Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 17
legan handþvott. (Staph. aur. um 77% og Gr. neikv. 80-90%). Hve mikil og hvers eðlis sýkla- mengun handanna er fer eftir því hvert umhverfið er og hver þau verk eru, sem starfað er við, hverju sinni. Fleiri starfsmenn á húðlækn- ingadeild reyndust hafa staph. aur., á höndum heldur en starfs- menn á krabbameinslækninga- deild. Þar reyndust aftur á móti fleiri bera Gr. neikvæða stafi held- ur en á húðlækningadeildinni (In- fect. Contr. Hosp. Epidemiol. 1988 Vol. 8). Gr. neikvæðir stafir rækt- ast oft af höndum sjúklinga, eink- um þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Sýnt hefur verið fram á að jafnvel við „hrein verk“ eins og að mæla blóðþrýsting og telja púls, mengast hendur töluvert af bakter- íum. Seinni tíma rannsóknir hafa sýnt að snertismit er þýðingarmesta smitleiðin. Við snertismit berst yfirleitt mun meira smitefni heldur en við úðasmit, þar sem mikil dreif- 'ng verður á smitefninu. Þetta gildir bæði um bakteríur og veirur, eins °g t.d. enteroveirur (þarmav.) rhinoveirur (kvefv.) o.fl. Handþvottur er öllu siðmennt- uðu fólki eðlileg, töm og ómeðvit- uð athöfn allt frá blautu barnsbeini. En hann þarfnast endurskoðunar °g endurbóta, við störf á sjúkra- stofnunum. Fingurgóma þvo menn bd. einna verst en það eru einmitt þeir sem allt snerta. (Sjá mynd). Handþvotti hjá sjúkrahússtarfs- fólki má skipta í þrennt: I Venjulegan handvott til að fjar- •aegja sýkla. II Sótthreinsandi handþvott til aö fjarlægja og drepa sýkla. III „Sterilan“ handþvott til að fjarlægja og drepa sýkla og er þá ædunin einnig að ná til staðbundins húðgróðurs. ^ Venjulegur handþvottur: Með góðum handþvotti, í 20-25 sýk. fjarlægjum við flesta flökku- sýkla. Notið milda fljótandi sápu l-d. í flösku með löngum armi, sem aotast við að stjórna sápuskammt- 'num. Aðferð: 1. Skolið hendur undir rennandi volgu vatni. 2. Takið fljótandi sápu og notið olnbogann til að skammta hana. 3. Nuddið hendurnar vel í u.þ.b. 15-20 sekúndur. Hér er mikilvægt að muna eftir fingurgómunum, líka á þumalfingrunum. 4. Skolið sápuna af. 5. Þerrið hendurnar vel með pappírsþurrku ( ekki nudda). 6. Skrúfið fyrir kranann með þurrkunni. 11 Sótthreinsandi handþvottur: Þau efni, sem mest eru notuð til handsótthreinsunar, eru povidone- iodine Goð), chlorhexidine gluconate (chl.hx) og spritt. Öll þessi efni hafa reynst gagnleg við dráp húðsýkla. Joð verkar betur á Gr. neikvæða stafi og veirur heldur en chl.hx., sem verkar aftur á móti betur á Gr. jákvæða kokka, og hef- ur jafnframt viðvarandi verkun. Et- anol og isopropanol 60-70% hefur sýnt mjög góðan árangur við sýkla- dráp á húð. Joð og chl.hx. eru til blandað í sápu og notast til þvotta. Chl.hx. er einnig til í sprittblöndu og notast þá eins og spritt, þ.e. í staðinn fyrir handþvott eða eftir handþvott. Sprittið erfljótverkandi og skammverkandi þannig að eigin húðgróður truflast lítið. Öll þessi efni þurrka hendurnar, þó sprittið minnst. Svokallað handspritt, þ.e. blanda af etanoli, propanoli og 2% glyceroli í vatni er ágætt til hand- hreinsunar, en glycerolið er vatns- bindandi og dregur úr þurrki hand- anna og fer því betur með þær held- ur en sápuþvottur. Það er oft hægt að nota í staðinn fyrir venjulegan handþvott þegar hendur eru ekki mikið mengaðar, t.d. á milli snert- inga við sjúklinga og á vöggustof- um. Það skilar líka betri árangri í slíkum tilfellum heldur en þvottur- inn. Nota skal 3-5 ml. og nudda vel inn í húðina einkum á fingurgóm- um. Sótthreinsandi handþvotta er einkum þörf: a) Við umönnun varnarlítilla sjúklinga s.s. á fæðingar-, ung- barna- og vökudeildum svo og á gjörgæsludeildum. HJÚKRUN %o—66. árgangur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.