Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 42
* nám erlendis Nú, ég byrjaði á því að skrifa námsstjóra til að afla mér allra mögulega upplýsinga. Síðan sendi ég inn svokallaða forumsókn, en hana þurfti deildin að fá til að meta hvort umsækjendur þurfi að taka inntökupróf. Umsækjendur, sem ekki höfðu háskólagráðu, þurftu að taka inntökupróf og koma í viðtal til námsstjóra áður en tekin var ákvörðun um hvort þeir fengju að senda inn umsókn. Eg fór í viðtal við námsstjóra og inntökupróf í desember 1985. Það var í alla staði mjög gagnlegt fyrir mig að hitta námsstjórann, þar fékk ég margar góðar ábendingar hvað undirbún- ing varðaði. Meðal annars ráðlagði hann mér að flýta mér ekki of mikið heldur afla mér meiri reynslu í stjórnun. Ég fór í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk þar þrem önnum. Þar tók ég aðallega námsgreinar sem tengdust náminu s.s. félagsfræði, hagfræði og ensku. Ég aflaði mér upplýsinga um alla styrki, sem hugsanlega væri hægt að sækja um, m.a. sótti égum styrk hjá British Council og Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, en fékk synjun á báðum stöðum. Það kom í ljós að hjúkrunarfræðingar liafa ekki í mörg hús að venda hvað styrkveit- ingar varðar. í samráði við náms- stjórann ákvað ég að fara í ensku- nám fyrir útlendinga sem eru að fara í mastersnám í Bretlandi. Ég fór því til Edinborgar átta vikum áður en sjálft námið byrjaði og sá ekki eftir því. Þetta enskunám er skipulagt til að aðstoða útlendinga við aðlögun að háskólanámi í Bret- landi og talsverðar kröfur eru gerðar til nemenda. Leiðbeinendur voru líka mjög duglegir við að upplýsa nemendur um hvað væri í vændum. Nú, við þurftum að leigja íbúðina okkar og var það lengi áhyggjuefni því við vildum gjarnan leigja með öllum húsbúnaði og slíkt er ekki auðvelt hér á landi. Heppnin var með okkur þegar norsk hjón aug- lýstu eftir íbúð hér til eins árs. Svo þurfti að finna skóla fyrir börnin. Við þekktum svolítið til breska grunnskólakerfisins, einnig höfðu kunningjar okkar verið í Edinborg nokkru áður með börn á skólaaldri og þau létu okkur í té gagnlegar upplýsingar. Við gátum ekki skráð þau í skóla fyrirfram, þar sem við vissum ekkert hvar við myndum búa. Það kom ekki að sök því skól- ar í Edinborg hafa skyldur við börn innan sinna hverfa. Hver voru inntökuskilyrði í skól- ann? Viðurkennt hjúkrunarpróf, veruleg starfsreynsla í stjórnun, að meiri hluta hærra í stjórnkerfinu en deildarstjóri, annað hvort í hjúkrun eða kennslu, og háskólagráða. Þeir umsækjendur, sem hafa háskóla- gráðu, ganga ætíð fyrir öðrum, en eins og komið hefur fram geta þeir, sem ekki uppfylla það skilyrði, tek- ið inntökupróf og verða að koma í viðtal. Þá var tekið tillit til frekara náms, sem umsækjandi hefur stundað, starfsreynslu lians og rit- starfa. Hver var umsóknarfresturinn? Umsóknarfrestur er til 21. janúar það ár sem óskað er eftir skólavist. Hvað getur þú sagt okkur um kostnaðinn? a) Skólagjöldin voru 3480 pund b) Húsaleigan var 550 pund á mánuði sem var í hærri kantinum, en innifalið í því var líka allur hús- búnaður, við þurftum ekki að taka neitt með okkur nema fötin okkar. Auk þess var miðstöðvarhitun í íbúðinni, sem er ekki í öllu leigu- húsnæði. c) Kostnaður við skólagöngu barnanna var óverulegur eða ein- göngu skólamáltíð fyrir eitt þeirra, hin tvö komu heim til að borða því skólinn þeirra var mjög nálægt. d) Kostnaður við bókakaup var verulegur hjá mér, þó rekur háskól- inn mjög stórt bókasafn, en sam- keppnin um bækurnar er mikil og oft kom fyrir að ég fór og keypti bók fremur en að bíða eftir henni dögum saman. Þá var líka nokkur ljósritunarkostnaður því heimildir úr tímaritum voru mikið notaðar. Matarkaup voru miklu hagstæð- ari heldur en við áttum að venjast hér heima, en aftur á móti var mjög dýrt að halda íbúðinni hlýrri. Hvernig gekk að fjármagna dvöl- ina? Ég fékk launað námsleyfi í níu mánuði frá Ríkisspítölunum, svo fékk ég námslán fyrir skólagjöldun- um. Hvernig gekk að fá húsnæði í Ed- inborg? Háskólinn rekur húsnæðismiðl- un, en okkar fjölskyldustærð sam- ræmdist ekki þeirra staðli ef svo má segja og stórar eignir sem þeir höfðu voru oft mjög illa farnar. Við ákváðum því að leita á hinn al- menna markað með leiguhúsnæði og fyrstu dagarnir mínir í Edinborg fóru í að skoða íbúðir í mismunandi ásigkomulagi. En allt fór vel að lok- um. Að morgni 40 ára afmælisdags míns vorum við, 10 ára gömul dóttir mín og ég, á leið að skoða rétt eina íbúðina enn, þá segir hún: „Mamma, þetta verður happadag- urinn okkar, nú finnum við íbúð- ina.“ Og hún reyndist sannspá. Við vorum ánægð með allan aðbúnað. Börnin voru heppin með skóla, yngri dóttir okkar þó sérstaklega. Hún fékk t.d. mjög góða ensku- kennslu, en hún kunni varla orð í ensku daginn sem hún byrjaði í skólanum. Sonur okkar var 15 ára og á milli grunnskóla- og fram- haldsskólastigs en hann aðlagaðist vel og var ánægður með sig. Senni- lega hefur þetta brölt í mér verið erfiðast fyrir elsta barnið, en hún var 17 ára þá og búin með einn vet- ur í menntaskóla og hún saknaði mikið félaganna og félagslífsins þar. Eftir á að hyggja hefðum við þurft að vanda betur valið á skóla fyrir hana. Hvað var námið langt? Námið var eitt almanaksár og var 42 HJÚKRUN 2/so—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.