Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 18
b) Ef um er að ræða sýkingar af völdum mjög smithæfra (vírulent) baktería eða baktería, sem eru ónæmar fyrir helstu sýklalyfjum. c) Ef hendur hafa mengast sér- lega mikið ( saur, gröftur, blóð). III „Steriir handþvottur: Um þessa aðferð handþvottar mun ég ekki fjalla hér. Hún er eins og flestir vita viðhöfð fyrir skurðað- gerðir og framkvæmd samkvæmt gildandi reglum hvers sjúkrahúss. Það, sem helst hefur breyst frá því, sem áður var er að dregið hefur verið úr burstun og heldur notaðir svampar, sem ýfa og særa húðina mun minna. Ekkert „þvottaefni“ fjarlægir fullkomlega alla flökkusýkla og er því hanskanotkun oft nauðsynleg. Hanskar eru góð vörn, bæði fyrir sjúklinginn og starfsmanninn, en notkun þeirra þýðir ekki að sleppa eigi handþvotti, því bakteríur dafna vel í yl og raka, sem fljótt myndastinnaníhönskunum. Notk- un þeirra hefur aukist á seinni árum og á það sínar skýringar. En það virðist ekki alltaf ljóst þeim, sem íklæðst hefur hönskum (og þannig hindrað mengun eigin handa), að mengaðir hanskar á hendi dreifa ekki minna smitefni en óhreinar hendur. Allur þessi handþvottur þurrkar húðina og það er afar mikilvægt að nota handáburð eins oft og við verður komið, því ekkert kemur í staðinn fyrir heila húð. Það liggur líka í augum uppi að sá sem er með sprungna húð veigrar sér við því að þvo sér, auk þess sem slík húð hýsir mun fleiri sýkla og skapar meiri sýkingarhættu, bæði fyrir viðkom- andi einstakling og sjúklingana, sem hann annast. Sápan, sem notuð er, þarf að vera mild og sýrustig hennar sem næst því sama og húðar eða um það bil ph.5. Betra er að sápan séfrekar súrari heldur en hitt. Handspritt hefur verið notað á Landspítalan- um í u.þ.b. 2 ár og líkar vel. Það liggur í augum uppi og hefur einnig verið sýnt fram á að skart- „Margt er undir hringunum sem mennirnir ekki sjá“ gripir á höndum hindra góðan handþvott. Reyndar er bannað að bera annað handskraut en einbaug við hjúkrunarstörf. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun meðal 50 hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsi í Bretlandi, hvað leyndist undir ein- baugum þeirra. Undir hringum þessum reyndust vera einar 7 teg- undir af Gr. neikvæðum þarma- bakteríum og sumar í töluverðu magni, miður geðslegur gróður það. Steinhringar bjóða upp á mun betra „gróðurhús“, með röku og hlýju holrúmi. Við fiskvinnslu er t.d. bannað að bera handskraut og hlíta fiskiðnað- arkonur því boði. Það hefur lengi verið mér ráðgáta hvers vegna svo margar konur bera skrauthringa á höndum sér við vinnu á sjúkrahús- um. Ég læt hér fylgja tvö erindi, sem ættu að skýra málið: Margt er undir hringunum, sem mennirnir ekki sjá. Stafylokokkar, koligerlar klína sig viö þá. Sjálfur þú og sjúklingarnir, síðar þessa fá. Marga „úrvalsdrullu“ undir djásnum líta má. Meðvitaðir mannvinir mega afþví sjá, að bera þau í vinnunni, er bœði afogfrá. Lokaorð: Það hefur sýnt sig að stétt, staða og starfsaldur skipta engu um það, hverjir helst þvo hendur sínar sam- viskusamlega við störf á sjúkrahús- um. Það er mín trú að það sem einstaklingurinn temur sér í upp- hafi, haldist lengi. Því tel ég afar mikilvægt að leggja ríka áherslu á hlutverk handþvottarins í allri fræðslu til unga fólksins, sem kem- ur til náms og starfa á sjúkrahúsum. Megi það, svo og allt annað starfs- fólk heilbrigðisstofnana, taka þessa þýðingarmiklu athöfn til vandlegr- ar endurskoðunar. Heimildir: Albert, R.K. og Condie, F. (1981) Handwashing patterns in medical intensive care units. New England Journal of Medicine 304, 1465-1466. Ayliffe, G.A.J. Babb, J.R. Davies, J.G. og Lilly, H. A. (1988) Hand disinfection a comparision of various agents in laboratory and wards studies. Journal of Hospital Infection 11, 226-243. Daschner, F.D. (1989) Cost-effectivenessin hospital infection control lession for the 1990s Journal of Hospital Infection 13, 325-336. Daschner,F.D. (1988) Howcost-effectiveis tlte present use of antiseptics? Journal of Hospital Infection 11, (Supplement A), 227-235. Horn, W.A. Larson, E.L., McGinley K.J. Leyden J.J. (1988) MicrobialFloraonthe Hands of Health Care Personnel: Differences in Composition and Antibacterial Resistance. INFECT CONTROL HOSP EPIDEMIOL 9, 189-193. Kristiansen, M., Laukvik.G., Wiberg, K., Övrebotten, I.M. (1989). Harviet profesjonelt forhold til haandhygiene? Sykepleien 3,16-20. Larson, E. (1988) A Causal Link Between Handwashing and Risk of lnfection? Examination of the Evidence. INFECT CONTROL HOSP EPIDEMIOL 9, 28-36. Ojajarvi, J. (1981) EVALUATIONOF HANDWASHING AND DISINFECTION METHODS USED IN HOSPITAL WARDS. Academic Dissertation From the Department of Public Health science. (Head: Professor Rantasalo,) University of Helsinki, Finnland. Reybrouck, G. (1986) Handwashingand hand disinfection. Journal of Hospital lnfection 8, 5-23. Reybrouck (1983) Role ofthe hands in the spread of nosocomial infections. Journal of Hospital Infection 4,103-110. Rotter, M., Koller, W., Wewalka, G (1980) Povidone-iodine and chlorhexidine gluconatecontaining detergents for disinfection of liands. Journal of Hospital Infection 1,149-158. Zimakoff, J.D.A. (1987) Haandhygiejne, en holdningsundersögelse. UGESKR LÆGER 149, 2872-2875. Zimakoff, J.. Meyer, M. (1985) EN FORBEDRING AF HAANDHYGIEJNEN SYNES PAAKRÆVET. SYGEPLEJERSKEN 36, 15-18. Höfundur er hjúkrunarstjóri sýkingavarna á Landspitala. 18 HJÚKRUN V90—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.