Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 23
Arndís Einarsdóttir F. 28.10.1911 D. 17.05.1990 t Minning Og feguröin mun ríkja ein. HKL. Arndís Einarsdóttir var falleg kona. Hún var falleg yst sem innst. Hún hreyfði sig eins og hefðarkonu sæmdi og bar sig með reisn. Hún var háttvís svo af bar og hóf sig yfir það, sem henni fannst lítilmótlegt. Fólk er dregið í dilka eftir aldri, °g sumir halda því fram að sönn vinátta skapist aðeins á æskuárun- um. Arndís Einarsdóttir var ekki trúuð á þessa heimspeki. Hún varð vinur okkar allra á hvaða aldri, sem við vorum þegar við kynntumst henni, en sjálf var hún á hinn bóg- mn alltaf ung. Þegar hún var sjötug var hún á góðum aldri, glæsileg kona og núna, þegar áttræðisaf- ntælið nálgaðist var hún enn óbreytt. Þetta væri ekki vert að nefna, ef henni hefði sjálfri ekki fundist það mikils um vert að halda sér vel og lifa lífinu lifandi til hinsta óags. Hún lagði alúð við sjálfa sig eins og allt annað, sem henni var trúað fyrir. Arndís var hjúkrunarkona af lífi °§ sál, enda sagðist hún mundu velja aftur það starf, ef hún ætti þess kost að byrja að nýju. Hún hafði mikinn áhuga á heilsurækt, bæði andlegri og líkamlegri. Hún kunni líka mörg ráð, ef á þurfti að halda til að lækna kvilla og viðhalda heilsunni. Allt, sem hún hafði lært, ávaxtaði hún með sjálfri sér. Þegar hún var yfirmaður á vinnu- stað, þurfti hún aldrei að nefna það hver ætti að ráða né hækka rödd- ina. Hún stjórnaði áreynslulaust með kærleika og við, sem undir hana vorum settar, vildum ekki gera henni neitt á móti skapi. Svo einfalt var það. Hún skapaði þann anda í vinn- unni að við værum sem ein fjöl- skylda, sem hryggðumst með hryggum og gleddumst með glöð- um. Ef það læddist að okkur sá grunur að starfið væri einhæft og leiðigjarnt þreyttist hún ekki á því að fullvissa okkur um að það væri þvert á móti bæði fjölbreytt og mik- ilvægt. Hún fyrirgaf þeim, sem komu illa fram vegna heimsku sinn- ar eða hroka, og hvatti okkur ævin- lega til að gera slíkt hið sama. „Þú hefur þig yfir þetta,“ var hún vön að segja. Þannig hrakti hún á brott óánægju og deilur og taldi okkur trú um að við værum einmitt á besta stað í heimi. Sjálf var hún ósérhlífin í vinnu svo af bar. í því var hún fyrirmynd okkar allra. Hún vann á þann hátt að hún hefði getað sandskúrað gólf í silkipeysufötum án þess að á henni sæist blettur eða hrukka. Hún var sterk og glöð og hafði ákveðnar skoðanir, sem hún lá ekki á. En þegar á móti blés, opnaði hún faðminn í bókstaflegum skilningi og fullorðið fólk, sem löngu hafði misst móður sína, átti aftur móður, sem huggaði og þerraði tárin. Hún elskaði mikið. Hún sagði að það væri hægt að elska svo rnikið að ekki væri til neins ætlast nema að vita, að hinn elskaði væri hamingju- samur. Kannski var það vegna þessa viðhorfs, sem hún sjálf hlaut ást og virðingu allra sem henni kynntust. Hún unni því sem fagurt var. Hún naut góðra bókmennta og fallegrar tónlistar. Hún ræktaði garðinn sinn og hlúði að heimilinu. Allt bar það hennar svip. í fyrravor, þegar náttúran var að vakna eftir vetrardvalann, fannst henni hún vera eitthvað þreytt. Hún ætlaði fyrst að ná úr sér slen- inu með ýmsum ráðum, sem hún kunni, en það lánaðist ekki í þetta sinn. Þegar úrskurðurinn kom fannst mér dimma í veröldinni. Það var vorkvöld, en samt engin birta. Þegar ég kom í sjúkrastofuna, breiddi hún út faðminn á móti mér og sagði: „Ertu komin, engillinn minn. Veistu, að ég er ekkert hrædd. Ég hef fengið einhvern und- ursamlegan kraft, sem hlýtur að vera frá honum, sem öllu ræður.“ Þessi kraftur yfirgaf hana ekki. Fyrir nokkrum dögum breiddi hún enn út faðminn. En þá var hún á leið til englanna, hinna raunveru- legu engla sem hún sjálf trúði á og sem hljóta að vera núna að sýna henni fegurð himinsins. Ég votta ástvinum hennar ein- læga samúð og þakka henni fyrir kærleikann. Hólmfríður Gunnarsdóttir. HJÚKRUN Vn—66. árgangur 23

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.