Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 33
jafnvel að næturnar nýtist best til að koma einhverju í verk. nokkrir þættir sem geta haft ÁHRIF Á LÍKAMSKLUKKUNA 1- Flugþreyta. 2. Sjúkrahúslega. 3. Hækkandi aldur 4. Vaktavinna. 1. FLUGÞREYTA Það er þegar truflun verður á dægursveiflu líkamans þegar flogið er þvert á tímabelti. Þessu fann fólk ekki fyrir áður en hraðskreið farartæki, svo sem flugvélar, komu til sögunnar. Áður fyrr, þegar ferðast var á milli heimsálfa, tók það svo langan tíma, að fólk aðlagaði sig að breytingum á tíma jafnóðum. 2. SJÚKRAHÚSLEGA Sú röskun, sem verður á daglegum lífsháttum við það að verða veikur og þurfa að leggjast á sjúkrahús, Mynd 2. dœmi um það hvernig hitakúrfa getur litið út hjá öldruðum einstaklingi. veldur röskun á líkamsklukku viðkomandi einstak- hngs. Vinnuskipulag á deildum er e.t.v. miðað út frá þörfum starfsfólksins, en ekki skjólstæðinga þeirra. Ef htið er á það sem hér hefur komið fram um samband Hiilli líkamsklukkunnar og frammistöðu/eftirtekt má sjá að ekki hentar öllum að fara t.d. í sjúkraþjálfun, 'ðjuþjálfun eða fá aðra leiðsögn fyrri part dags eins og nú tíðkast víðast á sjúkrastofnunum. Ástæður fyrir slíkri skipulagningu byggist á ýmsu, t.d. fjárveitingum °g mönnun deilda og stoðdeilda. Hér má einnig minnast á lyfjagjafir. „I rannsóknum, Sem hafa verið gerðar bæði á dýrum og fólki hefur yerið sýnt fram á að sami skammtur af sama lyfi, gefinn 4 mismunandi tímum dagsins, veldur mismunandi verkun.“ (4) bls. 571. Það er án efa ýmislegt sem hjúkrunarfræðingar og aörar heilbrigðisstéttir geta gert til þess að létta skjól- stæðingum sínum legutímann á sjúkrastofnunum með tilliti til líkamsklukkunnar. Við megum ekki gleyma því að allir hafa sína sérstöku líkamsklukku. 3. HÆKKANDI ALDUR Með hækkandi aldri breytast sveiflur líkamsklukk- unnar. Á mynd 2 sést hvernig hitakúrfa hjá öldruðum einstaklingi getur litið út. (1) bls. 634. Þetta kemur einnig heim og saman við reynslu okkar. Gamla fólkið vaknar gjarnan snemma, en það vill gjarnan fá sér blund eftir hádegið. Það er síðan, eins og allir, í sínu besta formi þegar líkamshitinn er í hámarki. Þeir, sem eru að skipuleggja afþreyingu og/eða þjálfun fyrir eldri borgarana, ættu e.t.v. að hafa þetta í huga. 4. VAKTAVINNA Á sjúkrastofnunum (og á fleiri stöðum) er veitt sól- arhringsþjónusta. Það leiðir af sér að einhverjir verða að vinna á kvöldin og næturnar og þar með að vinna vaktavinnu. Vitað er að vaktavinna raskar réttum gangi líkamsklukkunnar. Bent hefur verið á, að fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma, sem ekki er vant breytilegum vinnutíma, ætti ekki að vinna vakta- vinnu. Þetta er fólk sem er t.d. á lyfjum vegna floga- veiki eða sykursýki, fólk með alvarlega meltingarfæra- sjúkdóma t.d. colitis, fólk með hjartasjúkdóma og fólk sem hefur sjúkleg kvíðaeinkenni. (2) bls. 588. Lengd vakta og skipti milli vinnu og frítíma hafa breyst í tímans rás. Áður fyrr var unnið á mun lengri vöktum en nú þekkist, enda vinnuvikan lengri og lög um lág- markshvíld ekki til. Þá voru einnig unnar lengri vakta- lotur á sömu vakt, þ.e. dagvakt, kvöldvakt eða nætur- vakt. „Frá líffræðilegu og hegðunarlegu sjónarhorni, virðist líkaminn ráða betur við stuttar næturvaktir (2-3 næturvaktir) eða mjög langar næturvaktalotur (mánuð eða meira).“ (3) bls. 57. Sú röskun, sem fylgir sífelld- um vaktaskiptum, getur valdið vanlíðan hjá okkur, við erum illa upplögð, áhugalaus, sífellt þreytt og e.t.v. með meltingartruflanir. Það má því spyrja, hvað vakta- vinnufólk geti gert til þess að röskun líkamsklukkunn- ar verði sem minnst, sérstaklega þegar unnið er á öllum vöktum. Atriði sem talin eru vera óheppileg ef litið er til líkamsklukkunnar: * að taka morgunvakt, kvöldvakt og næturvakt, allt í sömu vikunni. Bent hefur verið á að gott væri að hver starfsmaður tæki eingöngu tvær tegundir vakta í stað þriggja þar sem þrískipt vaktakerfi er, þ.e. morgunvakt/næturvakt, morgunvakt/kvöldvakt eða kvöldvakt/næturvakt. * að vera á kvöldvakt fyrir morgunvakt. Hvernig líður þér á eða eftir slíka morgunvakt? Hvernig nýtist þér fríið? * að taka morgunvakt á sama degi og farið er á nætur- vakt. * að ætla sér ekki nægan svefn eftir næturvakt. Þetta á ekki síst um við þá sem taka eina eða tvær nætur- HJÚKRUN %)—66. árgangur 33

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.