Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 38
Friður er okkar fag! Hjúkrunarfræðingar segja hug sinn um kjarnorkumál Bolh, S. Parísli, n Ástralíu. Heimild: Nú eru sex ár liðinfráþvíað Kon- unglegi Hjúkrunarháskólinn í Lundúnum sárbœndi hjúkrunar- fræðinga að berjast í krafti sannfœr- ingar og trúar fyrir því að kjarn- orkustyrjaldir verði aldrei að veru- leika. Alþjóðasamband hjúkrunarfrœðinga ICN hefur ekki lýst stuðningi við málstaðinn og ógnun kjarnorkuslyss vofir enn yfir. Hvers vegna eiga hjúkrunar- fræðingar að leggja málinu lið? Ástæðan er tvíþætt. 1. Hætta vegna kjarnorkustríða og kjarnorkuslysa eru ófyrirsjáan- leg ógnun við heilsu og öryggi mannkynsins. 2. Fjárveitingar til varnarmála eru á kostnað samfélagslegrar þjónustu. Árið 1981 var sóað einni milljón dollara á mínútu til hernaðarmála í heiminum. Tveggja mínútna hern- aðarbrölt kostar jafnmikið og ónæmisaðgerðir til handa 5 milljón- um barna, sem deyja árlega úr ýms- um sjúkdómum, sem hægt er að fyrirbyggja. Ef eytt væri sömu upp- hæð til að gefa kost á hreinu, ör- uggu neysluvatni fyrir heimsbyggð- ina, næðum við því markmiði með fimm daga vígbúnaðarkostnaði. Á tæpum þremur dögum mundum við eyða brýnustu ógnunum sultar. Til að tryggja leiðsögn um takmörkun barneigna og mæðravernd í öllum heiminum þyrfti að hætta vopna- brölti í einn og hálfan dag. Þessar staðreyndir og eftirfarandi tilvitn- anir eru nægileg skilaboð til hvers einasta hjúkrunarfræðings, sem vill samborgurum sínum vel og hefur vellíðan þeirra að markmiði. KJARNORKUMÁL OG STARFSMENN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNNAR Þeir, sem standa í þeirri trú að starfsmenn heilbrigðisþjónustunn- ar geti leyst þau vandamál, sem skapast vegna kjarnorkutilrauna og kjarnorkuslysa, gleyma því að fólk og þjónusta stendur ekki slík áföll af sér. Þegar árásin var gerð á Hiro- shima dóu 70.000 manns og 100.000 slösuðust. Af 298 læknum voru 28 starfhæfir. Af 1780 hjúkrunarfræð- ingum voru 126 færir um að veita aðstoð. Árið 1984 gerðu nemendur Konunglega Hjúkrunarháskólans svofellda ályktun: Ef eins mega- tonns kjarnorkusprengju væri varp- að á Bristol mundu 40 hjúkrunar- fræðingar lifa af. Farsóttir brytust út og þeir, sem kæmust af, fengju litla aðhlynningu vegna eyðingar og útrýmingar starfsmanna bygg- inga og tækja. Starfsemi sjúkrahúsa yrði lömuð. Sú vinna, sem lögð er í að forða þessu, er besta mögulega fyrirbyggingin. Afleiðingar yrðu ólýsanlegar. Langtímakröfur myndast um hjúkrunarmenntað fólk eftir kjarnorkuslys. Krabbamein af ýmsum toga og stökkbreytingar í erfðum blasa við, t.d. Krabbamein í lungum og lifur af völdum blóðborins plútoníums og hvítblæði af völdum strontium 90. Rannsóknir leiða í ljós að nú- verandi úrfelli veldur því að margir bera í sér smávægilegt magn af þessum efnum í blóði sínu.Ef barnshafandi konur eru í nánd við plútóníum er aukin hætta á að börnin verði þroskaheft. Aðrir vanskapnaðar- og stökkbreytinga- valdar eru viðbúnir þar sem plútón- íum fer auðveldlega gegnum fylgju- vegg. Höfimdar greinarínnar eru: J. Abbey, A. Bolli, S. Coleman, L. Hockley og K. Parish, meðlimir samtakanna „Hjúkrunarfrœðingar fyrir frid“ í Suður- Ástralíu. Heimild: The Austrialian Nurse, 18. eintak, alþjóðaútgáfa, nr. 10. maí 1989. Pýtt og endursagt af: Regínu Stefnisdóttur SÁLRÆN ÁHRIF Ekki er séð fyrir hvað varðar áhrif kjarnorkuslysa á þá starfsmenn, sem hjúkra og annast sjúklinga, sem hlot- ið hafa krabbamein, bruna og stökk- breytingar af völdum geislanna. Má ekki reikna með geðrænum kvillum, kvíða, hömlum á eðlilegu atferli og þunglyndi hjá þeim? Hjúkrunarfræðingur, hvernig mundir þú bregðast við? Sálræn áhrif á börn vegna kjarn- orkuvár hafa verið rannsökuð frá því á árinu 1960. Ein bandarísk rannsókn á hugmyndum unglinga leiddi í ljós að 36% þeirra álitu að gjöreyðing yrði hlutskipti jarðar á æviskeiði þeirra. Slíkar svartsýnis- skoðanir og kvíði fyrir framtíðinni sjást einnig í niðurstöðum rann- sókna frá Finnlandi, Sovétríkjun- um, Nýja Sjálandi, Kanada og Bretlandseyjum. KJARNORKUSLYS Sumir halda að mótmæli og kröf- ur um afvopnun hafi verið það áhrifarík undanfarið að ekki þurfi að hafa áhyggjur af kjarnorkunni í bráð. Hafa ber þó í huga að nægi- legar birgðir kjarnorku eru til í heiminum sem tortímt geta allri heimsbyggðinni margsinnis. Flestir greinendur (analysts) álykta að stríð milli stórveldanna muni e.t.v. brjótast út vegna kreppuástands í þriðja heiminum. Þannig gætu stór- veldin dregist inn í hernaðarátök án áætlunar. Hjúkrunarfræðingar ættu að geyma í minni að kjarn- orkuvá er ætíð til staðar í þeim löndum sem hafa yfir kjarnorku- vopnum að ráða eða nota kjarn- orku yfirleitt. Fyrir árið 1986 voru 38 HJÚKRUN 2Ao—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.