Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 3
Aðalfundur
*
Búnaðarfl.
Svarfdæla
Mánudaginn 17. mars hélt
Búnfl. Svarfd. aðalfund sinn
þetta árið. Á fundinum voru
mættir liðlega 20 menn, en
engar konur frekar en áður.
Virðist litil þróun vera í þá átt,
að konur vilji láta til sín taka í
félagsmálum landbúnaðarins -
réttara sagt engin þróun.
Fram kom í skýrslu stjórnar
að félagið hefur ekki staðið í
stórræðum á árinu. Helsta
verkefni var að afla tækjabún-
aðar til eftirlits og viðhalds með
mjólkurtönkum (og húgsanlega
um leið kæliskápum og frysti-
kistum) á félagssvæðinu. Mun
Haraldur Guðmundsson raf-
virki hafa þessi tæki með
höndum og annast viðgerðir
kælibúnaðar þegar til þarf að
taka.
Fjárhagur félagsins er traust-
ur og á það m.a. hátt í milljón
krónur í ferðsjóði, sem væntan-
lega verður gripið til á þessu ári.
Rætt var um að búnaðar-
félagið beitti sér fyrir fræðslu-
fundi á Dalvík umloðdýrarækt
í samvinnu við systurfélögin á
Dalvík, Árskógsströnd oge.t.v.
Ólafsfirði. Sá fundur er nú
ákveðinn í Víkurröst á Dalvík
á mánudaginn 31. mars kl. 9um
kvöldið. Sjá auglýsingu í blað-
inu.
Mjólkurframleiðslan
Á fundinum mætti Guðmundur
Steindórsson ráðunautur
B.S.B. í nautgriparækt. Lagði
hann fram gögn með niður-
stöðum úr kúaskýrsluhaldi í
Eyjafirði og sérstaklega úr
Svarfaðardal. Eru þessar helst-
ar niðurstöður:
31 kúabú er með skýrsluhald
yfir 828 kýr alls, sem er 83% af
kúnum í hreppnum. Meðalnyt
fullmjólka kúa 1979 varð 4.062
lítrar, sem er það hæsta sem hún
hefur orðið að árinu 1971
undanskildu, en þá var nytin
100 lítrum hærri.
Meðalfita varð 4,41% og því
mjólkurfita alls úr fullmjólka
kú að meðaltali á árinu ’79 179
kg. Er þetta nálægt meðaltali í
Eyjafirði. Meðalkjarnfóðurgjöf
á full mjólka kú var 1005 kg. og
eru Svarfdælingar aðrir mestu
kjarnfóðurnotendur í héraðinu.
Mjög er meðalnyt mishá á
bæjunum svo ogkjarnfóðurgjöf
og virðist fremur lítið samræmi
þar á milli. Hæst meðalnyt var í
Syðra-Holti 5,064 ltr. þá í Hlíð
4,906 og síðan í Koti með 4,784
ltr._
Á aðalfundinum gekk úr
stjórn Búnfl. Svarfd. Árni
Steingrímsson á Ingvörum, en í
staðinn var kosinn Gunnar
Jónsson í Brekku, er verið hafði
varamaður. Aðrir í stjóm eru
Jósavin Helgason á Másstöðum
og Þórarinn Jónsson á Bakka.
Norðurslóð leyfir sér að endur-
prenta hér fréttamynd úr Dag-
blaðinu frá 19. april. Myncfina
tók Atli Rúnar Halldórsson frá
Jarðbrú, sem er starfsmaður
Dagblaðsins, en var hér heima í
páskafríinu.
Þess má geta, að álíka stór
hópur á vegum Ferðafélagsins
hefur nú seinnipartinn í vetur
farið tvisvar yfir fjöllin milli
Svarfaðardals og Ölafsfjarðar.
Fyrra skiptið vargengið norður
yfir Dranga, en í seinna skiptið,
þ.e. 20. apríl var farið til
Ólafsfjarðar í bíl og gengið
þaðan heim um Reykjaheiði. í
báðum hópunum voru 11 þátt-
takendur.
ÖKiibWr upp um aKUr. Uka i»ð a*n akalirétti mmðmn fmOmfélmgmmkMmtu aér uppi Mt*ö*kmnt*myntf-
éJUmmm **~f * - •
HWfu. rtm vansm,
htgviBmkfvkwton bóndii Bmkke. HfUmmi Hmbmrtaaon DaMk. Stmftn Ammmon mtarftmaður Rmrikt Akimrnyri}
JhUir Signatar kittmmmnnakfiSlfómmrpioiM. Ámi Anrnaon kmnnmrmnmntl ftmykjmvík, Bnmr HmgHmaaon bóndii
Orpum; fffðrtur Þórmrinaaon og Stgriöur Hafatmð é TJÖm, Arum Birm Hjmitadóttk kmnnari DmMk, Brytjólfúr
Svmkttaon landfrmðktgur hfé Vmgmgmrð rikhdna I Rmykfmrik, Trmuad Þoratmlnaaon akótaatjóriiDmMk. Jóharma
SkaftadóttkkmnnmriKópmvogiog Ouðrún Hmfgmdótté JmtófraaOétgur é Hmfrmmaóknmmtofmmt. ' DB-myntb AftH.'
SS5S&-
Fiskiræktarfélagi Svarfaðardalsár
breytt í veiðifélag
Árið 1939 10. mars varsetturog
haldinn stofnfundur Fiskirækt-
arfélags Svarfdæla, af Þórarni
Kr. Eldjárn Tjöm.
í fyrstu stjórn félagsins sátu
eftirtaldir menn:
Þórarinn Kr. Eldjárn, Tjörn.
Tryggvi Jóhannsson form Ytra-
Hvarfi.
Ármann Sigurðsson, gjaldkeri.
Urðum.
Gunnlaugur Gíslason, Sökku.
Ritari.
Jón Gíslason, Hofi.
Eflaust má segja að það hafi
verið framsýni og áræði að
stofna til þessa félagsskapar á
þessum árum, miðað við það að
Svarfaðardalsá hafði aðeins
silung upp á að bjóða, en laxa-
rækt fyrirsjáanlega erfið í fram-
kvæmd.
Ekki svo að skilja að silungs-
rækt sé síðri en laxarækt, heldur
hitt að fjárhagslega hafa laxaár
betri uppbyggingarmöguleika.
En hvað um það. Vafalaust
verða skiptar skoðanir manna á
því hvaða árangur hafi náðst á
því 40 ára tímabili sem félagið
hefur lifað, í því sambandi skal
drepið á örfá atriði sem átt hafa
sér stað í félagsstarfinu.
Eitt af fyrstu verkefnum fé-
lagsins var að fá fram bann á
allri silungsveiði í sjó, frá Háls-
höfða, með línu dregna í Hóls-
naust, utan Dalvíkur.
Bann þetta hefur alltaf verið
ágreiningsefni og hefur mönn-
um sýnst sitt hvað um gildi þess,
staðreynd er þó að þetta bann
er að fullu löglegt, þó oft hafi
það verið brotið af veiðimönn-
um. Flestir viðurkenna þó að
ekki sé rétt og eðlilegt að fiskur
sé ræktaður upp í veiðiánum en
séaðþví búnuveiddurísjónum.
Tilraunir með lax.
Árið 1944 voru keypt 1-2
hundruð þúsund kviðpokaseiði
af laxi og þeim sleppt í ána.
Ekki varð árangur af þessari
Þorgils Gunnlaugsson.
seiðasleppingu mikill, endasýn-
ir reynsla síðari ára að kvið-
pokaseiði voru of lítil til slepp-
ingar við aðstæður í Svarfaðar-
dalsá.
Eftir að Fiskiræktarfélagið
var ‘stofnað var öll netaveiði
bönnuð í ánni og aðeins leyfð
stangaveiði, án takmörkunar á
fjölda stanga á dag og helst það
allt fram til þess tíma að leigu-
samningur er gerður við stang-
veiðifélagið Fossa á Dalvík
1964, en þá er stangafjöldi
ákveðin 8 stengur á dag 6 daga
vikunar. (1 frídagur).
Allur ágóði af fyrrgreindri
leigu rann til ræktunar á ánni,
sú ræktun takmarkast verulega
af því hversu erfitt er að fá keypt
seiði sem hentuðu til ræktunar í
Svarfaðardalsá,
Á leigutímabilinu sem er um
10 ár, voru keypt allmörg
þúsund af laxaseiðum, 8-10 cm.
og 12-15 cm, til sleppingar í
ána og gáfu þær sleppingar
nokkra veidda laxa, mest ca. 10
:il 15 á sumri.
Ekki lax, heldur bleikja.
Nú á síðustu árum var sleppt
bleikjuseiðum í ána samkvæmt
ráðleggingum fiskifræðinga.
Seiði þessi voru ættuð úr Víði-
dalsá og litu mjög vel út.
Undanfarin 2 ár hefur ekki
verið hægt að fá bleikjuseiði
keypt, sökum þess hve lítið er
ræktað af þeim og vegna fiski-
sjúkdóma í ræktarstöð Skúla á
Laxalóni. Síðastliðin 4-5 ár
hefur Svarfaðardalsá verið
veidd af landeigendiim sjálfum
að mestu leyti. Fiskifræðingar
sem hafa athugað ána, nú á
síðustu árum, hvetja til ræktun-
Framhald á bls. 2.
Yfir 200 bæjarráðsfundir
2. aprfl sl. var haldinn 200.
fundur bæjarráðs Dalvíkur.
Eins og kunnugt er skipa þrír
bæjarfulltrúar bæjarráð, þ.e.
þeir Kristinn Guðlaugsson,
Rafn Arnbjörnsson og Trausti
Þorsteinsson. Bæjarráð kemur
saman mun oftar en bæjarstjórn
og flest þau mál, sem kom til
kasta bæjarstjórnar, hafa áður
verið til umfjöllunar í bæjar-
ráði. Fyrsti fundur bæjarráðs
var haldinn 1974 þegar Dalvík
fékk kaupstaðarréttindi.
Á þessum 200. fundi bæjar-
ráðs var samþykkt ályktun sem
beint var til sjávarútvegsráð-
herra, þess efnis að eindæma
góð netavertíð við Suðvestur-
land yrði ekki til að stöðva
netavertíð fyrir Norðurlandi
fyrr en ella hefði orðið. I
greinargerð með samþykktinni
kom fram að afli dalvískra
netabáta hafði fram til 31. mars
verið mun lélegri en í fyrra, eða
1.333 tn. á móti 1.833 tn. í
fyrra, þrátt fyrir það að bátum
hefur fjölgað og að í sumum
tilfellum er um að ræða stærri
báta en gerðir voru út héðan í
fyrra.
%
'M-
Stundum skeður það, að blaðinu eru send ljóð til birtingar.
Að þessu sinni eru hérþrjú lítil ljóð. Þaðeróðurtil moldar-
innar eftir Júlíus bónda í Gröf. Hann segir að það sé ort fyrir
löngu, en við birtum það með ánægju í tiiefni vorkomunnar.
Hinsvegar eru tvö ljóð eftir Filippíu frá Brautarhóli
(Hugrúnu) og færum við henni kærar þakkir fyrir hlýhug og
heillaóskir.
Mold
Öllum þeim sem akur plaegja á vorin
og elska sína bernskusveit
gefst að launum glefíi endurborin
og göfug fyrirheit.
Þeir sjá úr jörðu vaxa veikan gróður
og vornóttin er mild og hljóð.
Það eiga allir moldina að móður
og mörgum er hún hlý og góð.
Það er hún sem gjafir stœrstar gefur
og gleður mest og best,
alla fœðir alltaf þroskað hefur
hinn unga sumargest.
Allir þeir sem lífsins gœða leita
leili þeirra í akurjörð,
hún er sál og hjarta allra sveita
hennar er hver þakkargjörð.
Af mold er vaxið allt sem lífi lifir
og löndin gerir rík og sterk.
Moldin ræður miklu lifmagni yfir
og margt er hennar kraftaverk.
Eftir vetrarís og kuldaþœtti
aftur verður jörðin grœn.
Þá lúta allir moldarinnar mœtti
í mildri þökk og hljóðri bœn.
Kveðja til
Norðurslóðar
frá Hugrúnu
NorðurSlóð er besta blað
bera fróðir vitni um það.
Snemma tróð um viskuvað
valdi góðan heimastað.
Norðurslóð er nýt og góð
nærir óður svein og fljóð.
Eykur hróður, yljar glóð,
ýmsan fróðleik birtir þjóð.
Hugleiðing
Ég hef lifað súrt og sætt
svona eins og manna er háttur.
Einatt getur bölið bætt
bjartsýnin og æðri máttur.
Þó að svalan syrti í álinn
setjist kal að hjartarót.
Líknin gefst og læknast sálin
ljóss við tal og vinahót.
Oft er sárt að ganga á gijóti
um giljadrög og kalin börð.
Erfið gangan uppí móti
ýmsum reynist hér á jörð.
Beinist sýn að ljóssins landi
leggur il að hjartarót.
Að lifa í heimi víst er vandi
von og trú er sárabót.
Eitt er víst að Guð er góður
gott er Hann að trúa á,
léttir böl og lífsins róður.
Lífið sjálft er honum frá.
NORÐURSLÓÐ - 3