Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 2
NORÐURSLOÐ
Útgefendur -g ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáöardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Óttar Proppé, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriöur Hafstaö, Tjörn
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friöbjörnsson
Prentun: PrentsmiOja Björns Jónssonar
Lestrarfélag Svarfdæla frh.
með þessa stefnii, en bæði er
það, að .þetta er ofætlun fyrir
hvern einstakan mann og svo
hitt, sem og reynslan hefursýnt,
að við fráfall slíkra manna hafa
þessi bókasöfn þeirra farið á
sundrungu og oft komist í
óhæfilegustu hendur til brúk-
unar, og orðið því að mjög
litlum notum í öllu tilliti.
Því sýnist það langtum hagan
legra að menn gengju í félag og
keyptu bækurnar í sameiningu,
bæði sér og öðrum útífrá til
nytsemdar og fróðleiks, svo þó
að einhver félagsmanna félli frá
gæti félagið fengið staðist eigi
að síður.
Þetta’hefir oft vakað mér í
huga, þó ég aldrei, sökum hinna
sérstöku lífskjara minna, kæmi
þeirri hugmynd fram fyrr en nú
loks dirfist til að bjóða mönnum
að stofna lestrarfélag.
Ég var útbúinn með óuppræt-
anlegri fróðleikslöngun, en hefi
að öðru leyti haft sem bágastar
kringumstæður að njóta hans
að því einu undanteknu að ég
hefi stundum haft meiri tíma en
aðrir, til að lesa bækur. Og bæði
fyrir eigin viðleitni og góðvild
annara einstakra manna og
kunningja minna hefi ég komist
yfir dálítið af bókum og þykir
mér óþolandi að þessar dýr-
keyptu eigur mínar þyrftu aftur
að verða að engu. Vil ég því gefa
mikinn hluta þeirra til fyrr-
greindrar stofnunar, er mundi
nema 100 kr. bókhlöðuverðs.
Og vona ég að góðir menn vilji
hlynna að þessu fyrirtæki á sem
bestan hátt, bæði með bókagjöf
um og fleira, svo að þa& mætti
hafa framgang.“
Ritaö 1. janúar 1874,
Þorsteinn Þorkelsson.
Þorsteinn Þorkelsson veiktist
af berklum þegar á barnsaldri
og varð krypplingur. Þrátt fyrir
fötlun var hann mikill áhuga-
maður um framfaramál í Svarf-
aðardal. Auk þess að beita sér
fyrir stofnun lestrarfélags var
hann einn af forgöngumönnum
um stofnun Sparisjóðs Svarf-
dæla 1884.
Um þann hluta af Lestrarfél-
agi Svarfdæla, sem nú er
Bókasafn Dalvíkur, verðureftil
vill eitthvað ritað í annari grein.
Tr. Jónsson
Verkalýðsfélagið
Eining
býður öllum Svarfdælum
gleðilegt sumar
um leið og vakin er athygli á því að
skrifstofa félagsins á Dalvík ernú flutt
í nýtt húsnæði í Ráðhúsi Dalvíkur.
Skrifstofan er opin á sama tíma og
áður, kl. 3-5 alla virka daga.
Verkalýðsfélagið Eining
Atvinna
Félagmálaráð Dalvíkur auglýsir eftir
manni 18 ára eða eldri til starfa á
gæsluvelli. Starfsemin mun væntan-
lega hefjast í maí.
Um hálfsdagsstarf er að ræða.
Umsóknir skulu hafa borist á skrif-
stofur bæjarins í síðasta lagi 5. maí
n.k. Uplýsingar gefur bæjarstjóri og
Anna Kristinsdóttir, forstöðukona
gæsluvallarins.
Félagsmálaráð Dalvíkur
Consumer packs
lcelandic cheeses are available upon request ín the
following consumer packs:
Approx. 5 kg half cheeses in "cryovac" bags.
250- 300 g portions in vacuum packs.
Sliced cheese (6 6 sliCðs per pk.) in vacuum packswith
paper between slic'es.
Other produets
Other lcelandic milk products arp available as follows:
Whole milk powder. both spray- and roller dried.
Skim mílk powder. both spray- and rollerdried.
Casein ín 50 kg sacks.
Nature-fresh food
Clean air, pure water. healthy cows and skilled dairy
technicians are your guarantee for high-quality dairy
products from lceland. Icelandic cheese is much
appreciated both iri Europe and the U. S. A.
You may not have known it, but lceland is a real food
storehouse for its rieighbours ot both sides of the Atlantic.
More than 90% of all lcelandicexports is food.
All food processing in lceland is under rigid sanitary
control conforming to the highest Sntemational standards.
The food industry is simply far too vital to the nation's
economy for any risks to be taken concerning the quality of
products.
Dealer;
Osta- og smjörsalan sf.
sameignarfyrirtæki mjólkurbúanna á íslandi,
hefur gefið út bráðfallegan kynningarbækling
um ostaframleiðsluna í landinu.
í bæklingnum er þessi fagra landslagsmynd,
sem allir Svarfdælingar munu þekkja.
Nú hefur Osta- og smjörsalan flutt í ný, vegleg
húsakynni að Biturhálsi 2 í Reykjavík. Sími 82511.
Að því tilefni sendir fyrirtækið Eyfirðingum og
öllum viðskiptavinum hvar sem er á landinu
bestu sumarkveðjur og þakkar góð samskipti á
liðnum árum.
Gleðilegt sumar.
Sparisjóður Svarfdæla
sendir viðskiptavinum sínum og Svarfdælum
öllum bestu sumar kveðjur og þakkar góð
samskipti á liðnum vetri.
Gleðilegt sumar
Og Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvík
Á sumardaginn fyrsta sendir Norðurslóð les-
endum sínum í bæ og byggð bestu óskir um
gleðilegt sumar 1980
2 - NORÐURSLÓÐ