Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 31
þar í tvö ár í námi. „Þar var stjórnunarlína með áherslu á þjón- ustu fyrir aldraða. Sumir háskólar í Bandaríkjunum, t.d. háskólarnir í Iowa og Missouri, sérhæfa sig í hjúkrun aldraðra því þetta er jú stærsti markhópur heilbrigðisþjónustunnar.“ Anna Bima segir íslendinga hafa staðið ffamarlega i þessum málaflokki því Margrét Gústafsdóttir hafi t.d. verið fyrsti dósentinn í öldrunarhjúkrun og það var áður en til var dósent í öldrunarlækningum. „Fyrsta prófessorsembættið, sem auglýst var í hjúkrun hér á landi, var í öldrunarhjúkrun við Háskólann á Akureyri og þeir þurftu að auglýsa erlendis, en það settist aldrei neinn í þann stól. En framsýnin hefur verið til staðar innan þessarar sérgreinar hjúkrunar í langan tíma. íslensk öldrunarþjónusta stendur mjög vel hér á landi og það má ef til vill þakka þessari framsýni. Rannsóknir, sem við höf- um stundað hér, ég og Ingibjörg Hjaltadóttir, Hlíf Guðmunds- dóttir og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, sýna að við sinnum mjög þokkalegu gæðastigi í öldrunarhjúkrun miðað við aðrar þjóðir. Hingað koma árlega stórir hópar frá útlöndum og skoða, bæði á sjúkrahúsunum og hjúkrunarheimilunum. Auðvitað viljum við þó alltaf gera betur. Eitt af því sem má gagnrýna okkur fyrir er að það er ekki nægilegt framboð af þessari þjón- ustu, þjónustustigið er nokkuð gott ef menn fá þjónustuna en það er skortur á úrræðum. Skorturinn er hins vegar sam- félagsvandamál og maður sér í umræðunni dags daglega hvað hann hefur slæm áhrif, skortur á öldrunarhjúkrunarþjónustu almennt, bæði heim til fólks og inni á sjúkrahúsunum og á hjúkrunarheimilunum, á öllum stigum umönnunarinnar. Hjúkrunarfræðingar í öldrunarþjónustu eru því afar eftir- sótt starfsfólk og það er samkeppni um þá og við höfum sem betur fer séð það á undanfomum árum að hjúkrunarífæðingar fylkja sér utan um þessa starfsgrein og sums staðar em bið- listar í störf, eins og hér í Sóltúni, hér eru 10 hjúkrunar- fræðingar á biðlista eftir störfum. Jafnframt er hér biðlisti í öll önnur störf, sjúkraliða og annarra starfsmanna, og við emm eingöngu með starfsfólk sem talar íslensku. En auðvitað heillar alltaf nýr staður, aðferðafræðin sem notuð er, vinnu- umhverfið, sjálfstæði í störfum, virðing fyrir starfinu og tæknin skiptir líka alveg gífurlegu máli.“ - Nú hefur þú unnið við þessa sérgrein í 20 ár. Hver hefur þróunin verið á þessum tíma? „Þekkingin færir okkur fram á veginn og mér finnst áherslan beinast núna að andlegri og félagslegri hlið þess að eldast, að verða fyrir missi hvers konar, hvort sem það er líkamleg færni eða menn missa sína nánustu, það fækkar í fjölskyldunni og vinahópnum, menn missa stöðu og annað. Mikilvægt er að takast á við þessa hluti og þá skiptir sjálfræði einstaklingsins mjög miklu máli. Hjúkrunarfræðingar hafa dregið úr forræðishyggju, dregið úr þvi að við sem umönn- unaraðilar stjórnum öllu og ráðum öllu og menn sitji og standi eins og umönnunaraðilar vilja. Það er einstaklingurinn, sem við erum að þjóna, sem er settur í forgrunninn. Þetta hefur verið erfið breyting fýrir marga starfsmenn því við mætum einstaklingunum nú á jafnréttisgrundvelli, við með fagþekk- inguna en hann með þekkingu um sjálfan sig. Sameiginlega þurfum við að hjálpast að við að leysa þau verkefhi sem liggja fyrir í þessum samskiptum hjúkrunarffæðings og einstaklings og þarna er þróunin jákvæð því mikilvægt er að sjálfsákvörð- unarréttur einstaklingsins sé virtur til að árangur náist í þessu samspili. Þetta er nýtt fyrir mörgum og maður sér að einstakl- ingurinn sjálfur á kannski ekki í vandræðum með þetta en íjölskyldurnar eiga oft erfitt með þetta. Fjölskyldumar ætlast nefnilega til þess að séð sé um þeirra en átta sig kannski ekki á því að það þarf að vera á forsendum viðkomandi, fjölskyldurn- ar hafa stundum verið með ákveðna forsjárhyggju og vilja að stofnunin taki við því hlutverki. Menn hafa ef til vill tekið við verkefnum og umsjón með ákveðnum þáttum eftir því sem veikindi hafa ágerst og stundum tekið við án þess að einstakl- ingurinn fái um það ráðið. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að allir einstaklingar eru sjálffáða, þeir sem eru fullorðnir og fjárráða nema að þessi réttur hafi verið tekinn af þeim með dómi, en við í samfélaginu höfum svolítið horff ffam hjá þessu. Auðvitað geta komið tilvik þar sem fólk áttar sig ekki á getu sinni og hún er sýnilega takmörkuð, við getum tekið sem dæmi ökuréttindi hjá heilabiluðu fólki, þar getur þurft að grípa inn í, en það þarf að vanda sig mjög við það.“ - Hvað fmnst þér greina öldrunarhjúkrun frá annarri hjúkrun? „Okkar skjólstæðingar hafa yfirleitt fjölþætt vandamál, yngri sjúklingur, sem fer í bæklunaraðgerð, fer t.d. og lagar það sem þarf en hjá hinum aldraða, sem fer í slíka aðgerð, blandast inn aldurstengdar breytingar sem geta haft áhrif á sjúkdóma, heilsufar og fæmi svo og sjúkdómar sem em tíðari í hærri aldurshópum. Þessum vandamálum þar öllum að sinna þegar 223 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.