Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 37
Smitgát og sýkingavarnir Spurning: Hver er tilgang- urinn með klórhexidinböð- um? Svar: Klórhexidin er sýkla- drepandi efni sem verkar vel á allar Gram-I- og allflestar Gr- bakteríur, (því er t.d. ekki treystandi gegn Pseudomonas). Þá verkar það á suma sveppi, þ.á m. Candida al- bicans, en klórhexidin verkar ekki á berklabakteríur, veirur eða bakter- íuspora. Verkun þess er mest við pH 7,5-8, en minnkar við lægra pH stig °g er lítil sem engin við pH 5 og minna. Auk þess að vera talið eitt minnst eitraða sótthreinsiefnið, sem á markaði er í dag, virðist næmi þeirra sýkla, sem klórhexidin á annað borð verkar á, ekki minnka. Notkun þess til sótthreinsunar á húð er því góð. Efnið er til í ýmsum styrkleikum og blöndum, s.s. sæfð- um vatnslausnum, kremi og hlaupi til notkunar á slímhúð, í sprittlausn til hand- og húðhreinsunar fyrir ástungur og aðgerðir, í sápulegi til þvotta á stærri húðsvæðum og böð- unar. Þá er klórhexidin einnig not- að til hreinsunar brunasára og sýktra skurðsára, einkum þegar stafylokokkar eiga sök á sýking- unni. Til líkamsþvotta er notað „Hi- biscrub“ sem inniheldur chlorhexi- din gluconate 4% í sápulausn. Það er einkum notað til böðunar á sjúklingum fyrir skurðaðgerðir í þeim tilgangi að fækka húðbakter- 'Um, þá sérstaklega gulum stafylo- kokkum (staphyllococcus aureus), en þeir eru jú einn algengasti sýk- mgavaldur í skurðsárum, eftir hreinar skurðaðgerðir. Fyrir 10-13 árum fóru að birtast rannsóknir sem sýndu að slík klór- hexidinböð fækkuðu mjög bakter- ■um á húð, þ.m.t. stafylokokkum, (Davies o. fl. 1977; Brandberg og Seeberg, 1979; Brandberg og And- Sigríður Antonsdóttir svarar spurningu um Klórhexidin- böð erson 1980; Lee o. fl. 1983) einkum ef um var að ræða svokallaða sta- fylokokkbera, (þ.e. einstaklinga sem bera stafylokokka í nefi og á húð). Einhverjar rannsóknir sýndu einnig fækkun á sársýkingum eftir hreinar aðgerðir, þegar slík böð voru viðhöfð. Þetta leiddi til þess að farið var að nota klórhexidin- böð, einkum fyrir sjúklinga sem fóru í beina- og æðaaðgerðir og nú er svo komið að langflestir, sem fara í fyrirfram skipulagðar aðgerð- ir, eru látnir baða sig úr „Hibi- scrub“. Þetta á við um mikinn hluta sjúkrahúsa í Evrópu. Nýrri rannsóknir hafa komið mönnum til að efast um gildi slíkra klórhexidinbaða, til fækkunar sár- sýkinga. Það er að vísu enginn vafi á því, að klórhexidinið fækkar húð- bakteríum, en það þýðir ekki, að því fylgi ávallt færri sýkingar. Þetta er einfaldlega vegna þess að þær bakteríur, sem sýkja sár eftir hrein- ar aðgerðir, eru sjaldnast komnar frá sjúklingi sjálfum, heldur frá þeim sem vinna við aðgerðina. I viðamikilli rannsókn, sem fram fór í 6 Evrópulöndum og birt er í Journal of Hospital Infection (1988) 11, bls. 310-320, er því varp- að fram að með þessu fyrirkomu- lagi sé ekki verið að fjarlægja sta- fylokokka af réttum aðilum, þ.e. sjúklingum í stað starfsfólks. Hvað sem þessu líður eru „Hi- biscrub“ böð mikið notuð hér á landi, sem og annars staðar í ná- grannalöndunum. Mér finnst þó augljóst, að óþarft er að klórhexi- dinbaða alla, sem fara eiga í hreinar skurðaðgerðir. Það á að athuga alla áhættuþætti og meta hvert tilfelli. Eins og við meðferð allra sýkla- drepandi efna, er mikið atriði að nota þau rétt og forðast alla mis- notkun. Verkun klórhexidinsins er hæg, en nokkuð langvarandi og endurtekin notkun eykur áhrifin. Baða verður x 2.-3., eitt bað er tal- ið áhrifalítið. Leggja skal áherslu á að þvo vel í holhöndum, nárum og kringum endaþarm. Ef hárið er einnig þvegið skal gæta þess að ekk- ert fari inn í eyrun. Klórhexidin hefur einnig verið notað til þvotta á brunasárum og böðunar á brunasjúklingum. í flest- um tilfellum er þá um langvarandi meðferð að ræða. Með tilliti til þess að þá er stöðug og langvarandi röskun á húðgróðri finnst mér full ástæða til að meta, hvort þörf sé á líkamsbaði hverjusinni. Ef bruni er t.d. á hendi eða fæti, ætti að vera nóg að þvo bara viðkomandi útlim úr klórhexidininu. Húðin og henn- ar eiginlegi sýklagróður er mikil- vægur þáttur í vörnum hvers ein- staklings og getur varla verið æski- legt að raska því jafnvægi meira en nauðsyn krefur. Sigríður Antonsdóttir. HJÚKRUN 2/so—66. árgangur 37

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.