Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 31
að naloxón hafi nokkra aðra verk- un en að andverka morfín og skyld lyf, verður að ætla, að verkjadeyf- andi verkun af völdum lyfleysu, eins og sýnt er fram á í fyrrgreindri tilraun, sé af völdum morfínpeptíða og því alveg hliðstæð við verkja- deyfandi verkun morfíns (sjá einnig Þorkel Jóhannesson 1984). Þessi já- kvæða geðþóttaverkun er þess vegna að því er best verður séð fólgin í virkjun á morfínpeptíðum í miðtaugakerfinu. Morfín og morfínlík lyf virðast verka verr en ella, ef kvíði og ótti eða angist eru samfara sársauka. Morfín gæti því verkað mismun- andi á sársauka við mismunandi að- stæður (sjá Þorkel Jóhannesson 1984). Kaada (1989) telur, að braut- ir frá Locus coerulus geti hamlað virkni í Raphe-kjörnum neðanvert í heilastofni, en þaðan liggja brautir niður í mænu, er mjög hamla sárs- aukaflytjandi boðum. Raunar telur Kaada, að Locus coerulus og Rap- he-kjarnarnir hemji gagnkvæmt starfsemi hvor annars. Boðefni í taugungum í brautum frá Raphe- kjörnum eru serótónín og morfín- peptíð, en noradrenalín í brautum frá Locus coerulus. Hann heldur því fram að í dýrum, sem eru hrædd eða spennt, sé aukin virkni í ad- renvirkum brautum og það geti dregið úr verkjadeyfandi verkun. Svipað gæti gerst í mönnum við slíkar aðstæður. Kaada (1989) heldur því enn fremur fram, að við jákvæðar geð- þóttaverkanir kunni yfirleitt að vera aukin virkni í taugungum, er hafa morfínpeptíð að boðefnum (með eða án serótóníns), en við neikvæðar geðþóttaverkanir sé hins vegar aukin virkni í nora- drenvirkum taugungum. Hvort sem þessi tilgáta er rétt eða ekki, er hér um að ræða tilraun til þess að tengja geðþóttaverkanir við þekkt fyrirbæri í starfsemi miðtaugakerf- isins. Það eitt út af fyrir sig er mjög áhugavert. Samandregið má telja, að geð- þóttaverkanir af völdum lyfja eða lyfleysu sé eins konar tilraun af hálfu miðtaugakerfisins til þess að hafa áhrif á og breyta lyflirifum eða búa til lyfhrif, ef engin eru, hvar sem er í líkamanum. Geðþótta- verkanir virðast enn fremur geta verið háðar þekktum fyrirbærum í starfsemi miðtaugakerfisins líkt og gildir um verkanir lyfja, sem sann- anlega verka á það. Með því að starfsemi miðtaugakerfisins er gíf- urlega flókin og margbreytileg, er væntanlega enginn endir á öllum þeim margháttuðu geðþóttaverk- unum, er truflað gætu hlutlægt mat á verkun lyfja. Málið er svo enn flóknara fyrir þá sök, að geðþótta- verkanir eru eða geta verið með öllu óháðar bæði skömmtum og sameindagerð. Af framansögðu er því ljóst, að geðþóttaverkanir verða með engu móti flokkaðar í fáeina afmarkaða flokka líkt og gildir um ofnæmisviðbrigði. Samt sem áður er það hald manna, að geðþóttaverkanir lýsi sér oftar í einkennum frá miðtaugakerfi eða meltingarfærum en frá öðrum líf- færum eða líffærakerfum. Helstu heimildir: Beecher, H.K.: Thepowerfulplacebo. J.A.M.A. 1955,1602-1606. Benson, H. ogD.P. McCalIie: Angina pectoris and the placebo effect. N.Engl. J. Med. 1979, 300,1424-1429. Kaada, B.: Nocebo-placebosmotpol. Nord. Med. 1989, 104,192-198. Kennedy, W.P.: Thenoceboreaction. Med. World 1961, 95, 203-205. Lasagna,L.: Thecontrolledclinicaltrial. Theory and practice. J. Chron. Dis. 1955. 1, 353-367. Levine, J.D., N.C. Gordon og H.L. Fields: The mechanism of placebo analgesia. Lancet 1978, II654-657. Ljung, O. . Placebo. Hassle Information 1984 (4), 13-22. Pöldinger, W.: Principalaspectsofthe useof placebos. Pharmakopsychiat. 1976, 9, 302-304. Shapiro, A. K.: Factors contributing to the placebo effect. Their implications for psychotherapy. Am.J. Psychother. 1964,18, 73-88. Þorkell Jóhannesson: Lyfjafrœdi miðtaugakerfisins. Menntamálaráðuneytiðl Háskóli íslands, 1984, (bls. 33 og 49). Porkell Jóhannesson: Lyfjafrœði innkirtla. Vítamín og járn. Bóksala stúdenta, 1986 (bls. 11-12). Zelvelder, W.G.: Placebo. Hexagon „Roche“ 1979, 6, 12-18. Höfundur er lœknir og prófessor í lyfjufrœöi í lœknadeild og forstöðumaður Rannsóknarsofu Háskóla íslands í lyfjafrœði. Samstarfsmaður höfundar, dr. Guðmundur Porgeirsson, dósent og yfirlœknir, hefur lesið yfir textann og eru honum fœrðar þakkir fyrir. Grein þessi var upphaflega samain sem kennslugagn handa lœknanemum og tannlœknanemum. CHANGE IN PAIN RA TING F'S- 2 — Change in pain 1 h after placebo compared with rating 5 min before placebo. (Tekið iír ntgerð LEVINES og FIELDS1978.) P~ and P~ indicate theplacebo responders and nonrespon- dcrs, respectively. A fimodal distribution is apparent. HJÚKRUN vSo—66. árgangur 31

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.