Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 12
* félagsmál unni með sér og starfa einnig á Landspítala. Ég vil þakka Ingibjörgu Arna- dóttur fyrir störf hennar sem rit- stjóri blaðsins okkar. Ég óska henni alls góðs og býð nýju ritstjór- ana velkomna. Um leið og ég lýk máli mínu hvet ég fundarmenn til að kynna sér þá starfsemi HFÍ, sem kemur fram í ritinu um deildir og nefndir félags- ins. Megi HFÍ eflast faglega og fé- lagslega á komandi árum. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HFÍ. SKÝRSLA KJARAMÁLANEFNDAR FYRIR STARFSÁRIÐ MAÍ 1989 -MAÍ1990 Eftir gerð síðustu kjarasamninga 10. maí 1989 var að mestu lokið störfum kjaramálanefndar fyrir sumarið. Ný kjaramálanefnd var kosin á fulltrúafundi 1989. í henni eiga sæti: Þórdís Sigurðardóttir, Geðdeild Landspítalans. Arndís Hauksdóttir, Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Borg- arspítala. Guðrún Sigurjónsdóttir, Borgar- spítala. Eyrún Jónsdóttir, Borgarspítala. Edda Hjaltested, Landakotsspít- ala. Elín Ýrr Halldórsdóttir, Landspít- ala. Ragna Dóra Ragnarsdóttir, Akur- eyri. Hjúkrunarfræðingar á Isafirði háðu harða baráttu um launakjör sín sl. sumar og fylgdist formaður kjararáðs með þeim málum, ásamt Birni Arnórssyni, hagfræðingi BSRB. Lauk þeirri baráttu með því að hjúkrunarfræðingar gerðu samning sem allir gátu vel við unað. 24. ágúst 1989 áttu hjúkrunar- fræðingar á Suðurnesjum í kjara- baráttu við viðsemjendur sína um nýjan sérkjarasamning. Fóru for- maður HFI og formaður kjararáðs til Keflavíkur og sátu einn samn- ingafund með samningsaðilum. 29. júní fór kjaramálanefnd á fund með samstarfsnefnd ríkis og borgar og gengið var frá bókun 4 um að 1/6 hluti hjúkrunarfræðinga skyldi hækka í launum. Samþykkt hafði verið í okkar röðum að þessi hækkun skyldi falla til þeirra hjúkrunarfræðinga, sem röðuðust fyrir ofan deildarstjóra en mjög hafði dregist saman með þess- um hópum vegna hækkana, sem áður höfðu fallið til deildarstjóra en ekki annarra stjórnunarstaða. Fengu hjúkrunarfræðingar í þess- um stjórnunarstöðum tveggja flokka hækkun. Fyrsti formlegi fundur nýrrar kjaramálanefndar var haldinn í október 1989. Var það fræðslu- fundur en það er orðinn fastur liður í starfi kjaramálanefndar að hafa fræðslu um kjaramál á fyrsta starfs- fundi á haustin. Meðal annars var á dagskrá að Lára Júlíusdóttir, lög- fræðingur ASI, hélt mjög fróðlegt erindi um konur í kjarabaráttu. 13. október 1989 fórum við á fyrsta samstarfsnefndarfundinn varðandi bókun 5 (sérfræðileyfin). Það mál hefur gengið mjög illa og er samningsaðilum okkar ekki haggað í þeirri ákvörðun sinni að hreyfa ekkert við því máli í bráð. I janúar byrjaði kjaramálanefnd- in að undirbúa kröfugerð næstu kjarasamninga en samningur HFÍ rann út 31. janúar 1990. Unnið var af mikilli festu að gerð kröfugerðar og var hún síðan kynnt á félagsfundi hjá Reykjavíkurdeild. Farið var á þrjá vinnustaðafundi á Landspítala, Landakoti og Borgar- spítala og kröfugerðin kynnt. Ekkert varð af fleiri vinnustaða- fundum vegna þess að samninga- málin tóku óvænt nýja stefnu þegar tvö stærstu verkalýðsfélögin í land- inu tóku höndum saman og höfðu samflot um gerð nýs kjarasamn- ings. Öll vitum við hvað gerðist. Gerð- ur var svokallaður núll-lausnar samningur. Við í kjaramálanefnd- inni gerðum félögum okkar í BSRB strax grein fyrir því að við myndum ekki taka þátt í þessu samstarfi og ganga sjálfar að samningaborðinu eins og við hefðum gert undanfarin ár. Var því sýndur fullur skilningur. 13. febrúar fórum við síðan á fyrsta samningafundinn og voru þá lögð fyrir okkur drög að nýjum kjara- samningi, sem var að mestu eins og aðrir kjarasamningar sem gerðir höfðu verið í landinu fram að þeim tíma. Að vísu var okkur aðeins boðin 1% hækkun 1. júní og þar með átti að jafna út þá launahækkun, sem við höfðum fengið 1. janúar. Eng- inn skyldi fá meira en 5% á þessu ári, sama þótt fyrri hækkun hefði tilheyrt eldri samningi. Við höfn- uðum þessu plaggi og lýstum yfir undrun okkar á því að okkur væri ekki gefinn kostur á að leggja fram kröfugerð HFÍ. Var sá fundur ekki lengri en ákveðið að við legðum fram kröfu- gerð á næsta samningafundi, sem við og gerðum á fundi sem haldinn var 19. febrúar. Næsti fundur var ekki haldinn fyrr en 29. mars. Upp úr þeim við- ræðum slitnaði og málinu var síðan vísað til ríkissáttasemjara. Við héldum því til streitu að fá ein- hverja úrlausn og voru það aðallega þrjú mál, sem við vildum fá samið um þótt annað yrði lagt til hliðar. Sérfræðileyfin - 2% og bókun, sem tryggði okkur gagnvart launabreyt- ingum annarra hópa í þjóðfélaginu. Á þetta hafði samninganefndin lokað. Haldnir voru þrír fundir og virtist málið vera í algjörum hnút. 7. maí vorum við síðan boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara og virtist þá 12 HJÚKRUN 2/»—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.