Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 14
»■> •e félagsmál Úr Sigrídarstofu í húsakynnum HFÍ. ósnertur í skápinn og bíður næsta dags. Þótt rekstrarreikingur félagsins hafi sýnt talsverðan rekstrarhalla í árslok 1989, er ekki annað hægt að segja en að fjárhagur félagsins standi í blóma. Efnahagskreikning- ur sýnir eignir upp á rúmar 46 millj- ónir króna, veltu- og fastafjármuni, og þótt rekstartap hafi verið á árinu er það tímabundið, þar sem árið 1989 var mjög „dýrt ár“. Kostnaður við 70 ára afmæli félagsins, ferð for- manns og varaformanns á alþjóða- þing ICN í Seoul og tímarit HFÍ reyndist mjög dýrt árið 1989 og var auglýsingaöflun í lágmarki. Fram- lög til námssjóðs og vísindasjóðs voru hærri en áður hefur verið, lok- ið var við eldhúsið, unnið var tölvu- forrit fyrir félagaskrá HFÍ sem áður var í tölvu úti í bæ og fleira kom til sögunnar sem ekki verða kostnað- arliðir í ár. Einu skuldir félagsins eru líf- eyrissjóðslán til 25 ára með tveimur afborgunum á ári. Er þar eingöngu um að ræða lán, sem tekin voru til að gera hæðina tilbúna undir tré- verk og málningu á árinu 1987. Eins og ársreikningur ber með sér eru einungis útistandandi fé- lagsgjöld þeirra félagsmanna sem ekki eru starfandi, eða hafa ekki náð að greiða lágmarksfélagsgjald á árinu, sem er kr. 2.000,oo. Gíró- seðlar eru sendir í árslok og þess vegna er stærsti hlutinn ekki kom- inn inn fyrir áramót. Hækkun félagsgjalda frá 1988 til 1989 er einungis rúm 8% en kostn- aðarliðir hafa yfirleitt hækkað tals- vert meira. Laun og launatengd gjöld reyndust þó ekki hækka meira en um 2% milli ára, en á það ber að líta að tvöföld formannslaun voru greidd hluta ársins 1988. Á árinu 1989 greiddum við til BSRB kr. 1.861.807,00 af félags- gjöldum en iðgjald til BSRB lækk- aði, var 4% af föstum launum, en lækkaði í 3,5% í ársbyrjun 1989. Starfandi félagsmenn um áramót 1988-1989 eru taldir 1.420, þannig að við höfum greitt til BSRB sem svarar 1.311 krónum fyrir hvern starfandi félagsmann á árinu 1989. í ársbyrjun 1988 voru 320 félags- menn skráðir sem voru ekki starf- andi. Við uppgjör félagsgjalda voru sendir út 235 gíróseðlar innan- lands, 159 til félaga sem skulduðu lágmarksgjaldið kr. 2.000,00, 26 til þeirra sem unnið höfðu eitthvað á árinu og greitt lámgarksgjaldið að hluta og 50 til félagsmanna sem skulduðu að auki félagsgjald frá fyrri árum. Gíróseðlar voru sendir út til 158 félgsmanna erlendis; 87 skulduðu aðeins árið 1989 en 71 átti einnig ógreidd félagsgjöld frá fyrri árum. Af orlofssjóðsgjöldum greiddum við til BSRB sem svarar 1.584 krón- um á hvern starfandi félagsmann. Af orlofssjóðsgjöldum, sem eru frainlag vinnuveitenda, fær BSRB 60% en HFÍ heldur 40%. Orlofs- sjóður stendur undir öllum greiðsl- um varðandi sumarhús félagsins. Kvennabrekka og orlofsíbúðin á Suðurlandsbraut skiluðu rekstrar- hagnaði en rekstrarhalli varð af BSRB húsunum, eins og ársreikn- ingur sýnir. Sumarhús félagsins í Munaðar- nesi og á Eiðum og Kvennabrekka eru leigð út viku í senn yfir sumar- tímann og komast færri að en vilja. Kvennabrekka er í samfelldri leigu alla vetrarmánuðina. Orlofsíbúðin hefur verið leigð út svo til hvern sólarhring sl. vetur og þar hafa dvalið fjölmargir hjúkrunarfræð- ingar utan af landi, sem sækja nám- skeið til Reykjavíkur. Þeir fá 50% afslátt af leigunni. íbúðin verður leigð viku í senn í sumar. Innheimta félagsgjalda, sem vinnuveitendur annast, gengur yfirleitt vel. Aðeins einn fámennur vinnustaður hefur ekki greitt fé- lagsgjöld sl. ár og hefur nú krafan verið sett í innheimtu. Flestir vinnuveitendur senda gjöldin mán- aðarlega. Ég vil þakka skilvísum vinnuveitendum fyrir innheimtu fé- lags- og orlofssjóðsgjalda fyrir fé- lagið. Reikningar félagsins fyrir ár- ið 1989 verða gefnir út sem auka- fréttablað og sendir öllum 14 HJÚKRUN V90—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.