Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 15
* félagsmál félagsmönnum að loknum full- trúafundi. Endurskoðandi félags- 'ns, Victor Knútur Björnsson, hef- ur unnið mjög vel ásamt sínu liði og ég tel ársreikninginn gefa mjög skýra mynd af fjárhag félagsins. Sérsjóðir félagsins, Bókasjóður °g Minngarsjóður Guðrúnar Gísla- dóttur Björns, eru mjög fátækir sjóðir og hafa ekki verið hreyfðir, en einu tekjur sjóðanna eru árs- vextir. Á þessum fulltrúafundi verður lögð fram tillaga um að leysa upp Minngarsjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns. Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar, sem er námssjóður félagsins, hefur aukist talsvert síð- nstu ár, með framlögum félagsins °g minningargjöfum. Á árinu 1989 var hægt að veita 214 þúsund krón- ur til styrkja og verður sama upp- hæð veitt í ár. Einu föstu tekjur sjóðsins eru minningargjafir en fé- Hgssjóður lagði fram rúm 294 þús- und krónur til sjóðsins á árinu. Til Rannsókna- og vísindasjóðs var famlag félagsins rúm 235 þúsund krónur á árinu 1989. Var það sam- kvæmt samþykkt fulltrúafundar 1989 ákveðin prósenta af félags- gjöldum. Vegna fjárskorts verður ekki lögð fram tillaga um framlög í sjóðinn á árinu 1990. Minningarsjóður Kristínar Thor- oddsen, sem var í umsjón Hjúkrun- arskóla íslands, var afhentur HFI til varðveislu 22. febrúar 1990. Fjár- eign sjóðsins er rúmar 354 þúsund krónur, eins og fram kemur í árs- reikningi. Lokið var við að skrá bókasafn HFÍ á árinu 1989 og voru skráðir um 700 bókatitlar. Bókasafnsfræð- ingar, sem unnu verkið, munu koma til starfa árlega og skrá þær bækur sem félagið eignast. Fyrir- hugað er að tölvufæra skjalasafn fé- lagsins í haust og á næsta ári. Nefnd sú, sem annast útgáfu Hjúkrunarfræðingatals, hefur unn- ið í hverri viku árið um kring og er þar um geysimikið starf að ræða. Fyrirhugað var að þriðja bókin kæmi út sl. haust á 70 ára afmæli félagsins. Upplýsingaöflun gekk mjög hægt og um mitt ár 1989 var sýnilegt að ekki væri hægt að gefa bókina út á árinu, þar sem svo stór hluti hjúkrunarfræðinga hafði ekki sent inn upplýsingar eða allt að 1/3. Þetta er e.t.v. ekki réttur vettvang- ur til að átelja þá hjúkrunarfræð- inga sem ekki hafa svarað en ég get ekki látið hjá líða að senda þeim kveðju og vænti þess að þeir létti nefndinni störfin. Væntanlega kemur bókin út haustið 1990. Offsetprentun Hjúkrunar- kvennatals fór fram á árinu 1989. Ég vil að lokum óska Hjúkrunar- félagi íslands og félögum þess góðs gengis og þakka gott samstarf á ár- inu. Ingibjörg Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Guðrún B. Hauksdóttir: Handklæðaböðun Árið 1989 kynntist ég nýrri tækni Hð rúmböðun í Sheffield í Eng- londi. Ég hreifst mjög afhraðanum, ebifaldleikanum og hversu þœgileg athöfn þetta var fyrir sjúklinginn og ákvað í farmhaldi af því að kynna 'nér þetta nánar. Líssa E. Wright hjúkrunarfræðingur hafði Hóað þessa tegund böðunar við Royal Hall- amshire Hospital í Sheffield með góðum ár- j'ngri á árinu ’85-’86. Hún hafði kynnst þessu 1 námsferð í Bandaríkjunum. Síðan hefur handklæðaböðun breiðst út á fleiri sjúkrahús °g stofnanir og fær mjög jákvæða dóma þar sem það hefur verið kynnt og tekið í notkun, b*ði af sjúklingum og hjúkrunarfólki. Þessi tegund rúmböðunar þykir hafa ýmsa góða k°sti fram yfir venjulega rúmböðun eins og v'ð þekkjum hana, t.d.: L Það tekur minni tíma að framkvæma nandklæðaböðun og er því ekki eins þreyt- andi fyrjr sjúklinginn. 2- I mörgum tilfellum getur einn hjúkrun- arfræðingur framkvæmt handklæðaböðun án þess að gæðin minnki fyrir sjúklinginn. 3. Líkami sjúklings er ekki eins afhjúpaður við baðið, því verður honum síður hrollkalt. 4. Tímasparnaður er mikill og dregur það úr spennu sem oft skapast vegna mikilla anna á deildum, 3 mín. á móti 20 mín. 5. Sjúklingar virðast njóta handklæðaböð- unar og láta það mjög í ljós. Verkar það mjög hvetjandi á hjúkrunarfólk. 6. Hefur róandi áhrif á fólk og því líður vel á eftir. Handklæðaböðun er einkar hentug: a) Eftir aðgerð. b) A gjörgæsludeildum. c) Fyrir krabbameinssjúklinga. Víða í Bretlandi er farið að nota handklæðaböðun á Hospice eða heimilum fyrir dauðvona. Þar fléttast gjarnan saman við baðið Aroma therapy (þ.e. þegar náttúruleg efni eru notuð til lækninga. Hægt er að hafa áhrif á t.d. verki. d) Fyrir sjúklinga sem þola litla hreyfingu. e) Við frágang á líki. f) í flestum tilfellum þar sem rúmböðun er nauðsynleg. Stofnkostnaður er ekki mikill. Það sem þarf að kaupa er: Handklæði 2 m x 85 cm., venjuleg frotté. Infacare sápa: Þetta er sápa sem ekki þarf að skola af líkamanum. Öll þau ár sem hún hefur verið notuð í Bretlandi hefur hún ekki valdið neinni húðertingu svo vitað sé. Ph. gildi er 6.0. Er góð við neðanþvott yfirleitt og út í baðkar við böðun. Pað þarf mjög lítið af sáp- unni. Hægt er að kaupa Infacare í gegnum Íslensk-Ameríska. 4 lítra könnu undir vatn. Þvottafat. Annað sem þarf er yfirleitt til á deildum. Afar mikilvægt er að framkvæma hand- klæðaböðun á réttan hátt. Ýmis atriði skipta öllu máli s.s. brot á handklæði, hitastig o.fl. Pess vegna vil ég mjög gjarnan koma á stað- ina og kenna ykkur rétt handtök. Einnig er ég með video-mynd undir höndum sem mjög gott er að sjá. Guðrún B. Hauksdóttir Hjúkrunarforstjóri Garðvangs 250 Garði. v.s. 92-27151, h.s. 92-27228. HJÚKRUN 2/»—66. árgangur 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.