Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 45
* nám erlendis Anna Stefánsdóttir með stöllum sínum á útskriftardagiim. i. 1 lí y Sesselja Þ. Gunnarsdóttir deildar- stjóri á Borgarspítalanum var askrifandi og átti þessa árganga í kössum uppi á lofti hjá sér. Fékk ég ÖH blöðin lánuð hjá henni og las t>au spjaldanna á milli áður en við fluttum til Danmerkur. Seinna fann ég árangurinn af þessum lestri, því dönskukunnáttan frísk- aöist upp og ég fékk nasasjón af því hvað væri efst á baugi í hjúkrun í Eanmörku. Engin skólagjöld þurfti að greiða 1 ÖSH. Fjármagnaði ég námið með því að vera á námslánum eins og aðrir íslenskir námsmenn. Kostn- aður við húsaleigu og barnaheimili var mun hagstæðari en gerist á ís- landi. Jafnframt fékkst meira fyrir krónuna til reksturs heimilisins og Því gekk ágætlega að láta enda ná saman. Eyrra námsárið 1985-1986 var níu ■^anuðir, unnið alla daga og engin Eí utan hátíðisdaga. Námsárið stóð ^"á 1. september og til loka júní. •Sámið var byggt upp á fyrirlestr- um, hópvinnu, verkefnavinnslu og lítillega farið út á stofnanir. Það var því fræðimennska allan tímann. Aðalfögin á fyrsta árinu voru stjórnun, hjúkrun, rannsóknir, samfélagsfög, tölfræði, heimspeki- leg forspjallsvísindi, kennslufræði, tjáskipti, starfsmannastjórnun, starfsmannastefna, markmiðasetn- ing o.s.frv. Allt í allt u.þ.b. 500 tím- ar. Náminu lauk með vörn í hjúkr- unarverkefni og stjórnunarverk- efni. Námsgráðan heitir SD. (Sygeplejefagligt diplomaeksa- men). Á seinna árinu 1986-1987, sem var jafnlangt námsár, voru aðalfög- in: Hjúkrun (kenningar, hugmynda- fræði) 80 tímar Hagnýt hjúkrun 50 tímar Heimspeki og vísindi 40 tímar Rannsóknir 80 tímar Stjórnun 60 tímar Kennslufræði 40 tímar Samfélagsfræði, hér innifalið hagfræði, heilsuhagfræði, lieil- brigðispólitík, félagspólitík, mark- aðsfræði, réttindi og skyldur, lög- fræði og stjórnsýsla, alls 80 tímar. Annað 60 tímar. Samtals 490 tímar. Náminu lauk með verkefni í hjúkr- un (t.d. rannsókn) með námsgráð- unni S.A. (sygeplejefagligt af- gangseksamen). Innan hvers flokks voru gerð verkefni, rannsóknareiningar, rannsóknarvinna o.s.frv. Námið bæði árin var mikið og stundum sagt í gamni að það kost- aði blóð, svita og tár. Það var mikil heimavinna og sjálfsnám allan tím- ann. En það var skemmtilegt og mjög gefandi og nýtist mjög vel til starfa við hjúkrun á íslandi. í mínu starfi, sem hjúkrunarframkvæmda- stjóri á Borgarspítalanum, nýtist það sérstaklega vel. Ekki er það nú svo að framhalds- nám hafi áhrif til hækkandi launa og eru meðaltekjur stjórnenda í hjúkrun oft lægri en hjúkrunar- fræðinga á deild miðað við árstekj- Framhald á næstu síðu. HJÚKRUN Vk-66. árgangur 45

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.