Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 4
Fiskirækt frh. af bls. 3 Deildarfundir K.E.A. ar á bleikju þar sem góðar að- stæður séu fyrir hendi í ánni er varðar uppvöxt bleikju, en telja hins vegar hitastig árinnar of lágt til að laxarækt geti talist heppileg. Áreiðanlega á þó eftir að gera frekari tilraunir með laxarækt þegar fram líða stund- ir. Eins og fram kemur hefur verið mjög erfitt að sinna rækt- un árinnar, sökum þess hvaðlít- ið er af seiðum á markaði, þar af leiðandi einkennast ræktunar- málin af þeim friðunaraðgerð- um sem átt hafa sér stað. Nú í dag mætti ætla að eitt- hvað fari að rætast úr i ræktun- armálum þar sem áhugi fyrir þessum málum hefur farið vax- andi og uppbygging klakstöðva á næsta leiti, svo sem á Hólum í Hjaltad'al á þessu ári. Þegar Fiskiræktarfélagi Svarfdæla var breytt í Veiði- félag Svarfaðardalsár á síðast- liðnu ári var það gert sam- kvæmt landslögum. í kjölfar þessara.breytinga var gerð nýrr- ar arðskrár nauðsynleg. Undir- staða gerðar hennar voru upp- lýsingaf frá B.S.E. um bakka- lengd hvers aðila sem átti land að ánni. Jóhannes Kristjánsson Akureyri var formaðurQögurra manna nefndar sem vann að gerð nýrrar arðskrár sem hér er birt. Það er án efa erfitt að gera arðskrá svo úr garði að allir verði á eitt sáttir en með athug- un á henni á fárra ára bili ætti hlutur hvers landeigenda að geta orðið sem réttastur. Að lokum. Veiðin í Svarfaðardaísá síð- astliðin 3 ár var sem næst þessi: Árið 1977 .... 1551 fiskar Árið 1978 .... 1430 fiskar. Árið 1979 ... 946 fiskaar. Á síðasta veiðitímabili var veðrátta slæm og veiðitími stuttur. Hjá veiðimálastjóra liggur nú beiðni þess efnis að hann sendi sérfróðan mann hingað í vor til könnunar á aðstæðum til klaks og fiskieldis. Tillaga að arðskrá fyrir Svarf- aðardalsá Jörð Einingar Dalvík ..................... 15 Árgerði .................... 14 Dalvík ..................... 20 Hrafnsstaðir ................ 5 Hrafnsstaðakot .............. 3 Böggvisstaðir .............. 11 Ytra-Holt .................. 12 Syðra-Holt ................. 15 Helgafell ................... 8 Ingvarir ................... 12 Tjörn ..................... 22 Grund ...................... 29 Syðri-Grund ................ 10 Ytra-Graðshorn ............. 20 Syðra-Garðshorn............. 14 Bakki ...................... 37 Steindyr ................... 12 Þverá ...................... 22 Hreiðarstaðir .............. 18 Hreiðarstaðakot............. 12 Urðir ...................... 40 Hóll (með Auðnum) .......... 15 Klaufabrekknakot ............ 9 Klaufabrekkur .............. 10 Göngustaðakot ............... 8 Göngustaðir ................ 15 Sandá ....................... 8 Þorsteinsstaðir ............. 7 Atlastaðir ................. 13 Kot ........................ 16 Skeið ...................... 21 Hæringsstaðir............... 15 Búrfell ..................... 9 Melar....................... 16 Tungufell .................. 35 Dæli........................ 30 Másstaðir .................. 20 Þverá (með Syðri-Másst.) .. 19 Kóngsstaðir ................ 21 Krosshóll og Hverhóll ...... 26 Klængshóll ................. 16 Hnjúkur .................... 11 Hlíð ....................... 12 Syðra-Hvarf (með Hjaltast.) 32 Ytra-Hvarf ................. 53 Hofsá....................... 19 Hof ........................ 30 Gröf......................... 9 Brautarhóll ................. 9 Vellir ..................... 28 Hánefsstaðir ................ 6 Sakka (með ölduhrygg) .... 31 Skáldalækur ................ 13 Hrísar ..................... 36 Víðihólmi ................... 2 Háls ...................... .18 Sæla ....................... 11 Félagsdeildir Kaupfélags Eyflrð inga í Svarfaðardal og á Dalvík héldu aðalfundi sína þriðjudag- inn 25. þ.m. í Þinghúsinu a Grund og í Víkurröst á Dal- vík. Á hvorum fundi voru mættir 40-50 manns. Á fundinum fluttu skýrslur útibústjóri Krist- ján Ólafsson og kaupfélags- stjóri Valur Arnþórsson, er notaðist við myndvarpa til að skýra töflur og útreikninga viðvíkjandi rekstri KEA á árinu 1979. Var það mál manna á báðum fundunum að fram hefðu komið mikið magn upp- lýsinga þótt ekki lægju fyrir endanlegar tölur um rekstrar- uppgjör. Á fundinum á Dalvík flutti Aðalsteinn Gottskálksson ný- ráðinn frystihússtjóri erindi um skipulag fiskvinnslunnar af af- stöðnum miklum breytingum og endurbótum á húsnæði hennar og búnaði. Fram kom að til þeirra hluta hafði félagið varið um 160 millj. krónum á árinu. Á báðum fundunum voru allmiklar umræður, sem spunn- ust út af skýrslunum. í sveit- inni voru þær einkum um afurðareikninga félagsins og verslun meðrekstrarvörurland- búnaðar, en á Dalvík snerust þær aðallega um innri félags- mál, upþlýsingamiðlun og skipulag. Deildarstjóri í Svarfdæla- Á fjórðungsþingi Norðlend- inga, sem haldið var á Dalvík 2.-4. sept í fyrra flutti formaður Samb.ísl. sveitarfélaga, Jón G. Tómasson erindi um hugsan- legar breytingar á stjórnsýslu- kerfi landsins. Ræddi hann þar m.a. um verkefni stjórnskip- a ðrar nefndar, sem gera á tillögur um þetta efni og önnur því tengd. Hér á eftir er birtur kafli úr erindinu, sem varpar ljósi á þá umræðu, sem nú fer fram um breytta umdæmaskipan o.fl. „Sú leið, sem oft hefur heyrst nefnd, er sameining sveitar- félaga með lögum, og þá um leið efling og lögfesting á lands- hlutasamtökum eða fylkjum, sem ekki er sjálfgefið að fylgi mörkum landshlutasamtak- anna. Millistigið þ.e. sýslan eða héraðið væri þá óþarft sem stjórnsýslustig. Allir munu vera sammála um að sveitarfélag eigi að vera grunneining stjórn- sýslukerfisins og réttarstaða þeirra allra eigi að vera hin sama. Á síðasta áratug eða svo hafa komið fram hugmyndir um lögskipaða sameiningu eða fækkun sveitarfélaga úr 224, eins og tala þeirra er í dag, í 67 eða jafnvel allt niður í 63 sveitarfélög. Svo dæmi sé nefnt af Norðurlandi, þarsemsveitar- félögin munu vera í dag 66, hefur verið nefnd hugsanleg fækkun í 17 eða fækkun samtals um 49 sveitarfélög. Stór sveitarfélög eru sterkari til sóknar og varnar í velferðar- málum þegna sinna. Þau ráða betur við verkefni, sem þeim eru þegar ætluð með lögum t.d. á sviði fræðslumála og heil- brigðismála. Þau verða betur undir það búin að taka við nýjum og fjölbreyttari verkefn- um, sem e.t.v. verða best leyst deild er Atíi Friðbjörnsson, en Dalvíkurdeildar Jónmundur Zóphóníasson. Blaðið væntir þess að geta birt upplýsingar um rekstrar- útkomu fyrirtækja kaupfélags- ins á Dalvík að loknum aðal- fundi þess á vori komanda. Ofanskráð fréttaklausa átti að heima fyrir. Stór sveitarfélög eiga að jafnaði völ margra hæfra manna til að stýra málum sínum, og þeim er betur kleyft að ráða sérmenntað starfsfólk til margvíslegra starfa. Ekki má gleyma því, að fjarlægðir hafa styst í þeim skilningi, að sam- göngur eru víðast allgreiðar og sá tími, sem til ferðalaga fer, stendur ekki eins í vegi fyrir félagslegum samskiptum. En óneitanlega eru líka vand- kvæði á sameiningu sveitar- félaga, eins og reynslan hefur sýnt. Þar má m.a. nefna mis- jafnar efnahagsástæður mis- jafnar útsvarsbyrðar og annarra sveitarsjóðsgjalda t.d. á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Enn- fremur misjafna þjónustu, sem sveitarfélögin veita í dag, ólík stjórnmálaviðhorf í sveitar- félögum, sem sameina á oggætu breytt valdahlutföllum stjórn- málaflokka o.fl. Þetta eru alltaf viðkvæm mál. Ekki skal gert lítið úr tilfmningalegum við- horfum íbúanna." Sameining án lögboðs. í erindi því, sem að ofan getur er rætt um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga með lögboði. Hinsvegar er til heimild í lögum fyrir tvö eða fleiri sveitarfélög að sameinast, ef um það verður samkomulag. Hjá Sambandi ísl. sveitar- félaga er áhugi á þessu máli og hafa menn þar stundum haft orð á, að liklega sé óvíða betri skilyrði til þessa en í hinum gamla Svarfaðardalshreppi. Hvað Svarfdælir (hér notað bæði um íbúa hreppsins og bæjarins) hugsa í málinu al- mennt er ekki vitað. í 1. tölublaði Sveitarstjórnar- mála 1980 er birt viðtal við oddvita Svarfaðardalshrepps, birtast í síðasta blaði, en varð að frestast eins og ýmislegt annað. Til viðbótar því, sem upplýst var á fundunum, er nú hægt að skýra frá því, að á fundi 1. aprfl samþykkti stjórn KEA heimild til handa kaupfélags- stjóra að hefja undirbúning að hönnun viðbótarhúsnœðis við verslunina á Dalvík. Halldór Jónsson. í lok við- talsins er þessi kafli, sem Norðurslóð endurprentar hér með leyfi: Nátengd sveitarfélög Dalvíkurkauptún tilheyrði Svarfaðardalshreppi til ársins 1946, er Dalvikurhreppur var stofnaður „illu heilli" sagði Halldór Jónsson í samtali við Sveitarstjórnarmál, „Því ég er þannig sinnaður, að ég tel, að þetta byggðarlag, Dalvík og Svarfaðardalshreppur, eigi að vera eitt sveitarfélag. Þau eru það nátengd viðskiptalega, at- vinnulega og menningarlega, að sjálfsagt þykir, að öll meiri- háttar verkefni séu leyst sam- eiginlega,. eins og áður er fram komið um heilsugæslustöð, og dvalarheimili, sem nú er unnið að, og svo gæti einnig verið um fleiri verkefni. Eru félög sameiginleg? „Það er hvortveggja til Ræktunarsamband er sam- eiginlegt, en búnaðarfélag skipt. Kvenfélög eru tvö, en íbpar hreppsins eru félagar t.d. í slysavarnarfélagi- og Norræna félaginu. Sönglíf er mikið á Dalvík, og fólk i hreppnum syngur í kómum þar. Lions- klúbbur Dalvíkur spannar yfir allt svæðið. Sömuleiðis Kiwanisklúbbur, og verkalýðs- félag er sameiginlegt. Allnokk- uð er um það, að fólk í hreppnum sæki atvinnu á Dal- vík og hefur það að sjálfsögðu full atvinnuréttindi" Félagsheimili? Ein spurningin, sem nú er á döfinni, varðar byggingu félags- heimilis. . Til greina kæmi að standa með Dalvík að byggingu féfagsheimilis, en þó teljum við, áð nauðsynlegt sé að hafa þokkalegt húsnæði undir félagsstarfsemi í sveitinni.“ Alls 1000 Þorgils Gunnlaugsson. Atvinna Verkalýðsfélagið Eining auglýsir eftir starfskrafti til vinnu á Skrifstofu félagsins á Dalvík. Allar upplýsingar eru veittar á skrif- stofunni. Verkalýðsfélagið Eining Dalvíkurdeild Ráðhúsi Dalvíkur Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Dalvíkurbæjar til forseta- kosninga29. júní 1980 liggurframmi á skrifstofu bæjarins til 29. maí n.k. Kærufrestur til bæjarstjórnar rennur út 8. j'úní 1980. Bæjarstjórinn á Dalvík Kvennakór í l IMPi' i i 1 iíi ■ ■ WSL Jm JHBP’ J Srszœi&x-ÁiiiÍ&fF'T f < rafc * Æ’ Mtf ; í Svarfaðardal hefur um nokkurt skeið starfað dálítill kvennakór undir stjórn Elinborgar Gunnarsdóttur á Syðra-Hvarfi. Myndin er tekin í Dalbæ á Dalvík, þar sem kórinn söng nýlega fyrir íbúa hússins. Á myndinni eru frá vinstri: Olga á Sökku, Ingibjörg á Jarðbrú, Rannveig á Hnjúki, Kristín á Másstöðum, Jóhanna á Urðum, Margrét á Göngustöðum, Jóna á Hrísum, Astdís í S-Holti, Helga á Bakka, Ema á Hnjúki, Sigríður á Tjörn og Jónína á Klængshóli. Söngstjórinn situr við píanóið. Sameining sveitarfélaga 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.