Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 27
Pað var eitt kvöld að mér heyrðist barið, ég hlustaði um stund og tók afkertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lt'fið sér dyra, og nú er það farið. J.H. Að kvöldi þess 18. maí sl. lést á Borgarspítalanum Sigrún Sigur- jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þar kvaddi kona, sem hafði náð þeim þroska að vera sátt við lífið og til- veruna. Þar fór kona sem hafði til- einkað sér jákvætt viðhorf til þess sem lífið gaf og geislaði frá sér kær- leika. Sigrún var gift Guðjóni Guðjóns- syni trésmið og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði, Tómas og Katrínu. Sigrún og Guðjón voru mjög sam- hent hjón og var samheldni innan fjölskyldunnar þeim mikið í mun. Sú samheldni og einlægni, sem þau hafa þróað innan fjölskyldunnar, kemur vel í ljós þar sem hún end- urspeglast í börnum þeirra. Það er dýrmætt að fá að eiga samleið með góðu fólki. Við störf- uðum með Sigrúnu á svæfingadeild Landakotsspítala. Svæfingahjúkr- un var okkar sameiginlega við- fangsefni. Sigrún vann af alhug og umhyggju að sinni sérgrein og hafði niikinn áhuga á að þróa gæði innan hjúkrunar. Hún var stórhuga kona. Það sýndi sig best þegar hún tók sér leyfi frá störfum árið 1985 og fór vestur um haf til að afla sér meiri reynslu og þekkingar í starfi. Sig- rún og Guðjón dvöldu þar vetrar- Hngt, hún kynnti sér svæfinga- hjúkrun og hann vann við trésmíð- ar. Það er eins og stundum þurfi að höggva nærri til að maður átti sig á þeim mannlegu perlum sem hrær- ast í umhverfinu. Þegar augun opn- ast fyrir þeim eiginleikum, sem jaær hafa að geyma, gerir maður sér far um að læra að þekkja þær sem kær- leiksverur. Sigrún veiktist skyndi- t Sigrún Sigurjóns- dóttir fædd 27. mars 1940 dáin 18. maí 1990 lega í ágúst 1987. Svo alvarleg voru veikindi hennar að okkur var öllum brugðið sem með henni störfuðu. Frá þessum tíma kynntumst við Sigrúnu enn betur en áður og um leið hinum geislandi perlum henn- ar. Þetta hefur verið einstakur tími. Við höfum eignast mikið með minningu um einlæga og góða vin- konu, sem kunni bæði að gefa og þiggja- Það var oft á brattann að sækja, en Sigrún hafði einstakan lífsvilja og með honum tókst henni að yfir- stíga margar erfiðar hindranir. Glaðlyndi og ferskur blær fylgdi Sigrúnu. Henni tókst að njóta síð- ustu ára ævinnar, þó að baráttan við erfiðan sjúkdóm hafi markað líf hennar. A þessum tíma gerði Sig- rún ýmislegt sem hana hafði lengi dreymt um og naut þess. Sigrún átti eina ósk, sem hægt var að uppfylla. Það var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Hún var ekki há í loftinu, en stórhuga var hún og mikil dugnaðar- og at- hafnakona. Það sýndi sig best nú í mars sl. þegar henni tókst með óskiljanlegum lífskrafti að halda þann daga hátíðlegan. Það gerði hún með þvílíkri reisn, að þessi dagur er okkur öllum ógleymanleg- ur. Samheldni og einhugur starfs- fólks og stjórnenda Landakotsspít- ala um að gleðja Sigrúnu á þessum degi, endurspeglaði þann geisla sem hún gaf frá sér. En tíminn tifaði hratt og það vissi hún. Hún vildi geta notið þess sem lífið gaf. Sigrún vissi vel að hverju stefndi og var því búin að ganga vel frá þeim málum, sem stuðla að vel- ferð fjölskyldunnar. Hún var um- vafin ást og hlýju og naut þess með öll barnabörnin í kringum sig. Það voru góðar stundir sem við áttum með fjölskyldunni í Melsel- inu. Alltaf fengum við jafn innileg- ar móttökur og hlýtt viðmót. Okk- ur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með Sigrúnu. Minningin um góðan vin er dýr- mæt. Við vottum ástvinum Sigrúnar einlæga samúð. Gyða og Maríanna. HJÚKRUN Vk—66. árgangur 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.