Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 16
Sigríður Antonsdóttir hjúkrunarstjóri: Er handþvottur sem skyldi? „Líta má á handþvott, sem þýðingarmestu einstœðu athöfnina, til hindrunar útbreiðslu sýkinga. “ (Sygeplejersken 36/85) „Slök handhreinsun er orsök 10.000 (20%) þeirra 50.000 spítalasýkinga, sem árlega verða í Noregi. Hendur starfsfólks eru ein algengasta smitleið örvera í nœma einstaklinga og snertismit því ein helsta smitleið á sjúkrahúsum okkar. “ (Sykepleien Nr. 3/89). Þannig og þessu líkt er tekið til orða í fjölda greina, sem fjalla um handhreinsun spítalastarfsfólks. Maður skyldi því ætla að flestum sé ljóst mikilvægi þess að viðhafa rétta handhirðu, á réttum stöðum. En flestar greinar og niðurstöður rannsókna, er varða handhirðu starfsfólks á sjúkrahúsum, sýna það svart á hvítu að mikið skortir á að þessi einfalda aðgerð sé réttilega metin. Það er t.d. lítils virði að klæðast slopp, grímu og „plastskóm“, ef ekki fylgir því handþvottur. Eink- um á þetta við um plasthlífarnar sem notaðar hafa verið á skó þegar gengið er inn á hreinni svæði. Notk- un þeirra er nú að mestu hætt, ein- mitt vegna þess, að handþvottur var ekki viðhafður eftir að þær höfðu verið dregnar á fætur, oft ut- an yfir óhreina skó. Bakteríur og óhreinindi á gólfi eru sárasaklaus, miðað við slíkt á höndum. Það er því útilokað að bjóða upp á slíkar hlífar nema handþvottaaðstaða sé einnig þar til staðar ásamt strangri áminningu um að hota hana sem skyldi. Allir þekkja söguna um Sem- melweiss, sem á einu ári, 1847- 1848, tókst að fækka dauðsföllum sængurkvenna úr 12,24% í 1,27% einungis með því að innleiða sótt- hreinsandi handþvott úr klór- blöndu. Það hefur bæði verið sýnt fram á fækkun sýkinga og dauðsfalla þegar handhreinsun hefur verið bætt. Og einnig eru skráðir ótal faraldrar og keðjusýkingar, sem hendur starfsfólks hafa dreift. í The New England Journal of Medicine, júní 1981 ( bls. 1465-6), segir frá rannsókn, sem gerð var á gjörgæsludeild, og sýndi að læknar þvoðu hendur sínar í 28% tilfella eftir snertingu við sjúklinga og hjúkrunarfræðingar gerðu það í 43% tilfella. Dæmi um þau verk sem unnin voru: Þvagpoki handleikinn, skipt á umbúðum við i.v. nál og stilltir takkar á öndunarvél, allt án þess að handþvottur ætti sér stað á milli verkanna. Að svipaðri niðurstöðu kemst Jette D.A. Zimakoff í rann- sókn sem hún gerði á dönskum sjúkrahúsum 1985. Læknar virðast latastir við að þvo hendur sínar og yngri læknar telja þá eldri ekki nógu góða fyrir- mynd í þessum efnum. (Zimakoff ’87). Hjúkrunarfræðingar þurfa þó vissulega einnig að líta í eigin barm. Samkvæmt F.D. Dascher ’88 var lítill munur á handþvottamynstri hjúkrunarfræðinga við umönnun venjulegra svo og varnarlítilla sjúklinga. Þeir eyddu þó aðeins meiri tíma í þvottinn hverju sinni við umönnun hinna varnarlitlu. Tíminn, sem hjúkrunarfræðingar eyddu í handþvott og handsótt- hreinsun, var þó yfirleitt lengri en hjá læknunum. metinn Sigríður Antonsdóttir. Bakteríugróður á húð og höndutn Öll höfum við ákveðinn bakter- íugróður á húðinni og er hann nauðsynlegur þáttur í vörnum okk- ar. Hvernig og hversu mikill þessi gróður er, getur verið dálítið mis- munandi eftir einstaklingum. Það sem helst ræður því er sýru- og rakastig húðar. Þetta nefni ég stað- bundinn húðgróður (resident) en það eru þeir sýklar, sem sitja í húð- inni við op fitu-, svita- og hárkirtla og fara sem betur fer ekki svo auð- veldlega af í þvotti. I dagsins önn mengast hendur starfsfólks af bakteríum úr um- hverfinu. Þar eru einkum um sta- phylococcus aureus og Gram nei- kvæða stafi að ræða, þó fleiri bakt- eríutegundir og veirur finnist þar einnig. Þetta nefni ég flökkusýkla (transient). Þeir sitja á húðinni og fara nokkuð auðveldlega af í þvotti. Gram neikvæðir stafir eru ekki eins lífseigir og staph.aur. einkum ef hendur eru þurrar. Þeir virðast einnig þvost auðveldar af við venju- 16 HJÚKRUN %c—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.