Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 28
Dr. med. Þorkell Tóhannesson prófessor: GEÐÞÓTTAVERKANIR Geðþóttaverkanir má skilgreina bæði í víðari og þrengri merkingu. I þrengri merkingu eru geðþótta- verkanir í megindráttum áhrif eða hrif lyfja eða annarra efna í líkama manna, sem vitað er, að þau hafa ekki í vel skipulögðum tilraunum eða tilteknar verkanir, sem þeim eru eignaðar í minni skömmtum en vitað er að til þarf. Geðþóttaverkanir geta ýmist breytt lyfhrifum (aukið/minnkað) eða beinlínis innleitt þau og ýmist verið sjúklingum til góðs eða miska. Óvirkt efni, sem veldur eða innleiðir lyfhrif, nefnist lyfleysa (þ.e.a.s. leysir úr læðingi lyfhrif í líkama manna sem lyf væri). Lyf- leysur eru nauðsynlegar í saman- burðartilraunum með lyf, ekki síst þegar bera skal saman ný lyf og gömul, til þess að greina á milli hinna eiginlegu lyfhrifa og geð- þóttaverkana af völdum lyfjanna. Geðþóttaverkanir eru bundnar við miðtaugakerfið. bær líkjast áunnum, skilyrtum viðbrögðum og má að öllum líkindum fínna stað í miðtaugakerfínu hliðstætt við aðr- ar verkanir lyfja og efna, sem tengj- ast því líffærakerfí. Geðþóttaverk- unum má beita við lækningar í tak- mörkuðum mæli, en þær eru oft tilviljunarkenndar og duttlunga- fullar og ráðast einkum af þeim, sem lækningarnar fremur (læknum eða öðrum). Hugtakið placebo (l.pers. eint. í framtíð af latnesku sögninni placere og merkir „sem mér mun þóknast eða geðjast“) er í víðustu merkingu látið tákna hvern þann gjörning, sem ætlað er að hafa áhrif á líkamsstarfsemi, til lækninga eða annars, án þess að vitað eða sannað sé, að gjörningurinn geti í sjálfu sér valdið þeim hrifum í líkamanum, sem að er stefnt (hugtakið placebo er hér skilgreint svipað, en þó víð- Dr. med. Porkell Jóhannesson prófessor. ara, en Shapiro (1964) gerði). Hug- takið felur í sér meðverkun eða samverkun eða jafnvel andverkun þess, er verður fyrir gjörningnum, við þann er honum beitir og er mjög háð fyrirbærunum „setting“ (um- hverfi o.fl.) og „set“ (væntan, eftir- vænting), sbr. Þorkel Jóhannesson (1984), svo og fyrirframmótuðum hugmyndum þess, er fyrir verður. Meðverkun eða samverkun eða andverkun, ef svo ber við, er end- anlega mótuð af geðþótta hans eða þóknun. Slíkar geðþóttaverkanir eða placebo-verkanir (á ensku placebo actions eða reactions) eru því án efa ákvarðaðar af hug manna eða vilja og líkjast í reynd áunnum, skilyrtum viðbrögðum í tilraunun- um með bæði menn og dýr. (Kaada 1989). Gott dæmi um placebo í víðustu merkingu eru bænir, handaálagn- ing o.fl. notað til þess að draga úr sársauka eða öðrum sjúkdómsein- kennum. Skylt fyrirbæri er enn fremur skírsla (á ensku ordeal). Skírsla merkir eiginlega hreinsun, en er í reynd próf eða þolraun vegna einhvers gjörnings, sem sá, sem gjörninginn fremur, ætlar þeim, er hann þolir eða gengst und- ir, ýmist að standast eða standast ekki. I þrengri merkingu er placebo einkum látið tákna lyf (virk efni), dróga eða önnur efni, sem ætlað er að hafa hrif í líkama manna og vitað er, að þau hafa ekki í vel skipulögð- um tilraunum, eða sem ætlað er að hafa tiltekna verkun í minna magni eða skömmtum en vitað er að til þarf. Hugtakið placebo hefur verið notað í læknisfræði í þessari eða svipaðri merkingu frá því á 18. öld. Geðþóttaverkanir eru ekki alltaf með jákvæðu formerki, þ.e.a.s. þær bæta ekki alltaf ástand eða líð- an sjúklings. I ýmsum tilvikum geta óvirk efni, sem sjúklingar telja, að séu virk, valdið þeim óþægindum, er líkjast hjáverkunum eftir lyf. Beecher lýsti þessu fyrirbæri nokk- uð ítarlega árið 1955. Nokkrum ár- um síðar stakk Kennedy (1961) upp á því að kalla neikvæðar geðþótta- verkanir, sem sjúklingum væri til miska eða í óhag, nocebo-verkanir. Nocebo er hliðstætt við placebo dregið af latnesku sögninni nocere og merkir „sem mér mun verða til tjóns eða miska“. Kaada (1989) hélt því fram að skilja ætti vel á milli jákvæðra geðþóttaverkana og nei- kvæðra, enda þótt fyrirbærin séu eftir sem áður mjög hliðstæð. Ættu aðeins hinar fyrrnefndu geðþótta- verkanir að nefnast placebo-verk- anir, en hinar síðarnefndu nocebo- verkanir. Enda þótt vel megi fallast á þessa röksemdafærslu, þykir rétt- ara að ræða einu nafni um geð- þóttaverkanir, en geta einungis um jákvæðar geðþóttaverkanir (= placebo-verkanir) eða neikvæðar 28 HJÚKRUN Vk—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.