Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 22
okkar? Hvers vegna er svo lítill áhugi á mannúð og siðfræði? Sjúkl- ingur er sjaldan hvattur til að skýra viðhorf sín og skoðanir. Hjúkrun- arfræðingar eru undantekning. Þeir eru hæfastir heilbrigðisstarfs- manna til að mynda tengsl við skjólstæðinga sína.“ Gamlar götur og nýjar leiðir Ljóðskáldið Walt Whitman kvað: „ You road I enter upon and look around, I believe that you are not all that is here, I believe tliat much unseen is also here. “ Ekki hef ég fundið þýðingu á þessu ljóði hans, Song of the Open Road, en merkingin er eitthvað á þessa leið: Ég skyggnist inn á þá braut sem liggur framundan og mig grunar að einnig hér leynist margt óséð. A ótroðnum slóðum munu hjúkrunarfræðingar áreiðanlega verða margs vísari líka um gamlar og nýjar leiðir, sem gætu leitt til þess að hjúkrunin sjálf verði meiri áhrifavaldur í lífi skjólstæðinga þeirra. í tímans rás koma aftur fyrir gömul hugtök, sem ekki máttu heyrast um tíma í hjúkrunarmáli. Pá voru að renna upp nýir tímar og varð að kasta á glæ að þeirra mati væmnum hugtökum en láta þess í stað raunsæi ráða hugsunum, orð- um og gjörðum. Gríski hjúkrunarfræðingurinn Dr. Vassiliki Lanara skrifaði bók um hetjuskap í hjúkrun (Heroism as a Nursing Value). Þrír bókar- kaflar tengjast fornu grísku harm- leikjunum en höfundur leitar líka fanga í Biblíunni, í köflunum um Jobsbók og miskunnsama Samverj- ann. Hún segir eitthvað á þessa leið: „Það fellur í verkahring hjúkrunar- fræðings að fást við margskonar til- finningavandamál sjúklinga; t.d. hjá óttaslegnum börnum, andsnún- um sjúklingum, rugluðum gamal- mennum, á sjúkrahúsum og í heilsuverndarstarfi, þ.e. ósam- vinnuþýðum einstaklingum. Getur hjúkrunarfræðingurinn látið sér annt um þessa einstaklinga? Getur hann séð í sérhverjum þeirra, þegar tilfinningarótið brýst út, „náung- ann“ sem þá einmitt þarfnast stuðnings? Getur hjúkrunarfræð- ingurinn miðlað kunnáttusamlega umönnun einmitt á þeirri stundu, ekki bara einu sinni, heldur dag eft- ir dag?“ Ennfremursegirhún: „Kærleiks- rík umönnun að dæmi „miskunn- sama Samverjans“ er mikilsverð fyrir sjúklinga með langvarandi sjúkdóma. Lengst af finnst þeim þeir vera einir með sína þjáningu, en fullt af fólki, sem er nokkurn veginn sama um þá, sinnir þeim. Þessir sjúklingar kunna að verða vanræktir og þeim veitt lítil athygli, meðan aðrir eru látnir ganga fyrir á sjúkradeildum eða heilsugæslu- stöðvum þar sem annríki er mikið. En einmitt langlegusjúklingar hafa mikla þörf fyrir sanna umhyggju og skilning og Lanara vitnar hér í Blumberg og Drummond: Að vera hugrökk í bráðatifellum er eitt, annað er að vera hetja árum saman og miklu erfiðara. Sumir sjúklingar verða að vera hetjur alla daga.“ Er tímabœrt að halda sérstakt námskeið hér fyrir hjúkrun- arfrœðinga? Dr. Anna Edström hefur kennt álitlegum hópi, aðallega konum, þessar margháttuðu heilsubótarað- ferðir. I báðum námsbókunum, sem við studdumst við, er talað um það hversu nausynlegt sé að hafa góða undirstöðuþekkingu í líffæra- fræði o.fl. og hana hafi læknar og hjúkrunarfræðingar. Þegar ég lét í ljós þá skoðun að svona kunnátta gæti komið sér mjög vel í hjúkrun- arstarfi varð ágætri konu, sem vinn- ur á sjúkrahúsi, að orði: „Hjúkrun- arfræðingar hafa engan tíma til þessa.“ Það mætti að skaðlausu endurskoða þetta viðhorf eða á ég að segja þessa staðreynd? Best væri að sumir þeirra hefðu eingöngu tíma til þess, annað hvort í starfi á opinberum stofnunum eða jafnvel á eigin stofu. Dr. Anna Edström var fús til að skipuleggja sérstök námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga og jafnvel miða námskrárgerð við sumar sérgreinar hjúkrunar. En það voru ýmis ljón í veginum, svo ekkert varð af þessu okkur báðum til mikilla vonbrigða. A þessu sviði sem öðrum er ekki sama hver kennir og hvernig. Hér hefur verið stiklað á stóru og auðvitað hefur þessu viðamikla efni ekki verið gerð viðhlítandi skil. Til þess er það of yfirgripsmikið. Æskilegast hefði verið að fá nám- skeið fyrir hjúkrunarfræðinga hjá dr. Önnu áður en hún fer í háskól- ann í haust, en af því getur því mið- ur ekki orðið að þessu sinni. Heimildir: Evans, M. (1990) Refiex zone therapyfor mothers. Nursing Times 86(4) 29-31. Geismar, M. (1990) Song ofthe Open Road. The Whitman Reader. N. Y. Pocket Books, Inc. Kjeldset, A.M. (1988) Svœðisnudd við fœðingu. Ljósmœðrabladið 66(2) 90-91. Lanara, V.A. (1981) HeroismAs a Nursing Value. Atliens, Sisterhood Evniki. Passant, H. (1990) A holisticapproach in the ward. Nursing Times. 86 (4) 27-28. Pedersen, C. (1988) HvaderSygeplejerskens rolle i forhold til alternative behandlere? Klinisk Sygepleje. (2) Smith, M. Healingthrougli touch. Nursing Times. 86 (4), 31-32. Trevelyan, J., Relaxing with massage. Nursing Times. 85 (39) 52. Höfundur er fyrrverandi skóiastjóri Nýja Hjúkrunarskólans. 22 HJÚKRUN %o—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.