Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 21
unarfræðingar eru sjálfir haldnir mikilli streitu. Með þessu móti geta þeir hjálpað hver öðrum á stuttum h'ma til að ná slökun eftir erfiða vakt, jafnvel þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur. Danska hjúkrunartímaritið Sygeplejersken hefur birt nokkrar greinar sl. 5 ár um þessi málefni, en þær hef ég ekki við hendina. í ritinu Klinisk Sygepleje (apríl 1988) skrif- ar Carsten Pedersen, hjúkrunar- kennari, um samband hjúkrunar- fræðinga við þá sem iðka jaðar- lækningar. Hinir síðarnefndu verði ætíð að gera sér vel grein fyrir sinni eigin takmörkuðu þekkingu, segir hann. Það verður að vera lág- markskrafa heilbrigðisstétta, þar sem svo illa hagar til að ekki er fáanleg réttmæt menntun í ýmsum þessara greina. Hjálæknir, sem úrskurðar hvað að sjúklingi geng- Ur, hefur ekki skilið að hann má aldrei fara út fyrir mörkin. Carsten Pedersen segir að stofnun tveggja sarntaka í þessum greinum bendi til þess að senn bætist við ein ný heil- hrigðisstétt í Danmörku. Viðbótar hjúkrunaraðferðir, hvort heldur er um að ræða nudd eða ilmolímeðferð, svæðanudd eða shiatsu eru að verða æ vinsælli með- al hjúkrunarfræðinga, má lesa í Nursing Times sl. jan. „Þetta er að tokkru leyti fráhvarf frá hátækni pg einföldunar(reductionist)lækn- lr>gum nútímans þar sem hjúkrun- srfræðingurinn er oft orðin tæknir °g sjúklingurinn einfaldlega skrokkur.“ Ein af fjórum aðalgreinum um þetta efni í blaðinu fjallar um notk- Uu þessara aðferða á öldrunar- deild. Höfundurinn, Helen Pasant hjúkrunarfræðingur, segist hafa tekið próf í næringarfræði til að læra betur um áhrif fæðunnar á heilsufar. Starfslið deildarinnar fór eftir það að fylgjast nánar með líð- an sjúklinga í tengslum við matar- æði. Viðeigandi tónlist var notuð eftir því hvort um var að ræða sljó- leika og lystarleysi eða eirðarleysi. Fuglasöngur eða sjávarniður gat verkað róandi og sefandi tónlist var valin til að koma á kvöldkyrrð. Sköpun hugarsýna eða sjónsköpun (visualisation), reyndist vel á sam- verustundum vistmanna, aðstand- enda og starfsliðs, þar sem setið var, haldist í hendur og með mynd- sköpun í hugarheimi farið í skógar- ferð í vorrigningu eða bátsferð nið- ur á eða úti á sjó. Þegar sjúklingarn- ir koma á deildina eru þeir oft í uppnámi, reiðir, sárir, ekki bara líkamlega heldur einnig vegna að- skilnaðar frá ástvinum, heimilum og fjölskyldum, öllu því sem þeir hafa byggt upp á langri ævi. „Full- trúar stéttarfélaganna höfðu oft efasemdir um það sem við gerðum og kollegar hæddust stundum að okkur.“ Deildin, sem höfundur vann á, var lögð niður en Helen Passant starfar nú á Churchill spít- alanum í Oxford. Hún fer á önnur sjúkrahús og heldur þar fyrirlestra og kennir. Hún segist líka reyna að uppörva starfslið sitt, sem er þó að sögn höfundar óþreytandi að safna fé til að kaupa kjarnaolíur (ilmo- líur), nýtt grænmeti og ávexti fyrir sjúklingana. Önnur grein, að mínu mati mjög athyglisverð, fjallar um ungbörn, mæður og svæðameðferð, en hér verður sleppt að gera grein fyrir henni. Þriðja greinin í þessu blaði er eftir hjúkrunarfræðing, Marjorie Smith B.Sc., um snertingu handa og heilsubót. Mér eru minnisstæðar sumar hjúkrunarkonur frá gömlu dögunum á Landspítalanum, sem kunnu þá list að láta fara svo vel um sjúklinginn að vanlíðan hvarf að mestu. Hennar í stað náði rósemin yfirtökum. Forstöðukonan, Kristín Thoroddsen, gekk sinn venjulega stofugang daglega um spítalann og kveðju hennar og handtök kunnu sjúklingarnir vel að meta. Marjorie Smith spyr hvers vegna hjúkrunar- fræðingar taki sér ekki tíma til að gefa sjúklingum „therapeutic touch". Verst sé að þeir eru kannski að týna niður þeirri list að ná svona tengslum með snertingu handa vegna þess að þá vanti leikni og af því að tæknin fjarlægi allt slíkt frá sjúklingunum. Ætli það sé ekki ástæðulaust fyrir okkur að kvíða því hér heima? Hjúkrunarfræðingar hafa svo oft látið í ljós í töluðu og rituðu máli og í sínu starfi viljann til að annast vel um sjúklingana með persónulegum tengslum, en það er enginn leikur að finna alltaf tíma til þess að sinna þeim eins og ákjósanlegast væri. A síðustu ráðstefnu FHH, 17. febrúar sl., flutti Lovísa Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur M.Sc. erindi er hún nefndi: Tollur tækninnar: Aukin tæknivæðing, flóknari með- ferð, betri líðan? Vonandi birtist þetta athyglisverða erindi hennar á prenti í heild síðar. Lovísa segir: „Tæknin hefur sín takmörk. Við getum ekki gefið sprautu með nokkrum milligrömmum af lífs- vilja, né von og trú í æð. Við erum ef til vill komin að því að nota okk- ur sjálf. Hingað til höfum við haft tilhneigingu til að nota tæknina til hins ítrasta, fremur en að gefa af sjálfum okkur. Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf, segir í Spámann- inum, en það er erfiðara að gefa af sjálfum sér.“ Hún vitnar líka í ritstjórnargrein ritsins Critical Care Medicine 1988. í henni spyr N.P. Ninos: „Hvers vegna er svo lítil áhersla lögð á kurteisi, snertingu og hlýleg hand- tök í umgengni við skjólstæðinga HJÚKRUN -/90—66. árgangur 21

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.