Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 5
Hótel Krosshóll Hver vill teggfa hönd á plóginn? í september síðastliðnum var hér í blaðinu sagt frá gjöf Gunnars Jónssonar, bilstjóra, til Svarfaðardalshrepps og Ferðafélags Svarfdæla, en það var stór vinnuskúr, sem hugsað var að breyta í sæluhús / gangnaskála. Á miðjum vetri var húsið selflutt frá Skáldalækjarmelum fram á Beitarhúsahólinn fyrir framan Krosshól, þar sem lengi hefur staðið gangnabraggi Svarfdælinga. Nú stendur til að hefjast handa um setja húsið á grunn og lagfæra það eins og þurfa þykir, setja á það ris í stað skúr- þaksins, innrétta svefnpláss o.s.frv.. Blaðið hefur fyrir satt, að ráðinn hafði verið verkstjóri með þessari framkvæmd Árn- við Hansen á Dalvík, sem kvað vera smiður góður. Ætlunin er að hefja verkið fljótlega eða jafnskjótt og hægt verður að aka bíl með efnivið, möl, sement, timbur o.s.frv. fram i Afréttina. Nú er það von allra viðkom- andi, að ýmsir áhugamenn um göngur og ferðalög sjái sér leik á borði að leggja fram dálítið sjálfboðastarf til að gera þessa framkvæmd ódýra. Mönnum hefur dottið i hug, að margir myndu hafa gaman af að fara þarna frameftir að kvöldi til og einkum unv helgar og leggja hönd á’ plóginn í vorblíðu framan við byggð. Þetta verður varla fyrr en komið er fram í maí. Norðurslóð vill endregið hvetja áhugamenn bæði í sveit- inni og á Dalvík til að aðstoða við að koma upp þessum gististað í Skíðadalsbotninum. Þá ættu menn að fylgjast með gangi m álsins og hafa samband við verkstjórann. Einnig er gott að fá upplýsingar hjá Þórarni Qallskilastjóra á Bakka, hjá Gunnari fjallbílstjóra eða hjá þeim Ferðafélagsmönnum Trausta Þorsteinssyni skóla- stjóra eða Gunnari Hjartarsyni sparisjóðsstjóra. skeiði hörðu Vinur Helga Indriðasonar á flugskeiði á ísnum. Knapi er Reynir Aðalsteinsson. Myndina tók Rögnvaldur Friðbjörnsson. Hestamenn hafa notað vel hina góðu tíð og færi í vetur. Óvenju mikil svellalög hafa verið á vegum og flatlendi en sléttur ís og traustur er einmitt hið ákjósanlegasta reiðfæri vel skafl ajárnuðum hestum. í vikunni fyrir páska var efnt til reiðnámskeiðs á vegum hesta mánnafélagsins Hrings. Fór námskeiðið fram á ísilögðum flæðunum austan Dalvíkur- bæjar. Um 30 manns sóttu námskeiðið og var þeim skipt í 3 flokka. Kennari var þekktur hestamaður og reiðkennari, Reynir Aðalsteinsson frá Sig- mundarstöðum í Borgarfirði. Almenn ánægja ríkti með námskeiðið og alltaf var talsvert um áhugasama áhorfendur. Reynir sagði, að sér kæmi nokkuð á óvart, hve hér væri mikið af góðum hestum, en hestar frá Hring hafa staðið sig vel á hestamótum að undan- förnu. Á.G. Landa- brugg og ást Eins og auglýst var hér í síðasta blaði var haldinn fræðslufundur um loðdýrarækt í Víkurröst á mánudagskvöldið 31. mars. Á fundinum voru 20-30 manns, bændur og bæjarmenn, og gestir að sunnan þeir Haukur Jörundarson fulltrúi í land- búnaðarráðuneytinu og Sigur- jón Jónsson Bláfeld ráðunautur Búnaðarfélags íslands í loð- dýrarækt. Sigurjón hélt yfirlitserindi og sýndi myndir um loðdýrarækt hérlendis og erlendis. Taldi hann notkun skinnklæða „elstu tísku í heimi“ og eina hina stöðugustu. Skinnamarkaður heimsins er „ómettaður" um þessar mundir um það sem nemur einni milljón skinna og er þá átt við mink og ref aðallega. Skinnaverð er hátt á Lundúna- markaði (Hudson Bay) en hefur þó dalað frá í fyrra. Arðsemi refa, blárefa, sem nú hafa verið fluttir inn í Höfða- hverfið, og ekki síður silfurrefa, er furðumikil. Normalt má selja er furðumikil. Normalt má telja að ein læða gefi brúttósölu- verðmæti til jafns á við 6 ær. Hinsvegar er byggingarkostn- aður nærri helmingi lægri fyrir eina tæfu og tilheyrandi skyldu- lið heldur en 6 ær. Sem sagt, vilji eða þurfi bóndi að draga bú- skap saman um jafngildi 180 áa (vegna kvótans eða annars) þá getur hann bætt sér skaðann Fræðslufundur um loðdýrarækt Svarfaðardalur hentugur staður fyrir refabú með því að koma sér upp 30 læðu refabúi. Haukur Jörundarson greindi frá því að áhugi væri í landb. ráðuneytinu fyrir frekari þróun loðdýraræktar í landinu og hefði ráðherra beðið þá tvo (H.J. og S.J.B.) að gera tillögur um opinbera stefnu í málinu. Þessar tillögur eru nú tilbúnar. (Ekki vildi H.J. skýra náið frá þeim, þar eð ráðherra hafði aðeins fengið þær í hendur þennan dag. Hinsvegar mátti skilja, að þar væri gert ráð fyrir að ráðuneytið skyldi greiða fyrir stofnun nýrra búa, þ.e. minka- og refabúa með bústofni frá núverandi búum og með nýjum innflutningi. Það kom fram í umræðum að áhugi • ráðuneytisins beinist aðallega að nokkrum, fáum byggðarlögum, í þessu efni, þ.á.m. Okkar svarfdælska svæði vegna tilveru minka- búsins á Böggustöðum og þeirr- ar ágætu fóðurgerðaraðstöðu, sem þar er nú. Mátti skilja á Þorsteini Aðalsteinssyni for- stjóra þar, að ekki myndi standa á búinu að annast fóðurgerð fyrir hugsanleg ný loðdýrabú í nágrenninu. A fundinum kom fram greini- legur áhugi manna á þessu málefni og muiiu nú liggja hjá ráðuneytinu 2 umsóknir héðan um stofnun refabúa (þó ekki frá bændum). Hrossa- ræktar- félag Svarfdæla Snemma í síðasta mánuði komu nokkrir áhugasamir menn úr sveitinni saman í Þinghúsinu á Grund og stofn- uðu með sér nýtt félag, sem nefnist Hrossaræktarfélag Svarfdæla. Félagið er stofnað og er ætlað að starfa samkvæmt ákvæðum búíjárræktarlaga. Starfssvæðið er Svarfaðardalur og Dalvík og Hugsanlega einnig Árskógs- hreppur. Tilgangur þess er að kynbæta og rækta reiðhross í héraðinu einkum með því að nota aðeins bestu, fáanlegu kynbótahesta á hryssur félagsmanna. Enn- fremur er að því stefnt að einungis verði alin hross undan völdum hryssum, þ.e. sýndum og ættbókarfærðum hryssum, sem þannig hafa verið viður- kenndar af hrossræktarráðu- naut Búnaðarfélags íslands. Slíkar hryssur eru nú 15 talsins á félagssvæðinu (Svarfd. Dal- vík.) Á fundinum á Grund gerðust 6 menn stofnfélagar, en síðan er ætlunin að boða til framhalds- aðalfundar á Dalvík við fyrstu hentugleika og bjóða þá fleirum að gerast stofnfélagar. Fyrstu stjórn félagsins skipa eftirtaldir: Hilmar Gunnarsson í DæíÍ, formaður. Ármann Gunnarsson í Lauga- steini, ritari. Ingvi Baldvinsson á Bakka, gjaldkeri. Leikfélag Dalvíkur hefur sitthvað á prjónunum um þessar mundir. Áður hefur verið frá því skýrt hér í blaðinu, að félagið væri að æfa gamanleikinn LANDABRUGG OG ÁST. Nú er ákveðið að fyrsta sýning verði föstudaginn 2. maí n.k. Leikstjórinn er Rúnar Lund. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu. Á henni eru frá vinstri: Björn Björnsson, Ósk Sigríður Jónsdóttir, Jón R. Hjaltason, Guðrún Tómasdóttir (hvíslari), Lárus Gunnlaugsson, Aðalbjörg Snorradóttir, Rúnar Lund leikstjóti, Guðný Ólafsdóttir og Þorsteinn Aðalsteinsson. Sitjandi eru Kristján Hjartarson og Emelía Sverrisdóttir. Á myndina vantar einn leikenda, Friðrik Gýgja. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.