Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 19
María Pétursdóttir, fyrrverandi skólastjóri: Otroðnar slóðir Fjöldi heilbrigðisstétta hef- ur vaxið ört í okkar samtíð en þó mun meira víða erlendis. Til þess að hljóta viðurkennd starfsréttindi eru gerðar kröf- ur um víðtæka fagþekkingu. Sérnám og viðeigandi próf hafa verið sniðin eftir þörfum hinna ýmsu þjónustugreina. Þegar tilskildum árangri er uáð fá hinir farsælu gæða- stimpil sem tryggir lands- mönnum trausta heilbrigðis- þjónustu, en handhöfum oft- ast hingað til viss sérréttindi og örugga lífvœnlega atvinnu, gjarnan til lífstíðar. Fagþekking byggir á grunni reynsluþekkingar liðinna kyn- slóða, sem sífellt er verið að endur- bæta og sannprófa vísindalega og tæknilega. Markmið einstaklinga í þessum stéttum er að hjálpa náung- anum til að varðveita, efla og/eða endurheimta heilsu, en líkna þeim sem hlotnast ekki slíkt. En það eru til aðrar heilsufræði- greinar, sem líka vilja gjarnan hreiðra vel um sig, en eru ekki kenndar ennþá í íslenskum sérskól- um heilbrigðistétta. Sumar eru ævafornar, aðrar heyra nútímanum Ól. Má þar nefna vöðvaprófun eða hinesiology (hreyfingarfræði). Eandaríkjamaður með því ágæta nafni George Goodhear er að því er ég best veit upphafsmaður að þessari greiningar- og heilsubótar- meðferð. Hugmynd hans skaut fyrst rótum á 7. áratugnum. Þessi aðferð ásamt þrýstinuddi ( þ.e.a.s. akupunktur án nála) með mismun- andi ilmolíum unnum úr jurtum (Aromatherapy) hefur verið nefnd Touch for Health og er kennd víða María Pétursdóttir. vestanhafs, svo er einnig í vaxandi mæli í Englandi og reyndar fleiri Evrópulöndum. Hjúkrunarfræðingum í Kaliforn- íu ber að fara í a.m.k. 30 tíma end- urmenntunarnámskeið á tveggja ára fresti vilji þeir halda sínum áunnu starfsréttindum og svo mun vera víðar í Bandaríkjunum og hef- ur reyndar lengi verið svo. Nú telst þessi námsgrein þar ( Touch for Health) til viðurkenndra endur- menntunarnámskeiða fyrir hjúkr- unarfræðinga og er álitið að einmitt þessi kunnátta sé mikils virði fyrir hjúkrunarfræðinga og skjólstæð- inga þeirra. Mörgum mun enn í fersku minni hversu góðlátlegt grín var gert að svonefndri Náttúrulækningastefnu áður fyrr og eimir enn eftir af þess konar yfirlæti. Viðtal við Eirík Smith listmálara í Morgunblaðinu 3. febrúar sl. ber yfirskriftinga: „Þeir sem sveiuðu fyrst höfðu síðar gaman af.“ Ekki á þetta bara við um listgreinar. Sennilega hefur það verið kring- um árið 1945, að við vorum nokkrir hjúkrunarfræðingar og læknar í notalegheitum að fá okkur morg- unkaffi á Landspítalanum er inn vippar sér léttilega Jónas Kristjáns- son, læknir. Auðvitað varð ein- hverjum strax að orði „Það þýðir náttúrlega ekki að bjóða þér kaffi- sopa?“ Svarið kom um hæl. „Jú, takk.“ Undrunarsvipur kom víst á mannskapinn því Jónas bætti við: „Það er bara til þess að sleppa við allar umræðurnar.“ Kaffið bjargaði honum í þetta skipti frá kerskni og þrætum. Þeir eru margir nú, sem eru honum þakklátir m.a. fyrir Náttúrulækningahælið í Hvera- gerði. Ýmsar torfærur eru líka á landamærum ólíkra hugarheima og stundum þarf lengi að bíða þess að járntjöldin falli. Svissnesk kona sagði mér að þegar fæðingar gengju mjög erfið- lega á fæðingardeildum þar í landi, væri iðulega gert boð fyrir svæða- nuddara eins og það er kallað hér á landi. í fljótu bragði virtist mér þetta fráleit fullyrðing. En af tilvilj- un rakst ég skömmu síðar á grein í Ljósmæðrablaðinu (2.tbl. 1988) sem þýdd er úr Tidsskrift for Jorde- mödre. Þar kemur fram að Danir eru að kanna hvað sé hæft í þessu og hafa veitt ljósmæðrum d.kr. 60 þús. til þessa verkefnis. A komandi hausti verður farið af stað með nám í því sem hér er stundum kallað jaðarlækningar í háskóla í Exeter í Englandi (Uni- versity of Exeter) og leiðir það til meistara (master) gráðu og jafnvel í framhaldi af því doktorsgráðu. Aðeins 15 umsækjendur komast að í náminu að þessu sinni, en um 3000 sóttu um inngöngu. Eins og mörg- HJÚKRUN !/m—66. árgangur 19

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.