Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 29
geðþóttaverkanir (= nocebo-verk- anir), ef beinlínis þykir þurfa að greina á milli þessara tvenns konar geðþóttaverkana. Geðþóttaverkanir af völdum lyfja eða annarra efna má skipta í Óvirk efni, sem notuð eru í til- raunum við hlutlægt mat á lyfjum og gætu engu að síður valdið lyf- hrifum í sumum einstaklingum (sbr. á eftir), má kalla lyfleysu (þ.e.a.s. leysa úr læðingi lyfhrif í líkama manna sem lyf væru). Um breytt lyfhrif Segja má með allmiklum sann- indum, að allt fram á þessa öld hafi læknar einkum haft ráð á ýmist lít- ilvirkum eða mjög ósérhæfðum lyfjum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvernig læknar gátu öldum saman staðið undir nafni, notið virðingar ekki minni en nú og verið sóttir? Svar við þessari spurningu er auðvitað ekki einfalt. Hluti af svarinu er þó án efa sá, að læknar beittu persónu sinni í víðtækum maeli til þess að efla þau lyflirif, sem til lyfjanna mátti rekja. Með þessu voru þeir að virkja geðþótta sjúkl- 'nganna þeim til framdráttar. Enn í dag skiptir samband milli læknis og sjúklings miklu fyrir árangur meðferðar og sennilega stundum meginmáli. Læknir, sem erjákvæður, opinn ogbjartsýnn, en Þó jafnframt þrautseigur og úr- fæðagóður, kemst að líkindum lengra og heppnast betur en hinum, sem er neikvæður, lokaður, svart- sýnn og úrræðalítill, enda þótt báð- ir beiti sömu eða sams konar lyfjum eða sömu iækningaaðferðum (sjá um þetta m.a. Benson og Mc Callie 1979). í ljósi þessa er því fyllilega réttmætt að virkja geðþótta sjúkl- inga þeim til framdráttar og viður- kenna geðþóttaverkanir sem hluta af verkun lyfja við lækningar. Ef fallist er á þetta sjónarmið, er ekki ólíklegt, að spurt sé, hvort ekki mætti virkja sjúklinga í þeim mæli, að lyfjagjöf yrði óþörf og öll fræði um lyf mættu fara út í veður og vind. Við munum ekki svara þessari spurningu beint, en rekja þess í stað eftirfarandi atriði: Full samstaða er um, að geð- þóttaverkanir séu í ríkum mæli ákvarðaðar af persónu læknis, svo sem áður ræðir, og aðstæðum hverju sinni. Geðþóttaverkanir eru því, eins og nafnið bendir til, ærið breytilegar, misjafnar og ekki alltaf fyrirsegjanlegar. Shapiro (1964) orðar jjetta svo: „Reactions to placebos are generally not uni- form, constant or predictable.“ Sá möguleiki er þó fyrir hendi, að geð- þóttaverkanir séu stöðugri, örugg- ari og áreiðanlegri í sumum sjúkl- ingum en öðrum. Slíkir sjúklingar hafa verið nefndir „place- boreactorar“. Á síðari árum hafa menn samt í vaxandi mæli hallast að því, að engir slíkir „placebo- reactorar“ séu í raun og veru til (Pöldinger 1976, Zelvelder 1979). Eftir stendur þá nauðsyn þess að greina á milli, hver hlutur persónu læknis (eða ef til vill hjúkrunar- fræðings eða annarra) er í verkun- um lyfja, sem hann ávísar sjúkling- um sínum, og hver sé hlutur þeirra lyfhrifa, sem rekja má til lyfjanna sjálfra. Ekki er þetta síst nauðsyn- legt, þegar læknir vélar um og ávís- ar nýjum lyfjum, sem hann hefur mikla trú á. Ljung (1984) lýsir þessu atriði vel með eftirfarandi orðum: „Om lákaren byter ut en medicin mot en ny, som han hoppas mer paa, överförs áven en placebo- effekt till den nya medicinen. Detta kan medföra att det nya medlet verkar báttre utan att den farmako- logiska effekten behöver vara större“. - Sjá einnig Lasagna hér á eftir. Sú aðferð, sem mest er notuð til þess að greina á milli geðþóttaverk- ana samfara töku lyfja annars vegar og verkunar lyfja, er rekja má til sjálfra lyfhrifanna hins vegar, er oftast nefnd „double blind test“ á ensku. Á íslensku mætti nefna þetta tvfloka tilraun.2' í slíkri tilraun er ævinlega notuð einhver lyfleysa, sem á að vera sem líkust lyfinu, sem prófa á að útliti, bragði og öðrum merkjanlegum ytri eigindum. Um lyfleysu ræðir nánar á eftir, en hér verður tilfærð- ur kafli um eðli tvíloka tilraunar eins og Lasagna lýsti árið 1955. La- sagna var einn af forgangsmönnum um þróun skipulegra klínísk-lyfja- fræðilegra tilrauna og lýsing hans er enn í fullu gildi. „C. THE „DOUBLE BIND “ TEST. „The third major principle is di- rected to the elimination of „errors of assessment“: It is commonly re- 1) Hann orðaði þetta svo: „Recent studies have shown furthermore that there are no specific „placeho-personalities“ but rather the response to placebo varies accordiitg to the conditions of investgation and the environment. “ 2) Einloka tilraun „single blind test" myndi verða tilraun þar, sem einungis annar aðilinn (þiggjandinn eða þolandinn) er „blinduren ekki hinn aðilinn ( veitandinn eða fremjandinn). E Breytt lyfhrif Meiri verkun og/eða minni hjá- verkanir en búast má við. — Minni verkun og/ eða meiri hjá- verkanir en búast má við. II. Innleidd lyfhrif Verkun af völdum óvirks efnis (t.d. laktósa) Verkun af völdum undirmáls- skammta lyfs („smáskammtalækn- ingar“) Önnur verkun af völdum lyfs en lyfhrif segja til (t.d. ýmis lækninga- máttur ætlaður askorbínsýru í risa- skömmtum). HJÚKRUN 2/»—66. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.