Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 22
María Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur á Lyflækningadeild I, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Þórey
Agnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bæklunardeild, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri:
Sárameðferð á bæklunardeild FSA
Útdráttur
í desember 2000 hófst á bæklunardeild Fjórðungssjúkra-
hússins áAkureyri (FSA) endurskoðun á sárameðferð á deild-
inni. Sú vinna fólst einkum í lestri rannsóknagreina og ýtar-
legri upplýsingasöfnun um umbúðir og efnasambönd til sára-
grœðslu. Að þessu verkefni stóðu tveir hjúkrunarfrœðingar
sem síðan settu fram afrakstur heimildaleitar í fræðslumöppu
til starfsfólks og héldu frœðslufyrirlestra um efnið innan
sjúkrahússins. Þessi grein er lokaþáttur þessarar vinnu innan
bœklunardeildarinnar.
í greininni er fjallað um þætti sem miklu skiptir að
hjúkrunarfrœðingar hafi í huga við grœðslu sára. Ytarlega er
jjallað um rakasæknar umbúðir (hydrocolloid) og dœmi tekið
af sáragrœðslu sem fram fór á einum skólstœðingi bœklunar-
deildarinnar og myndir sýndar af sárum hans.
Inngangur
Hlutverk hjúkrunarfræðinga eru margþætt. Eitt þeirra er að
meðhöndla sár og stuðla að því að þau grói vel. Forsenda
árangursríkrar meðferðar er að meta sár sem á að meðhöndla á
nákvæman hátt, t.a.m. stærð þess, hvar það er statt í græðslu-
ferlinu og hvort til staðar eru merki um sýkingu. Miklu máli
skiptir að meta einstaklinginn í heild, þ.e. almennt heilsufar
hans og næringarástand. Að því loknu er hægt að setja fram
hjúkrunagreiningu, raunhæf markmið og nákvæm hjúkrunar-
fyrirmæli. Það er ekki síður mikilvægt að hjúkrunarfræðingar
vinni að því að auka skilning á þeim þáttum sem valdið geta
sýkingu og hvað hægt er að gera til að vernda einstaklinginn
fýrir þeim. Þannig geta þeir fyrirbyggt sýkingu í hreint sár og
hindrað útbreiðslu frá óhreinu sári til umhverfis.
Algengustu bakteríur í sárum
Algengustu bakteríur, sem valda sýkingum í sárum, eru Gram-
jákvæðir staphyllococcus aureus og staphyllococcus epidermis
(Yandrich, 1995). Þessar bakteríur eru á húð starfsfólks og
sjúklinga, en af þeirn sökum er góður handþvottur starfsfólks
grundvallaratriði til að fyrirbyggja þessar sýkingar og verður
sífellt mikilvægari vegna þess að tilfellum af völdum
fjölónæmra (multiply resistant) staphyllococcus aureus-stofna
(MÓSA) fer fjölgandi með ári hverju en þeir eru ónæmir fyrir
flestum tegundum penisillíns (Lee-Smith, 1999).
Áhrif hita á sáragræðslu
Við sáraskiptingar þarf að gæta þess að sár kólni sem minnst
þar sem kuldinn hægir á skiptingu þekjuvefjarfruma (epithel-
lfuma) og hamlar þannig sáragræðslu. Af þeim sökum er
214
mikilvægt að skolvökvi sé 37°C heitur. Rannsóknir hafa sýnt
að ef það er ekki gert geti það tekið sárið 40 mínútur að ná
upp fyrra hitastigi og það geti hægt á virkni hvítra blóðkorna
og þekjuvefjaarfrumuskiptingu í þrjár klukkustundir (Collier,
1996; Glide, 1992).
Hreinsun sára
Dauður vefur í sári hindrar sáragræðslu og getur valdið sýk-
ingu. Af þeim sökum gemr reynst nauðsynlegt að klippa eða
skera burtu dauðan vef, en þess þarf þó ekki alltaf. Oft er
nægilegt að nota ýmis efni og/eða efnasambönd, ss. hýdrógen-
peroxíðlausn 3%, þ.e. oxydol, en það er oxunarefni sem biýtur
niður dauðan vef og hvetur til losunar á vef. Það er þó aðal-
lega notað í grunn sár vegna hættu á loftmyndun í vef sem
eykur líkur á emboliu. Skola verður oxydolið vel úr sárinu
eftir notkun með ísótónísku saltvatni (Ásta Thoroddsen,
1990).
Áhrif raka á sárabeð
Rannsóknir hafa sýnt að raki við sárabeð skiptir miklu máli
þegar stuðla skal að góðri sáragróningu (Ásta Thoroddsen,
1990; Bolton, Monte og Pirone, 2000).
Helstu ástæður þess eru:
• Rakinn hvetur til fjölgunar keratínócýta (95% ffuma yfir-
María Bragadóttir lauk BS-prófi í
hjúkrun frá HA árið 2000 og lauk
kennslufræðum til kennsluréttinda ffá
HA 2002. Frá útskrift úr hjúkrunarfræði
hefur hún starfað á kvennadeild, bækl-
unardeild og lyfjadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Á FSA hefur
hún verið með sérverkefni á sviði sára-
græðslu og fræðslu um sár og sára-
meðferð. Núna starfar María hjá
Liðsinni. Netfang: mariabragal@hotmail.com
Þórey Agnarsdóttir lauk BS-prófi i
hjúkrun frá HA árið 2000. Frá útskrift
úr hjúkrunarffæði hefur hún starfað á
bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri og verið með ýmis
sérverkefni þar. Á FSA hefur hún verið
með sérverkefni á sviði sáragræðslu og
fræðslu um sár og sárameðferð.
Netfang: thoreya@simnet.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002