Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 14
foreldrarnir nefndu, voru t.d. þeir að systkinið gæti ekki beð- ið, það þyrfti að uppfylla óskir þess strax og að það krefðist mikillar athygliss. Þetta eru hegðunarerfiðleikar sem kreijast mikils tíma og orku frá foreldrum þessara barna. í rannsókn Svavarsdóttur o.fl. (2000) fannst mæðrum astmaveikra barna erfiðast að takast á við eigin þreytu við umönnun bamanna. Feður töldu einstaklingsbundna þætti (kyn, aldur og aldursmunur) engin áhrif hafa á hegðunarerfiðleika systkin- anna. Hjá mæðmm kom hins vegar fram að systkini á aldrinum 7-9 ára, að teknu tilliti til kyns og aldursmunar, og einnig systkini sem voru 3-4 ámm eldri en astmaveika barnið, að teknu tilliti til kyns og aldurs, höfðu mun minni hegðunar- erfiðleika heldur en systkini sem voru á aldrinum 2-6 ára eða voru 1-2 árum yngri eða eldri heldur en astmaveika barnið. Ung systkini ásamt systkinum sem voru nálægt astmaveika barninu í aldri voru því líklegri til að hafa meiri hegðunar- erfiðleika að mati mæðra þeirra heldur en systkini sem vom eldri eða fjær astmaveika barninu í aldri. Sú niðurstaða að ung systkini hafi meiri hegðunarerfiðleika að teknu tilliti til áhrifa kyns og aldursmunar ætti e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem heimur 2-6 ára barna er mjög svart-hvítur og einkennist af hugsunum um gott og slæmt. Þau era einnig mjög sjálfmiðuð og ófær um að skilja sjónarmið annarra (Berger, 2000). Margir árekstrar geta því orðið við foreldrana vegna mótþróa barnanna og frumkvæðistilrauna. Hegðun syst- kina barna með langvarandi astma á þessum aldri gæti því orðið verri en systkina á öðrum aldri, þar sem þau gætu átt erfiðara með að skilja álagið sem fylgir sjúkdómnum á fjölskyldulífið. I sambærilegum megindlegum rannsóknum hafa áhrif aldurs á hegðun systkinanna ekki komið ffam (Daniels o.fl., 1986; Gallo o.fl., 1992). í þeim rannsóknum voru systkinin nokkm eldri, annars vegar 2-19 ára og hins vegar 7-16 ára. I vettvangs- rannsókn Bluebond-Langner (1996; 2001) er hins vegar talað um að aldur og þroski systkina langveikra bama skipti miklu máli við athugun á skynjun þeirra og áhyggjuefnum. Aldursmunurinn milli astmaveika barnsins og systkinis þess hafði áhrif á þann veg að þau böm sem vom orðin 3-4 árum eldri höfðu mun minni hegðunarerfiðleika heldur en þau börn sem voru næst astmaveika barninu í aldri. Engar rann- sóknir, sem vitað er um, hafa beinst að áhrifum aldursmunar. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa því nýja vísbendingu um mikilvægi þess fyrir heilbrigðisstarfsfólk að skoða aldurs- muninn milli barna með astma og heilbrigðra systkina þeirra. Systkinaröðin (yngri/eldri) hefur hins vegar gefið til kynna að yngri systkini langveikra barna eigi við meiri hegðurnarerfið- leika að stríða heldur en eldri systkinin (Gallo o.fl., 1992; Thompson o.fl., 1994). Því hefði verið áhugavert að sjá áhrif aldursmunar í þessum rannsóknum. Alvarleiki astmans í þessari rannsókn var flokkaður með hliðsjón af skilgreiningu Tinkelman og Conner (1994). Hann var metinn á hlutlægan hátt eftir því hversu oft bömin þurftu að taka astmalyf og hversu oft þau höfðu þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Fram kom að systkini bama, sem 206 þurftu astmalyfjameðferð á hverjum degi og höfðu þurft að leggjast inn á sjúkrahús oftar en tvisvar, höfðu marktækt meiri hegðunarerfiðleika heldur en systkini barna sem metin voru með mildari astma. Þessar niðurstöður komu nokkuð á óvart þar sem niðurstöður annarra rannsókna benda til þess að alvarleiki sjúkdóms, sem metinn hefur verið eftir umönnunar- álagi og einkennum, hefur ekki haft áhrif á aðlögun systkinanna (Cowen o.fl., 1986; Daniels o.fl., 1986). I þessari rannsókn var hins vegar um að ræða ung börn með astma en eins og frarn kom í rannsókn Gustafsson, Kjellman, Ludvigsson og Ceder- blad (1987) þá reyndist starfshæfni fjölskyldna bama með astma vera lakari heldur en starfshæfiii fjölskyldna annarra langveikra bama, eins og bama með sykursýki eða exem. Óöryggið og óttinn um yfirvofandi astmakast var m.a. talin ástæðan fyrir þessum mun. Einnig er vert að athuga að á Islandi hafa foreldrar fáa veikindadaga á ári út af veikum börnum og foreldrar astmaveikra bama eiga ekki rétt á umönnunarbótum. Það raskar því án efa starfshæfni íslenskra fjölskyldna að reyna að stunda vinnu þegar börnin eru mjög oft veik. Þessi röskun á starfshæfhi fjölskyldunnar hefur áhrif á alla í fjölskyldunni og þar með talin heilbrigðu systkinin (Bluebond-Langner, 1996; 2001). í rannsókninni eru börnin með astma einnig mjög ung eða að meðaltali tæpra þriggja ára og systkini þeirra að meðal- tali fimm og hálfs árs. Sú röskun, sem nær stöðug veikindi, tíðar lyfjagjafir og sjúkrahúsinnlagnir systkina hefur á fjöl- skyldulífið, snertir og truflar því e.t.v. yngri börn frekar þar sem þau, eins og áður hefur komið ffam, em mjög sjálfmiðuð og eiga í erfiðleikum með að skilja samhengi hlutanna. Hagnýting rannsóknar fyrir hjúkrun Hjúkrunarffæðingar aðstoða fjölskyldur ungra astmaveikra barna og annarra langveikra barna við að laga sig að breyttum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að huga að högum hvers einstaklings í fjölskyldunni og högum fjölskyldunnar í heild sem og eðli sjúkdómsins þegar hjúkmnarffæðingar starfa með þessum fjölskyldum. Með styrkjandi fjölskyldumeðferð, sem stuðlar að því að ná settum markmiðum fjölskyldunnar sjálfrar, er hægt að auövelda ljölskyldum að skilja sínar breyttu aðstæður. Sú þekking, sem fylgir því að hafa vitneskju um það sem hefur áhrif á aðlögun systkina langveikra barna með astma, getur auðveldað foreldrum að ná betri tökum á daglegu lífi fjölskyldunnar. Markviss fjölskylduhjúkrun er því tvimælalaust góður kostur fyrir þær fjölskyldur sem eiga ungt barn með langvinnan astma samkvæmt þessum rannsóknar- niðurstöðum. Samkvæmt hugtakaramma rannsóknarinnar verður að taka tillit til þess hvernig fjölskyldan er samsett, hvaða styrk og úrræðum fjölskyldan býr yfir en einnig hvaða takmarkanir og álag hefta starfshæfni hennar. í fjölskylduhjúkmn er ekki einungis mikilvægt að sinna foreldrum og langveika baminu. Systkinin þurfa að fá nákvæmar upplýsingar og hjálp við að öðlast skilning á sjúk- dómnum og hvernig sjúkdómurinn á eftir að hafa áhrif á þeirra daglega líf. Ávallt þarf að miða ffæðslu bamanna við þroska Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.