Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 7
Ritstjóraspjall Hvað ætli sé á Siglufirði sem gerir það að verkurn að þar virðast íbúar almennt verða eldri en víðast annars staðar og fólk 80 ára og eldra fremur heilsuhraust, hefur nóg fyrir stafni og yfir 70% íbúa á þeim aldri býr enn heima hjá sér? Hjúkrunarfræðingar á Siglufirði könnuðu í sumar hagi nær allra ibúa kaupstaðarins sem eru 80 ára og eldri og þá komu þessar skemmtiiegu niðurstöður í ljós sem greint er frá hér að ofan. Þeir ætla að útvíkka könnunina og athuga á sama hátt hagi „yngri“ hóps aldraðra á staðnum og verður spennandi að sjá þær niðurstöður. I kjölfarið ættu kannski heilbrigðisyfirvöld að láta bera Siglu- íjörð saman við aðra staði á landinu til að finna „Siglufjarðarlykilinn“ að heilbrigðri öldrun. Eitt af markmiðum heilbrigðisáætlunar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins til ársins 2010 er einmitt að gera sem flestum öldruðum kleift að lifa lífinu á svipaðan hátt og öldungarnir virðast gera á Siglufirði. Islendingum fer ijölgandi og hraðast fjölgar í hópi þeirra sem eru 65 ára og eldri, þ.e. fleiri aldraðir lifa lengur. Allir eru sammála um að miklu máli skipti að fólk geti lifað sem heilbrigðustu lífi á sínurn efri árum, sem virðast geta orðið býsna mörg. Galdurinn við það sé að stunda heilbrigt lífemi alla ævi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um vanda heil- brigðisþjónustunnar í landinu - nóg er um slíkar fféttir nær daglega í íjölmiðlum landsins. Ef svo fer fram sem horfir sýnist ekki veita af að maður sjái sjálfur sem mest og best um að varðveita góða heilsu, ekki er víst að rúm eða peningar verði til fyrir heilbrigðisþjónustu þegar maður er kominn á efri ár. En þar þarf almenningur á góðri og stöðugri ffæðslu að halda. Umræðan um heilsugæsluna í landinu er mikil þessa dagana þó nokkuð sé hún á einn veg. Flestir sem eitthvað hafa kynnt sér málefni hennar eru sammála um að heilsugæsluna þurfi að efla og útvíkka eigi starfsemi hennar. Forvarna- starf, sem snýst um að fræða almenning um hvernig halda megi góðri heilsu helst ínn" að góðrí elli alla ævi, á hvergi betur heima en hjá heilsugæslunni. Og þar ættu hjúkrunar- fræðingar að vera í aðalhlutverki. Hjúkr- unarfræðingar hafa enda mjög margar hugmyndir um það hvernig bæta megi þjónustu heilsugæslunnar svo hún svari kalli fólksins sem á henni þarf að halda. I þessu tölublaði Tímarits hjúkrunar- fræðinga er ýtarleg umfjöllun um hjúkrun og málefni aldraðra frá ýmsum hliðum og m.a. sagt stuttlega frá könnun á Siglufirði sem getið er um hér í upphafi. Væntanlega verða könnuninni gerð góð skil þegar henni er að fullu lokið. I næsta tölublaði verða aftur á móti málefni barna og barnahjúkrun í brenni- depli, enda á það vel við nú þegar loks er að taka til starfa barnaspítali á íslandi. Biyndís Kristjánsdóttir biyndis@hjukrun. is Menalind Vernd fyrir viðkvæma húð HARTMANN BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 199
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.