Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 8
Skoðanakannanir um
forsetakjör
Guðlaugur og Vigdís berjast
um hylli Daivíkinga
í annarri viku aprílmánaðar
gekkst framhaldsdeild Dalvíkur
skóla fyrir skoðanakönnun um
vinsældir þeirra frambjóðenda
sem nú þegar hafa gefið kost á
sér til embættis forseta lýðveldis
ins. Norðurslóð fékk að fylgjast
með framkvæmd könnunar-
innar og hafa niðurstöður henn
ar ekki verið birtar opinberlega
fyrr en nú.
Úrslit könnunarinnar eru
ljós: tveir frambjóðendanna,
þau Vigdís Finnbogadóttir og
Guðlaugur Þorvaldsson hafa
algera sérstöðu. Samkvæmt
skoðunakönnuninni fengju þau
um þrjá fjórðu allra atkvæða á
Dalvík, ef kosningar færu fram
nú.
Úrslitin:
Albert Guðmundsson:
12 atkv. 9,8%
Guðlaugur Þorvaldsson:
42 atkv. 34,4%
Rögnvaldur Pálsson:
1 atkv. 0,8%
Vigdís Finnbogadóttir:
48 atkv. 39,4%
Pétur Thorsteinsson:
0 atkv. 0,0%
Óákveðnir og auðir seðlar:
19 atkv. 15,6%
122 atkv. 100%
Framkvæmd könnunarinnar
Úrtakið var fundið þannig að
fimmti hver maður á kjörskrá í
alþingiskosninunum ídesember
s.l. var tekinn í það. Samtals
voru í úrtakinu 148 Dalvíkingar
eða um 20% allra atkvæðis-
bærra manna. Þeir fengu send-
an seðil og voru beðnir að
krossa við þann frambjóðand-
ann sem þeir kysu helst. Einnig
var á seðlinum unnt að krossa
við sérstakan reit ef þátttakandi
var óákveðinn, hafði ekki enn
gert upp hug sinn.
Nemendur framhaldsdeildar-
innar fóru svo á stúfana nokkr-
um dögum síðar með lokaðan
„atkvæðakassa" og fundu þá,
sem voru í úrtakinu að máli.
Var þá seðlinum stungið í kass-
ann án þessa að nokkuð væri
um það rætt hvað á honum
stæði.
Ekki tókst að innheimta alla
atkvæðaseðlana. 122 skiluðu
sér, og er það um 82,4% þeirra
sem í úrtakinu voru. Hlutfallið
er ámóta og kosningaþátttaka í
kosningum síðustu ára.
Telja má könnunina nokkuð
ábyggilega, en langt er til
kosninga og margt getur breyst
á skemmri tíma.
Til viðbótar hinni vísindalegu
skoðanakönnun um vinsældir
forsetaefna, sem fór fram á
Dalvík á vegum skólans, hefur
blaðinu borist niðurstaða úr
skoðunarkönnun hjá fyrirtækj-
um KEA hér á Dalvík. Sú
könnun var gerð dagana 19. og
20. apríl 78 manns tóku þátt í
leiknum.
Útkoman varð þessi:
Guðlaugur Þorvaldsson:
38 atkv. 51,3%
Vigdís Finnbogadóttir:
28 atkv. 37,8%
Albert Guðmundsson:
1 atkv. 1,4%
Pétur Thorsteinsson:
0 atkv. 0.0%
Rögnvaldur Pálsson:
0 atkv. 0,0%
Óákveðnir 7 atkv. 9,5%
74 atkv. 100%
Hvar á að þvo bflinn?
Frá því að þvottaplaninu var
lokað við „shellið“ hafa Dalvík-
ingar og þeir ferðamenn, sem
viljað hafa þvo bfla sína, verið í
megnustu vandræðum. Varla
hefur verið í önnur hús að venda
en lítið þvottaplan við Bíla-
verkstæði Dalvíkur, en það plan
er engan veginn fullnægjandi.
Ekki er fullkomlega ljóst
hvers vegna planinu við „shell-
ið“ var lokað á sínum tíma. Eftir
því sem Norðurslóð kemst næst
munu olíufélögin (Shell og
Esso) ekki hafa viljað annast
rekstur þess. Bæjaryfirvöld
munu einnig hafa verið því
mótfallin að fá afrennslið af
bílaþvottaplani inn í klóak-kerfi
bæjarins nema að settur yrði
upp einhver sá umbúnaður sem
hindraði stíflur í kerfinu.
Olíufélögin (Shell og Esso)
fundu þá upp á þVí snjallræði að
byggja nýtt plan og gefa síðan
Dalvíkingum það. Hugmyndin
mun vera sú að olíufélögin gefi
kústa og slönguren bæjarsjóður
annist annan rekstur. Var mein-
ingin að plan þetta yrði út við
Brimnesá, fjarri öllum bensín-
sölum ogbílaþjónustufyrirtækj-
um.
Bæjarstjórn hefur aldrei
samþykkt að taka við þessari
gjöf og ekki er ljóst hvort
olíufélögin munu engu að síður
láta verða af þessum rausnar-
skap.
Ljóst er að ekki eru allir
þættir verslunar með bílavörur
jafn ábatasamir. Á undanförn-
um árum hafa líklega allir þeir,
sem komu nálægt verslun með
olíur og bensín, haft þokkaleg-
an gróða, nema náttúrlega
neytendurnir. Rekstur þvotta-
plana mun án efa ekki vera jafn
arðbær og'bensínsala. Heyrst
hefur sú barnalega kenning að
olíufélögin rækju þvottaplön til
að laða að viðskiptavini, að
plönin væru þáttur i innbyrðis
samkeppni olíufélaganna. Þessi
kenning fær auðsjáanlega ekki
staðist hér á Dalvík.
Shell og Esso selja bensín svo
gott sem úr sömu tönkunum og
Olís (BP) hefur hefur nýskeð
lokað sinni útsölu á Dalvík.
Olíufélögin þurfa því ekki að
minnka gróða sinn með því að
ástunda vafasama samkeppni á
Dalvík. Og hvað er eðlilegra en
það að bæjarsjóður annist rekst
ur þess hluta þjónustu við
bílaeigendur sem olíufélögin
græða ekki á?
Ó.P.
Lestrarfélag Svarfdæla 100 ára
Ég veit ekki hvað það er í vitund
margra Svarfdælinga að bóka-
söfnin í héraðinu eru 100 ára á
þessu ári.
Á 40 ára afmæli Lestrarfélags
Svarfdæla skrifar Sigurjón Jóns
son, læknir eftirfarandi, meðal
annars:
„Það var vorhugur í öllum
landslýð 1874. Þá var minnst
1000 ára byggingar landsins.
Margs var að minnast bæði af
blíðu og stríðu frá liðnum tíma,
en framtíðin var öll hulin, eins
og æfinlega, þar hafa vonin og
hvíðinn orðið, en varla er það
vafamál að á þessu milda
minningaári voru vonirnar kvíð
anum yfirsterkari. Og fram-
kvæmdaþránni óx byr undir
báða vængi. Sumstaðar stigu
menn á stokk og strengdu þess
heit að hrinda einhverju þarfa-
máli í framkvæmd, sveitinni,
sýslunni eða landinu til gagns.
Vafalaust hafa miklu fleiri gert
slíkt heit með sjálfum sér en
sögur fara af. Að vísu varð
minna úr mörgu slíku en til stóð
og þeim sem reyndu að hrinda
einhverju áleiðis til bóta varð
einatt þyngra fyrir fæti en þeir
höfðu ætlað. Hrifning sú, er
stundum getur gripið menn við
hátíðleg tækifæri, er endingar-
lítil hjá flestum þegar hátíðar-
víman er liðin hjá, en það eru
ekki nema fáir einir sem reynast
trúir þeim hugsjónum, sem allir
höf ðu heitið fylgi, en þessir fáu
geta litlu orkað af því fylgi
íjöldans vantar.
Einn þessara manna, sem
þetta ár fínnur hvöt hjá sér til að
gangast fyrir nýju fyrirtæki til
menningarbóta sinni sveit, er
Þorsteinn Þorkelsson á Syðra-
Hvarfi í Svarfaðardal. Á sjálfan
nýársdag 1874 ritar hann áskor-
un til sveitunga sinna um
stofnun lestrarfélags og býðst til
að gefa 100 króna virði í bókum
til stofnunar félaginu.
Þegar þess er gætt að gefand-
inn var bláfátækur og stórfatlað
ur, þá verður ljóst að hér er um
að ræða hans hjartfólgið alvöru
mál. Það er líka auðvitað að
hann hlaut manna best að
finna' þörfina á lestrarfélagi.
Hann var að kunnugra sögn
gæddur sjaldgæfum fróðleiks-
þorsta, en af ástæðum þeim
sem áður getur má nærri geta
hversu erfitt honum hefur veitst
að ná í góðan og nægan
bókakost til að svala fróðleiks-
þörf sinni þótt góður viiji
reyndist hér sem oftar sigursæll,
lá og hitt í augum uppi hversu
aðstaða hans og þeirra sem
svipað stæði á fyrir um fátækt
og fróðleiksþrá, yrði betri ef
félagsskapur væri um bókakaup
in.
En hér fór sem oftar, að
minna varð úr framfaratilraun-
inni en til var ætlast vegna fylgis
leysis manna. Að vísu féllust
allir fúslega á þetta, er hann átti
tal við, stendur í grein sem
Þorsteinn skrifar nokkrum ár-
um seinna, en þar með var búið,
talið var að efni og ástæður
leyfðu ekki, gamla handhæga
mótbáran, er marga endurbóta-
viðleitni hefur svæft. Er málið í
salti þangað til því er hreift á ný
af Þorsteini á vetrarfundi á
Völlum 1878. Þar tjá 20 menn
sig fúsa til að ganga í félagið og
stjórn er kosin, en lög félagsins
eru ekki sett fyrr en árið eftir og
ekki til fulls fyr en 1. nóvember
1880. Höfum við litið svo á að
hér sé þá fyrst stofnað að fullu
lestrarfélag."
Þetta segir Sigurjón Jónsson,
læknir um aðdragandan að
stofnun Lestrarfélags Svarf-
dæla 1920 í ritgerð um lestrar-
félagið.
Blindur er bóklaus maður.
Mér finnst ekki úr vegi að
birta hér bréf það, sem
Þorsteinn Þorkelsson ritaði til
sveitunga sinna 1. janúar 1874:
„Blindur er bóklaus maður,
seigir einn orðskviður vor og er
hann sannur.
Vér seigjum ekki þar fyrir að
þeir séu allir glöggsýnni í
vísindalegu tilliti, er eiga greið-
an aðgang til bókfræðinnar
heldur en hinir er ekki eiga það„
er það engan veginn bókunum
að kenna heldur brúkun hinna
siðferðislegu hæfileika mann-
anna er hafaþær undir höndum.
Af þessum orsökum er það
sprottið að menn munu hafa
stofnað félög til að njóta
bókfræðinnar sérstaklega er
menn kalla skóla bæði æðri og
lægri.
En sökum þess að það er
ómögulegt að allir geti notið
þessarar uppfræðingar, er þó
hafa hæfileika til þess, því
veldur erfiðleiki lífskringum-
stæðna þeirra, þá hafa menn
aftur stofnað önnur félög sem
Þorsteinn Þorkelsson.
ekki eru eins vísindaleg og
bindandi, en geta þó haft
nokkra vísindalega þýðingu.
Það eru lestrarfélögin.
Það sýnist vera ófært, að
einstakir leikmenn og enda ef til
vill lærðir menn hafi átt svo
mikinn fjölda af bókum að þeir
nálega geti léð hverjum manni
sem hafa vill bækur til aflestrar í
heilu byggðarlagi. Þó er eins og
sumir hafi komist nokkuð á leið
frh. bls. 2
Tímamót
Þann 18. apríl varð 70 ára Rósa Sigurðardóttir í Svalbarði á
Dalvík.
Þann 19. apríl varð 85 ára Ásgerður Jónsdóttir, áður í
Hafnarbraut 2, nú vistmaður í Dalbæ á Dalvík.
Þann 20. apríl varð 85 ára JónaMagnúsdóttir frá Sæbaftka.
Þann 22. apríl átti 65 ára brúkaupsafmœli hjónin frá
Klængshóli Margrét Árnadóttir og Kristján Halldórsson.
Þau voru gefin saman í hjónaband á Atlastöðum þann dag
árið 1915. Séra Kristján E. Þórarinsson á- Tjörn gaf
brúðhjónin saman.
Á laugardaginn fyrir páska, þann 4. apríl, var skírður Jónas
Tryggvi, foreldrar Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann
Antonsson Sognstúni 2, Dalvík.
Sama dag var skírð ÞóraHlín, foreldrar Marín Jónsdóttir og
Friðrik Friðriksson, Hjarðarslóð 3b Dalvík.
Á annan páskadag, þann 7. apríl, var skírður Erlendur
Vilberg, foreldrar Guðlaug E. Erlendsdóttir og Pálmi
Guðmundsson Goðabraut 10, Dalvík.
SamadagvarskírðurB/örgvi/i, foreldrar Hafdís Sigurbergs-
dóttir og Björgvin Gunnlaugsson Skíðabraut 15, Dalvík.
Séra Stefán Snævariskírði öll ofanskráð börn.
Á annan dag páska fermdist að Saurbæ í Eyjafirði Hólmfríð-
urHilmarsdóttir Hólabraut 15, Dalvík. Samtímis voru fermd
þar þrjú önnur barnabörn þeirra Dan íels Sveinbjarnarsonar
og Gunnhildar Kristinsdóttur frá Saurbæ.
Sr. Bjartmar Kristjánsson framdi athöfnina.
Þann 27. mars andaðist Snjólaug Aðalsteinsdóttir fyrrver-
andi húsfreyja á Kóngsstöðum. Hún var fædd á Þverá niður
30. október 1893, en 11. ágúst 1916 giftist hún Óskari Kr.
Júlíussyni frá Hverhóli. Þau bjuggu á Hverhóli 1913-1925 og
síðan á Kóngsstöðum fram undir 1950, er þau fluttu til
Dalvíkur, en héldu þó heimiíisfesti og nytjuðu Kóngsstaði
allt fram á þennan dag.
Þau eignuðust 6 börn, Aðalstein, Kristínu, Friðrikku,
Ástdís og Árna, sem öll eru búsett nyrðra, og Valdemar,
sem býr í Reykjavík.