, heldur alla Evrópu. KJARNORKUVER Tuttugu og sex ríki treysta á hjarnorku til að mæta orkuþörfum, þá um 40% eða meira. Þessi lönd feka um 358 kjarnaofna. Stjórnir Frakklands og Belgíu eru hlynntar útbreiðslu kjarnorku. Aftur á móti eru stjórnvöld í Bandaríkjunum, Sviss og Svíþjóð að láta loka kjarnaofnum vegna þrýstings frá al- menningi. Hár rekstrarkostnaður kemur í veg fyrir notkun kjarnorku 1 stórum stíl í Japan. Margar ríkis- stjórnir halda áfram að nota skað- leg efni eins og úraníum til að koma tú móts við nokkurn hluta orku- þarfar. Meðan ríki eru háð notkun araníums, hafa stjórnvöld tilhneig- mgu til að þynna út öryggisstaðla, hylma yfir úrgangslosun og halda eftirliti með kjarnorkuverum í lág- marki. Margir hjúkrunarfræðingar hafa fylgst með umræðum um gróður- húsaáhrif. Fyrirsjáanlegar afleið- lngar eru: Hækkun sjávarmáls, aukin tíðni fellibylja og breytt veð- Urfar vegna hækkandi hitastigs. ^e*r, sem aðhyllast notkun kjarn- °rkuvera, halda því fram að það dragi úr gróðurhúsaáhrifum að hagnýta kjarnorku. Umræðurnar | ætti ekki að skoða sem auðvelda lausn þ.e.a.s. jarðvegseldsneyti og aukin gróðurhúsaáhrif, eða notkun kjarnorku. Málið er margbrotnara en það. Ef hugarfarsbreyting á að verða um samband milli fram- leiðslu á kjarnorku og þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum, verður einnig að vera aðgangur að valkost- um, nægilegum orkulindum og fé til rannsókna. Það hefur komið í ljós að fjárfesting í aðferðum til orkusparnaðar eru allt að sex sinn- um áhrifaríkari til að minnka gróð- urhúsaáhrif heldur en kjarnorku- ver. Ráðstefnan um j>róðurhúsaáhrif, sem haldin var í Ástralíu í nóvem- ber 1988, hvatti til breytinga á tækni til orkuframleiðslu. Yrði það ofar- lega á framkvæmdalista ríkis- stjórna. Ráðstefnan sendi frá sér eftirfarandi ályktun: Kjarnorku- notkun er ekki lausn á vandamál- um vegna gróðurhúsaáhrifa, að svo stöddu. Ástæðurnar eru þessar: Takmarkaðar breytingaáætlanir varðandi víðtæka notkun jarðefna- eldsneytis. Þrálátur kostnaður, ör- yggi við framleiðslu, útbreiðsla kjarnorkuvopna og geislavirkur úrgangur. Hjúkrunarfræðingar verða að vinna ötullega að því að hafa áhrif á stjórnvöld svo beina megi fjármunum, sem nú er varið til hervarna, til rannsókna og þró- unar á öðrum valkostum en kjarn- orku. Sólar-, vind- og vatnsorka gefa vonir um orkuframleiðslu og rannsóknir á kostum þeirrar orku ætti að hafa forgang. Þrýstingi verður að beita gagnvart stjórn- völdum svo draga megi úr kostnaði til vopnakaupa og beina þeim fjár- munum til þróunar tækni sem veitir valkosti varðandi orkunotkun. HVAÐ GETA HJÚKR UNARFRÆÐINGAR GERT? Helen Caldicott er ástralskur læknir. Hún segir að hefðum og al- mennum skoðunum um kjarnorku- stríð, verði ekki breytt fyrr en fólk leiði hugann að vistfræðilegum og heilsufarslegum tengslum. Sam- kvæmt hefð eru hjúkrunarfræðing- ar hægfara í pólitískri þátttöku. Þessu verður að breyta. Allir hjúkr- unarfræðingar eru hvattir til að styðja ástralska hjúkrunarsam- bandið, (þ.e. ANF = Australian Nurses Federation) á þingi ICN, til að sameina þátttakendur gegn hættunni sem stafar af kjarnorku- styrjöldum og framleiðslu kjarn- orku. FRIÐUR ER OKKAR FAG! Ekkert fær ráðið við afleiðingar kjarnorkustríðs. Slagorðið er: FRIÐUR ER SMITANDI! Orlofsíbúð HFI að Suðurlandsbraut 22 Orlofsíbúðin verður leigð félagsmönnum í vetur til lengri eða skemmri tíma ísenn. Skrifstofa HFÍ, sími 68 75 75. Landlæknir . . . Framhald af bls. 36 yrði að taka tillit til allra aðstæðna í slíku máli, en tæpast yrði slíkt tilvik að öllu jöfnu skilgreint sem dráp. Brýnt er að gæta hófs og tillits- semi í þessari umræðu og til þess að vekja ekki ugg og kvíða meðal fólks er nauðsynlegt að þeir, sem vinna með sjúklingum, hjálpi til við skil- greiningu orða og hugtaka. Við verðum vissulega að hafa til- finningu fyrir hugtökum en einnig fyrir fólki. HJÚKRUN Vk-66. árgangur 39

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.