Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 34
vaktir í röð. Þá finnst sumum að þeir fái aukafrí með því að sofa lítið, en athuga ekki að um leið eru þeir að fara illa með eigin heilsu. * að á eftir næturvakt komi t.d. kvöldvakt, morgun- vakt, kvöldvakt, morgunvakt næturvakt. Vakta- skemað ætti að vera morgunvakt, kvöldvakt, nætur- vakt, morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og svo framvegis. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem vinna á næturvöktum: * Líkamshitinn lækkar á nóttunni þegar við undir venjulegum kringumstæðum sofum og þess vegna finnum við oft fyrir kulda á næturvöktum. Við ætt- um því að vera þessu viðbúin og klæða okkur í samræmi við það, þegar við erum á næturvöktum þar sem stofnanirnar hafa ekki sérstök hlýrri vinnu- föt til að klæðast á næturvöktum. * Mikilvægt er að borða, þó að unnið sé á næturvökt- um. Engin matsala er á stofnunum fyrir þá sem vinna á næturvöktum. Á síðustu árum hafa verið settir upp sjálfsalar á stærri stofnunum og víða eru örbylgju- ofnar á deildum. Til þess að þeir nýtist sem best þyrfti að vera hægt að kaupa matarbakka til að elda eða hita upp í örbylgjuofnunum. * Mjög nauðsynlegt er að ætla sér frið og tíma til þess að sofa eftir næturvaktir. * Mikilvægur þáttur, sem e.t.v. hefur gleymst en er ekki hvað síst mikilvægur, er jákvœtt hugarfar. Það þjóðfélag, sem við lifum í, er „dagvinnumiðað“. Þeir, sem aldrei hafa unnið á kvöldin eða nóttunni, hafa oft lítinn skilning á því að þeir, sem það gera, þurfi t.d. frið til þess að sofaeftirnæturvaktir. Þaðer samt einmitt þetta fólk sem bendir okkur á marga kosti vaktavinnunnar sem við viljum e.t.v. gleyma. Þeir sem vinna alltaf „9-5“ sakna þess: * að komast ekki í banka án þess að biðja um frí eða hlaupa í matartímanum. * að versla aldrei í hálftómum búðum - engin ös. * að eiga aldrei frí fyrir sig og með fjölskyldunni í miðri viku eða fyrrihluta dags. * að geta ekki valið vinnutíma nema að mjög litlu leyti. * að geta ekki farið upp í rúm að sofa, þegar aðrir eru að fara á fætur og í vinnu, syfjaðir að morgni. NIÐURLAG í þessari umfjöllun minni hefur verið stiklað á stóru og er langt frá því að efninu hafi verið gerð ítarleg skil. Ég vona þó að áhugi ykkar hafi vaknað á því að kynna ykkur meira um líkamsklukkuna. Ég vona einnig að þetta verði til þess að umræður um líkamsklukkuna aukist og að þið sjáið mikilvægi þess að hver og einn kynni sér hvernig líkamsklukkan hefur áhrif á líf okkar og einnig hvernig líf okkar hefur áhrif á líkamsklukk- una. Við þurfum að þekkja gang hennar til þess að okkur líði sem best í einkalífi og starfi. Við þurfum einnig að þekkja þær gangtruflanir, sem geta komið fram, þekkja orsakirnar, sem valda þeim og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Ég vona einnig að ljóst sé eftir þennan lestur mikilvægi þess að taka tillit til lík- amsklukku skjólstæðinga okkar í tengslum við umönn- un og meðferð þeirra. „Lífið er stutt; styttum það ekki meira með því að fara illa með tímann“ (óþekktur höf.)! HEIMILDASKRÁ 1. HALL, LaVONNE. Circadian Rhythms Implications tor Geriatric Rehabilitation. The NursingClinicsof North America. Vol. 11, No. 4. December 1976. 2. LANUZA, DOROTHY. Circadian Rythms of Mental Efficiency and Performance. The Nursing Clinics of North America. Vol 11, No. 4, December 1976. 3. ÞORGEIRSDÓTTIR, ANNA DÓRA, etal. Könnun á áhrifum vaktavinnu á heilbrigði hjúkrunarfræðinga. Rannsókn í hjúkrunar- fræði við H.Í., maí 1984. 4. TOM, CHERYL OG LANUZA, DOROTHY. Symposium on Biological Rhythms, The Nursing Clinics of North America. Vol. 11, No. 4. December 1976. LESEFNI 1. ALWARD, RUTH ROSENDALL ARE YOU A LARK OR AN OWL ON THE NIGHT SHIFT? American Journal of Nursing. October 1980. 2. BROWN, PHYLLIDA PUNCHING THE BODY CLOCK. Nursing Times 2, Vol. 84, No.44,1988. 3. COFFEY, LINDA, C. et.al. Nurses and shift work. Effect on job performance and job-related stress. Journal of Advanced Nursing 1988,13. 4. FIELDS, WILLA, L. OG LOVERIDGE, CATHERINE. Critical Thinking and Fatique: How do Nurses on 8-8, 12-hour Shifts Com- pare? Nursing Economics, July-August Vol.6, No. 4,1988. 5. JENKINSON, VANESSA. Night Duty and the Nurse Nursing Mirror, May 13, 1981. 6. ROSE, MICHAEL SHIFTWORK, HOW DOES IT AFFECT YOU? American Journal of Nursing, April 1984. Höfundur er deildarstjóri á rannsóknarstofu í meltingarfœrasjúkdómum á Landspítala. 34 HJÚKRUN Vx—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.