Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 1
 Svarfdælsk byggð & bær 4. árgangur Fimmtudaginn 24. apríl 1980 4. tölublað Á kvennabekk. Nú tökum við marsinn Kvikmyndað í Þinghúsinu Lengi hefur til staðið að kvik- mynda dansleik í þjóðlegum, svarfdælsk um stíl íÞinghúsin u á Grund. Loksins eftir japl og jaml og fuður tókst að koma þess u í kring núna s unn udag - inn 13. apríl. Lögðu margir mikið á sig til þess að þetta mæ t ti takas t og nú er bara að bíða ef tir árangrin um. Málið er í fáum orðum sagt þannig vaxið, að áhugafólk um • þjóðdansa í höfuðstaðnum hafði fyrir nokkru fengið þá flugu í kollinn, að hér í Svarf- aðardal hefðu menn betur en annarstaðar haldið við þeim þætti í dansleik, sem almennt er kallað að taka marsinn. Mars- inum eru allir hér þaulkunnugir, en í höfuðstaðnum og þar í kring eru fæstir, sem á honum kunna nokkur skil. Það sýnir sig hér, að margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Á föstudag 11. apríl var sem sagt hóað saman miklu og fríðu liði i Þinghúsið og tekin æfing undir stjórn Hreins bónda á Klaufabrekkum. Fólkið var flest úr syeitinni, en þó var þar með heilmikill liðsviðauki frá Dalvík þ.e. fyrverandi sveita- fólk og makar, sem gjarnan sækja sveitaböll okkar á Grund- inni. Á laugardaginn komu frá Reykjavík tvær heiðurskvinnur þær Sigríður Valgeirsdóttir prófessor við Kennaraháskól- ann, og Áróra Jónsdóttir kenn- ari við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Báðar eru þær sérfræðingar í þjóðdönsum og mikilir áhugamenn um varð- veislu þeirra. Þær eru félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og voru hér að einhverju leyti á þess vegum. Hins vegar gekk Ríkisútvarpið, sjónvarp, úr leik sem aðili að myndatökunni, þótt áður hefðu verið höfð góð orð um þátttöku þess ífyrirtæk- inu. Nú var marsinn tekinn upp að nýju og atriðin æfð eins og þurfa þótti. Þarna voru líka komnir tveir harmonikuleikarar, þeir Hafliði Ólafsson á Dalvík og Pálmi Stefánsson frá Akureyri. Svo kom sá mikli dagur sunnudagurinn 13. apríl, sem lengi verður í minnum hafður í Svarfaðardal. Þá var uppi fótur og fit og margir sótraftar á sjó- inn dregnir og lágu allar leiðir að einu marki, Þinghúsinu á Grund. Þangað voru auk allra annará komnir tæknimenn frá Akureyri þeir Steindór Stein- dórsson kvikmyndari og Sig- urður Hlöðversson hljóðupp- tökumaður. Og það verður að segjast sem satt er, að það var býsna glæsi- legur hópur, sem þarna var sam- an kominn. Konurnar voru flestallar í íslenska búningnum og karlarnir einnig klæddir sínu fínasta pússi. (Er vonandi að eitthvað af dýrðinni komi fram á meðfylgjandi myndum.) Svo byrjaði ballið. Nú hófst myndatakan með tilheyrandi æfingum á hverju atriði, en þau eru æði mörg, eins og kunnugt er, ef öll tilbrigði og krúsindúllur eru teknar með. Hreinn stjórnaði liðinu af venjulegum skörungsskap og naut dyggilegrar liðveislu Frið- geirs frá Tungufelli, sem er annar sérfræðingur í gömlu dönsunum. Allt gekk þetta hnökralítið og var aðkomufólk- ið ánægt vel og sannfært um að þarna hefði verið unnið gott verk og gagnlegt, e.t.v. á síðustu stundu. Þess skal getið, að í lok leiksins var efnt til samskota meðal-þátttakenda, sem fúslega greiddu nokkurs konar að- gangseyri að sjálfum sér, og kom inn upphæð, sem til þess nægði að greiða kvikmynda- mönnunum þeirra reikning. Annar stór reikningur er fyrir filmur, hver sem að lokum hann greiðir. Nú verða filmurnar fram- kallaðar hið fyrsta og síðan „klipptar" e.t.v. hér á Akureyri. Verður þá strax hægt að sýna þær, þó án hljóðs til að byrja með. Getur þá svo farið, að við fáum tækifæri til að sjá fram- leiðsluna hér heima einhvern- tíman mjög bráðlega. Má ætla að margir muni vilja koma og sjá og hlæja að sjáfum sér og náunganum. Það skal að lokum undir- strikað að frá hendi Þjóðdansa félagsins og þeirra kvenna, sem að þessu unnu, er hér um að ræða gerð heimildarmyndar, sem á að sýna og geyma þennan sérstaka þátt í íslensku skemmt- analífi á fyrri hluta þessarar aldar, þátt, sem nú virðist vera óðum að hverfa. Vel má vera að myndin verði sýnd almenningi síðar meir, í sjónvarpinu eða kvikmyndahúsum. Jafnframt er áhugi á því að fá afrit, kópíu, af myndinni til geymslu og notkunar hér heima. Það kostar nokkurn pening, hvað mikið er ekki ljóst nú, en vafalaust verður það mál leyst léttilega þegar þar að kemur. Svarfdælsk heimildarmynd? Fyrir nokkrum árum var stung- ið upp á því á fundi í Búnaðar- félagi Svarfdæla, að félagið léti gera og kostaði kvikmynd af svarfdælskri byggð og mannlífi. í stórum dráttvm væri þar um að ræða myndir af landslaginu, bæjunum og fólki á hverjum bæ. Enn fremur af sérstökum atburðum s.s. göngum og rétt- um o.fl. Þetta ritjaðist upp, þegar Steindór Steindórsson, kvik- myndatökumaður, hafði orð á því að fyrra bragði, að sig langaði til að prófa sig á gerð svona sveitamyndar (eins og sjónvarpið lét gera um Eyja- fjallasveitina). Kvaðst hann myndi verða vægur við gerð kostnaðarreiknings við slíkt verk ef, til kæmi. Þetta er hugmynd, sem ástæða er til að Aflinetabáta 1/1-22/4 Haraldur 279 tn. 56sjóf. 5,0tn/.sjóf. Vinur 139 tn. 55 sjóf. 2.5tn/.sjóf. Otur I77tn, 56 sjóf. 3.2tn/sjóf. Stafnes • 207 tn. 47 sjóf. 4.4 tn /.sjóf. Stefán R. 81 tn. 47 sjóf. 1.7 tn/-sjóf. Bliki 282 tn. 42 sjóf. 6,7 tn /-sjóf. Sæljón 103 tn. 36 sjóf. 2,8 tn /-sjóf. Sólfaxi 113 tn. 43 sjóf. 2.6tn-/sjóf. Njörður 39 tn. 29 sjóf. 1.3tn/sjóf. Búi 24 tn. 10 sjóf. 2.4 tn /sjóf. Tryggvi Jónss. 39 tn. I5sjóf. 2.6 tn /sjóf. Alls: 80 1.481 tn. 436 sjóf. 3.4 tn /.sjóf. AIls: 79 2.173 tn. 575 sjóf. 3.8 tn /sjóf. Tíl áskrifenda Með þessu blaði er kaupendum utan heimahéraðs send út fyllt póstávísun fyrir blaðgjaldinu á sama hátt og gert var í fyrra og gafst þá vel. Nú er árgjaldið kr. 5000 eins og áður hafði verið boðað. Biðjum við fólk vinsamlegast að senda greiðsluna, þegar það nœst á leiðfram hjá pósthúsi. Heimakaupendur eru hinsvegar beðnir að borga sitt drgjald í Bókabúðinni Sogni. Það hafa sumir reyndar þegar gert, en miklu fleiri eru þó eftir. Það kemur nú í ljós, þegar farið er ígegnum spjaldskrána, að œði margir áskrifendur hér heima hafa ekki greitt árgjaldið 1979, jafnvel ekki 1978 heldur, samt verður þeim sent blaðið eitthvað áfram, en ekki verður það til eilífðarnóns. Annars gengur útgáfan takk bærilega og samskiptin við ykkur, góðir áskrifendur, eru hin ánœgjulegustu. Þó mœttu fleiri senda línu og leggja til efni til birtingar. Að svo mœltu sendir Norðurslóð vinum og vandamönnum bestu kveðjur og þakkar viðskiptin á liðnum vetri. Gleðilegt sumar. Gestir frá Dalbæ, Eiður, Anna, Friðrikka og Zophónias. taka til alvarlegrar yfirvegunar. Væri nú ekki gaman að eiga góða kvikmynd af bæjum og heimilisfólki hér í sveitinni frá því segjum 1930? Og væri: þá ekki gaman í framtíðinni, eftir önnur 50 ár eða svo, að eiga myndir af fólki og umhverfi þess frá því herrans ári 1980? Klúbb ur göml u dansanna: Til marks um það hvað ýmsir gengust upp í hlutverkum sínum í marsinum góða á Þinghúsinu er það, að í lok samkomunnar þar, sté einn virðulegur borgari og bæjarstjórnarmaður á Dal- vík upp á stól og skýrði frá því áformi nokkurra viðstaddra að stofna gömludansa klúbb á Dalvík og í sveitinni. Skoraði hann á alla rétt- þenkjandi menn og konur að taka höndum saman um að varðveita og ávaxta hinn dýra feðraarf, sem væru gömlu góðu dansarnir okkar. Bað hann menn að gefa sig fram við eftir- talda áhugamenn: Einar Hall- grímsson, Ingva Baldvinsson, Rafn Arnbjörnsson og Rögn- vald Friðbjörnsson. Norðurslóð birtir þetta boð með ánægju.fullviss um það, að margir muni gegna kallinu.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.