Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Blaðsíða 40
Anna Stefánsdóttir. Anna Birna Jensdóttir og Anna Stefánsdóttir svara spurningum um nám sitt erlendis Anna Birna Jensdóttir. „Hjúkrunarfræðingar þurfa sífellt að auka þekkingu sínaw í tímans rás hafa hjúkrunarfræð- ingar verið iðnir við að auka þekk- ingu sína og gjarnan leitað fanga erlendis. Við höfðum spurnir af nokkrum hjúkrunarfræðingum, sem nýlega hafa lokið meistara- prófi (Msc.) eða sambærilegu prófi erlendis án þess að hafa grunnnám frá háskóla (Bsc.) áður. Okkur þótti sýnt að reynsla þeirra og þær upplýsingar, sem þær byggju yfir gætu komið að góðum notum fyrir þá hjúkrunarfræðinga, sem hafa hugleitt framhaldsnám erlendis, en ekki komið auga á leiðir. Við lögð- um nokkrar spurningar fyrir Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarfram- kvæmdastjóra öldrunardeildar Borgarspítalans og Önnu Stefáns- dóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra handlæknissviðs á Landspítalanum og birtast svör þeirra hér á eftir. Vonir standa til að hægt verði að birta viðtöl við fleiri hjúkrunar- fræðinga, sem hafa farið þessa leið, síðar. ANNA STEFÁNSDÓTTIR Hvernig datt þér í hug að leggja land undir fót og fara í framhalds- nám erlendis? Ég tel að hjúkrunarfræðingar þurfi sífellt að auka þekkingu sína, hver á sínu sviði, til að geta svarað kröfum tímans. Ég hafði stundað framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun fyrir um það bil tíu árum og fann að það nám var farið að ganga sér til húðar. Ennfremur var áhugi minn á gjörgæsluhjúkrun farinn að dofna og mig langaði að takast á við ný verkefni. Ahugi minn á stjórnun vaknaði fyrir alvöru á námskeiði hjá Hjúkrunarfélagi Islands og á saman tíma bauðst mér afleysinga- staða í hjúkrunarstjórn Landspítal- ans. Þetta vakti einnig hjá mér löngun til frekara náms í stjórnun og ég fór að velta fyrir mér mögu- leikum á að komast í nám erlendis. Þá var ekki boðið upp á slíkt hér heima. Var þetta erfið ákvörðun og hvernig tók fjölskyldan þessu? Vitaskuld var það nokkuð erfið ákvörðun að taka sig upp með fimm manna fjölskyldu og setjast í háskóla ekki síst þar sem ég gerði mér grein fyrir að námið væri mjög tímafrekt. Það var líka nokkrum erfiðleikum bundið að finna tíma, sem hentaði öllum í fjölskyldunni, bæði hvað varðaði skóla og vinnu. En fjölskylda mín var með mér frá byrjun. Ég fór snemma að tala um þennan möguleika og þau höfðu góðan tíma til að aðlagast tilhugs- uninni. Við höfðum líka búið er- lendis áður, minningin um þá dvöl var farin að dofna, svo ég held að börnunum hafi fundist þetta dálítið spennandi ekki síst þegar ákveðið var hvert fara skyldi. Hvernig stóð á því að Edinborg og þessi skóli urðu fyrir valinu? Edinborg varð fyrir valinu kannski fyrst og fremst vegna þess að við höfðum búið þar áður í átta ár og ætíð líkað vel. Það var líka margt annað sem mælti með því að fara þangað. Edinborg er háskóla- borg og mikið menntasetur, þar geta allir fundið skóla við sitt hæfi. Kostnaður við skólagöngu barna er óverulegur. Edinborgarháskóli býður upp á eins árs nám til mast- ersgráðu í hjúkrunarstjórnun, sem var ótvíræður kostur fyrir okkur, ennfremur var BS próf ekki skilyrði fyrir inngöngu í námið. Nú, svo hafði maðurinn minn stundað allt sitt háskólanám við Edinborgarhá- skóla og fékk aðstöðu til að vinna þar að sínum rannsóknum. Það má eiginlega segja að annað hafi ekki komið til greina. Að ákvörðun tekinni, hvernig fór þá undirbúningurinn fram? 40 HJÚKRUN 2/«—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.