Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 17
Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í 'ClújkbÍVLÁÍHÁÍ Inngangsorð Þjónustuverkefnið Ráðgjöf í reykbindindi er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Tóbaksvamamefndar, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis og landlæknisembættis- ins. Samstarfsamningur þessara aðila var undirritaður 11. janúar 2001. Um er að ræða símaþjónustu á landsvísu þar sem sérþjálfaðir hjúkrunaríræðingar veita fólki, sem vill hætta eða er nýhætt að reykja, hvatningu, ráðgjöf og stuðning. Boðið er upp á stuðning með endurhringingum og einnig fær fólk sent fræðsluefni. Þjónustan er byggð upp að fyrirmynd Sluta-röka linjen (SRL) í Svíþjóð og er undir faglegri umsjón sérfræð- inga þaðan. Ráðgjöf í reykbindindi er opin milli klukkan 17 og 19 alla virka daga. Utan þess tíma er hægt að leggja skilaboð inn á símsvara og starfsfólk þjónustunnar hefur samband síðar. Símanúmerið er 800-6030 og er þjónustan veitt án endur- gjalds. Þjónustan var fyrst opnuð fyrsta virkan dag janúarmánaðar 2000. Tóbaksvamanefnd var með auglýsingaherferð í sjónvarpi og númerið var birt í lok auglýsinganna. Strax var töluvert hringt, en hringingamar hættu nær alveg þegar auglýsingum var hætt. Nýju lífi var svo blásið í ráðgjöfina í september 2000. Það eru sjö sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar sem starfa við ráðgjöfina. Þetta gerir hveijum ráðgjafa kleift að fylgja eftir sínum skjól- stæðingi og þannig verður ráðgjöfin markvissari, einnig skapast nánara samband milli skjólstæðings og ráðgjafa. Starfsemi Sluta-röka linjen hófst í maí 1998 og er rann- sóknar- og þróunarvekefni sem dr. Ásgeir R. Helgason, sálfræðingur, stjórnar. Starfseminni hefur verið tryggt íjár- magn til rannsókna næstu fjögur árin. Þar skoða þeir árangur meðferðar, þætti sem tengjast árangri, kostnað og árangur miðað við kostnað (cost efficiency). Reynsla þeirra og niðurstöður hafa verið notaðar við þróun Ráðgjafar í reykbindindi og eftirfarandi rannsóknarniður- stöður eru frá þeim. Sænska SRL cr rekin af sænska heilbrigðiskerfinu en þar starfar þverfaglegur hópur hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, lækna, næringarráðgjafa og tannlækna með sérþekkingu í tóbaksvörnum og reykbindindi. Þjónustan er að mestu rekin fyrir opinbert fé, en auk þess styrkir sænska krabbameinsfélagið og sænska hjartaverndin starfsemina. Ein meginástæðan fyrir að farið var af stað með „Sluta-röka linjen“ í Svíþjóð voru niðurstöður úr rannsókn norrænu krabbameinsfélaganna á tóbaksvamastarfi heilsugæslulækna á Norðurlöndum. Þar kom fram að þrátt fyrir að mikill meirihluti læknanna teldi það vera hluta af starfi sinu að aðstoða fólk við að hætta að reykja, notuðu læknamir að meðaltali aðeins eina klukkustund á mánuði í slíka ráðgjöf (tafla 1). Þegar læknamir vom inntir eftir hvað helst stæði í veginum fyrir að aðstoða sjúklinga við að hætta að reykja, kom í ljós að „skortur á sérhæfðum meðferðaraðilum til að vísa til“ var algengasti þröskuldurinn í öllum löndunum (tafla 2). Því næst kom timaskortur og sú tilfinning að fáir hættu að reykja þrátt fyrir stuðninginn. Athyglisvert var að íslensku læknarnir, sem voru virkastir í tóbaksvörnum, voru líka þeir sem vom líklegastir til að telja sig skorta þekkingu á viðfangsefninu. Þetta bendir til þess að læknar kunni að vanmeta umfang vandans. Mjög fáir íslenskir heimilislæknar töldu það ekki vera í sínum verkahring að aðstoða sjúklinga við að hætta að reylcja en 1 af 3 norskum læknum dró í efa að þetta væri þeirra mál. „Ráðgjöf í reykbindindi - grænt númer“ er virk þjónusta. Það þýðir að hringt er í sjúklingana nokkrum sinnum eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðn- ingur gefur betri árangur er óvirk þjónusta þar sem frum- kvæðið að sambandi er algerlega undir sjúklingunum komið. í sænsku línunni liggja fyrir fyrstu niðurstöður úr samanburði á óvirkri og virkri þjónustu sem sýna að heildarárangurinn eykst Tafla 1: Meðalfjöldi kiukkustunda sem heilsugæslulæknar á Norðurlöndum nota á mánuði til að aðstoða sjúklinga við að hætta að reykja. ísland N=167 Noregur N=1000 Svíþjóð N=1000 Finnland N=1000 Áætlaður fjöldi klukkustunda á mánuði notaðar til að aðstoða sjúklinga við að hætta reykingum (meðaltal og staðalfrávik): 1,7 (2.16) 0,7 (2.21) 0,9 (4.60) 1,3 (1.77) Helgason, A.R., og Lund, K.E., 2001 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.