Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 32
Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur: Líkamsklukkan — hvað er það? Hér á Islandi þekkjum við best þrískipt vakta- kerfi, þar sem skiptast á morgun-, kvöld- og nœt- urvaktir og er hver vakt átta klst. Við höfum aðlag- að okkur að þessu kerfi, en ýmis önnur vaktakerfi eru þekkt. Tólf tíma vaktakerfi hafa verið reynd víða erlendis sem og hér á íslandi, sérstaklega um helgar. Pað hefur leitt til þess að starfsfólkið fœr helgarfríoftar en ella. Tíu tíma vaktakerfi eru einn- ig þekkt og hafa verið notuð hér á dagdeildum og reynst vel. Þar sem starfsemi er allan sólarhringinn geta tíu tíma vaktir valdið erfiðleikum, vegna skör- unartímans. Viö, sem höfum unnið eða vinnum vaktavinnu, vit- um hversu erfitt líkamlega, andlega og félagslega það er að vinna á breytilegum tímum sólarhringsins. Sér- staklega á þetta við um þá sem taka allar vaktir. í þessari grein ætla ég að gera grein fyrir því hvað líkamsklukkan er, hvernig við finnum fyrir okkar eigin líkamsklukku og hvaða áhrif vaktavinnan hefur á lík- amsklukkuna. HVAÐ ER LÍKAMSKLUKKAN? I stuttu máli má segja að líkamsklukkan sé meðfædd- ur tímamælir í mönnum, sem stjórnar sveiflum milli virkni og hvíldar. Við sjáum ákveðnar sveiflur í okkur sjálfum og í umhverfi okkar. Augljósar sveiflur í umhverfinu eru t.d. skipti milli dags og nætur, milli flóðs og fjöru og árstíðaskiptin. Ef við lítum á mannslíkamann þá eiga sér stað ákveðnar sveiflur, sem við veitum e.t.v. ekki athygli þar sem þær tilheyra okkar daglega lífi. Aug- ljósar sveiflur er tíðahringur kvenna, sem stjórnast af hormónum. Aðrar sveiflur, sem við tökum ekki eins eftir, eru breytingar á framleiðslu ýmissa annarra hor- móna, breytingar á líkamshita og breytingar á því hvernig við bregðumst við áreiti, allt eftir því hvaða tími sólarhringsins er. Adrenalín er dæmi um hormón sem líkaminn fram- leiðir minna af yfir nóttina heldur en að degi til. Adr- enalín er því í lágmarki í líkamanum seinni part nætur og áhrif þess sjáum við hjá astmasjúklingum, sem oft eru slæmir af astma síðla nætur. Við, sem höfum unnið á næturvöktum, könnunst við kuldatilfinningu um miðbik nætur. Einnig eru margir sem finna fyrir því að eftirtekt og afköst minnka á næturvöktum. Þeir, sem ekki vinna á næturvöktum, þekkja e.t.v. einnig þessa kuldatilfinningu á kvöldin þegar þeir eru þreyttir eftir erfiðan dag, en þannig segir líkaminn okkur nú að kominn sé tími til að hvílast. Þá má nefna að við erum næmari á bragð og heyrum betur á kvöldin, heldur en að deginum (4) bls. 571. Á þessu má sjá að þessar sveiflur geta tekið mismunandi langan tíma og eru annað hvort líffræðilegar sveiflur (biological) eða dagssveiflur (circadian). SAMSPIL MILLI FRAMMISTÖÐU OG LÍKAMSHITANS Mynd 1 sýnir sólarhringshitakúrfu manns, sem vinn- ur að deginum, en sefur yfir nóttina (2) bls. 584. Við sjáum að líkamshitinn lækkar þegar líða tekur á kvöld- ið og við förum að búa okkur undir hvíld og svefn. Líkamshitinn fer síðan aftur að stíga þegar líða tekur að morgni og líkaminn fer að búa sig undir að vakna. Líkamshitinn nær síðan hámarki sínu um miðjan dag, Mynd 1. dœmi um hitakúrfu hjá manneskju, sem vinnur á daginn en sefur á nœturnar. en það er yfirleitt sá tími dagsins þegar okkur líður best og hæfni okkar og afköst eru mest. Það verður að hafa í huga að við erum ekki öll eins, því er þessi hitakúrfa til viðmiðunar. Við könnumst flest við að eiga einhvern „uppáhaldstíma sólarhringsins“. Það er einmitt sá tími þegar okkur líður best. Það má tala um tvenns konar einstaklinga, „morg- unhana“ annars vegar og „nátthrafna“ hins vegar. „Morgunhanarnir“ vilja vakna snemma og eru strax tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins. Þessir ein- staklingar vilja síðan fara snemma að sofa. „Nátthrafn- arnir“ vilja helst sofa fram að hádegi og eru e.t.v. ekki komnir „í gang“ fyrr en seinni part dagsins og finnst 32 HJÚKRUN 2Ao—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.