Norðurslóð - 27.01.1982, Qupperneq 2

Norðurslóð - 27.01.1982, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar Jöfnun hitunarkostnaðar Jöfnun aðstöðu og lifsgæða milli landsins barna hefur verið vinsælt pólitiskt stefnumið allra flokka um langt skeið í orði að sjálfsögðu, en líka í talsvert miklum mæli á borði. í því sambandi nægir að nefna stórkostlegar endurbætur siðustu ára á vegakerfi, rafveitum og símkerfí, sem allt stuðlar að jöfnun aðstöðu til að njóta Iífsgæða i einhverjum skilningi. Er síst ástæða til að vanþakka þetta og margt í svipuðum dúr, sem vel er gert. Hins vegar er hollast að gera sér grein fyrir því, að jöfnun aðstöðu verður aldrei nema takmörkuð. Sú stefna, sem lengi hefur verið allsráðandi, að setja nálega allar sameiginlegar mennta- og menningarstofnanir þjóðarinnar niður í höfuð- borginni er ein sér nægileg til að gera aðstöðumuninn gífurlega mikinn og óútjafnanlegan. Um þetta tjáir ekki að sakast, enda er það sannast mála, að við landsbyggðarmenn njótum líka eins og annars í ríkara mæli en meðborgarar okkar við Faxaflóa og í grennd, þótt erfitt kunni að vera að meta það til fjár. Hér skal þó minnt á einn þátt daglegra útgjalda, sem hvílir margfalt þyngra á sumum þegnum þjóðfélagsins en öðrum og vissulega er hægðarleikur að jafna svo um munar. Það er hitunarkostnaður húsa í okkar kalda landi. Nú búa 80-90% þjóðarinnar við húsahitun frá jarðvarmaveitum og fleiri bætast við á næstunni. Á hinn bóginn verða alltafjiokkrir, sem aldrei geta búist við slíkum hlunnindum sér og byggðum sínum til handa. En það á ekki að koma að sök. Nú er rafmagnið komið um allar byggðir, og senn í yfirfljótanlegu magni. Hér eigum við því góðan leik á borði: að nýta okkar heimaöfluðu orku og afmá um leið tilfinnanlegan aðstöðu- mun þegnanna. Það er aðkallandi að taka nú þegar ákvörðun um að gefa öllum, sem ekki eiga kost á hitaveitu, færi á að kaupa raforku til húshitunar á verði, sem er nálægt meðalverði á vatni úr jarðvarmaveitu. Það hlýtur að vera hægt að finna einfalda leið til að koma svo miklu réttlætismáli fljótt og vel í höfn. H. E. Þ. Samvinna - sameining í varfæmislega orðaðri grein í síðasta tölublaði af Norður- slóð fjallaði Hjörtur á Tjöm um núverandi skiptingu sveitar- félaganna og hvort hún ætti lengur rétt á sér. Fagna verður því mjög að hann skuli hafa þorað að fjalla opinberlega um þetta viðkvæma mál því ekki er nóg að málin séu eingöngu rædd á götuhomum eða á bæjarhlað- inu. Þó það sé oft nauðsynlegur undirbúningur er orðið tíma- bært að ræða þetta mál opin- skátt. Undirritaður er aðkomu- maður hér og þekkir ekki ástæðuna fyrir skiptingunni 1946, en hvað sem þár kom til finnst mér ekki skipta máli lengur. Ástæða er til að skoða málið nú í ljósi bættra sam- gangna og aukinnar samvinnu almennt. Samvinna sveitarfélaga á ýms um sviðum færist mjög í vöxt, telja verður það eðlilegt þar sem það gerir ýmsum minni sveitar- félögum kleift að bjóða íbúum sínum upp á þjónustu sem því stæði ekki annars til boða. Einnig stuðlar þessi samvinna oft að spamaði í rekstri og hagkvæmari nýbyggingum. Það sem oftast ræður mestu um þessa samvinnu er hin landfræði lega skipting og telja verður að sameining Dalvíkur og Svarf- aðardalshrepps sé mjög rökrétt frá því sjónarmiði. Meiri sam- vinna eða sameining við Ár- skógshrepp er fyllilega inni í þessari mynd. Undir svona kringumstæðum er oft spurt hvort stíga eigi skref eða taíca stökk. Vegna þess að talið er, að andstaða við sam- einingu sé ennþá allnokkur, má vera rétt að flýta sér hægt. Samþykkt hefur verið tillaga í Bæjarstjórn Dalvíkur þar sem bæjarstjóra er falið að reyna að koma á reglulegum fundum oddvita nágrannasveitarfélag- anna og bæjarstjóra. Eru þessir fundir ætlaðir til þess að ræða ýmis sameiginleg mál þessara sveitarfélaga. Efafþessu verður má fagna því sem fyrstu reglu- legu skoðanaskiptum þessara sveitarfélaga sem síðar mætti útvíkka í reglulega samráðs- fundi sveitarstjórnanna. Samvinna þessara sveitar- félaga er nú fyrir hendi. Má þar nefna rekstur heilsugæslustöðv- ar, rekstur heimavistar og 8. og 9. bekkjar grunnskólans. Sam- vinna hefur einnig verið um kaup á slökkvibílum. Umræður fara nú fram um sameiginlegan rekstur tónlistarskóla þar sem kennt yrði á Dalvík, í Húsa- bakkaskóla og Árskógsskóla. Hafa allar sveitarstjómimar lýst áhuga sínum til þess og verður fundum um málið fram- haldið nú í desember. Málefni slökkviliðs Dalvíkur koma sennilega bráðum til umræðu þessara sveitarfélaga þar sem fyrir Alþingi liggja lög um skyldu sveitarfélaga til að hafa eigið slökkvilið, eða gera samn- ing við annað (önnur) sveitar- félög um að sjá um brunavarnir fyrir sig. Samvinná Dalvíkur og Norðurslóð leitar svara: Hvernig var gamla árið? Hvernig leggst það nýja í þig? Það er góð venja í upphafl nýs árs að skyggnast yfir farinn veg og spá um ókominn tima. Því fór Norðurslóð á stúfana og leitaði álits nokkurra manna á nýliðnu ári og nýbyrjuðu ári. Spuming- arnar sem fólk var beðið að svara voru einfaldlega þessar: Hvemig fannst þér síðastliðið ár og hvemig líst þér á nýja árið? Sigurður Jóhannsson Hrísum. „Síðastliðið ár var heldur erfitt ár þegar á heildina er litið. Veðurfar var landbúnaðinum erfitt, kalt, og af þeim sökum lítil spretta. Ekki bætti úr skák að lítilli sprettu fylgdi mikið kal. Ef litið er á efnahag fólks þá held ég að þróunin hafi verið sú að æ erfiðara sé að ná endum saman. Mér finnst a.m.k. heldur hafa lengst á milli þeirra ogekki síst á síðastliðnu ári. Nú hvað nýtt ár snertir þá vonar maður alltaf að það muni færa manni eitthvað gott. Ég er farinn að sjá til sólar hér og því þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“, sagði Sigurður Jóhannsson. Kristján Ólafsson Dalvík. „Þegar ég hugsa um liðið ár virðist það hafa verið nokkuð gott ár, bæði til sjós og lands. Um einstök atriði á nýliðnu ári ber hæst ár fatlaðra og það sem áunnist hefur í þeim málum. Þá hefur næg atvinna verið þrátt fyrir verðbólgu ogrekstrarerfið- leika fyrirtækja. Persónuleg áhugamál mín hafa gengið mér í vil á síðast- liðnu ári og á ég þar við vísi að stofnun byggðasafns fyrir Svarf- aðardal og Dalvík. Þegar litið er til ársins 1982 virðist mér ekki of bjart fram- undan í rekstri ýmissa fyrir- tækja þar sem útlit er fyrir að verðbólgan komi til með að vaxa verulega á árinu. Um einstök mál á þessu ári ber hæst ár aldraðra og sú skylda okkar sem yngri erum að hlúa að þeim málurn", sagði Kristján Ólafsson. Aðalheiður Árnadóttir Dalvík. „Ég vil meina að síðastliðið ár verði að teljast meðalár. Ef á afkomu á árinu er litið kemur í ljós að hún var hreint ekki svo slæm. Hinsvegar þarf víst ekki að fjölyrða um veðrið á síðast- liðnu ári. Það var með allra versta móti. En þegar á heildina er litið hef ég ekki undan neinu að kvarta á síðastliðnu ári. Hvað nýbyrjuðu ári viðkemur þá held ég að veður verði slæmt í vetur en sumarið all miklu betra en í fyrra. Ætli afkoma verði ekki svipuð og í fyrra, svo framarlega sem aflabrögð verði Svarfaðardalshrepps um bygg- ingu og rekstur Dalbæjar er öllum aðilum mjög til sóma. Það stóra afrek sem þar hefur verið unnið, er með því besta eða það besta sém þekkist á málefnum aldraðra hér á landi og má þakka það góðri samvinnu og samhug sveitarfélaganna. Það er því ljóst að hvort sem til sameiningar kemur eða ekki hlýtur aukin samvinna og sam- starf að vera til góðs fyrir alla. Ekki skal fram hjá því gengið að í umræðum um samvinnu sveitarfélaganna er oft minnst á að allt sé á Dalvík og Dalvíkur- bær einn njóti útsvarstekna og fleira af þeim mönnum sem hafa framfæri sitt af sameiginlegum rekstri sveitarfélaganna. Rétt er það að svo er oftast, en Daivíkurbær hefur líka kostnað svipuð“, sagði Aðalheiður Ámadóttir. Ambjörn Stefánsson Dalvík. „Mér fannst síðastliðið ár það versta sem ég man. Það sem mér fannst einkenna árið voru fyrst og fremst veðurfarslegar óstill- ur. Veturinn erfiður, vorið kom seint, sumarið kalt og haustið sömuleiðis. Þrátt fyrir þetta hugsa ég að árið hafi ekki leikið fólk hér grátt. Að vísu virðist það óvenjulega þungt í lund á árinu en það má eflaust rekja til veður- farsins. Hvað mig og mína áhrærir þá hefur nýliðið ár verið gott ár. Hingað á Dalbæ komum við Laufey í desember síðastliðnum og líður hér vel. Hér þarf sann- arlega ekki undan neinu að kvarta. Nú, það sem af er árinu hefur tíðarfar verið hálf leiðinlegt. Hvort það er fyrirboði ársins þori ég ekki að spá um“, sagði Arnbjöm Stefánsson. Guðrún Lárusdóttir Þverá. „Það fer eftir því hvemig á það er litið. Nýliðið ár var hundleiðinlegt hvað veðurfar snertir, en aftur á móti fannst mér félagslíf a.m.k. hér í sveit vera ögn skárra en árin á undan. Þegar á heildina er litið virtist mér fólk hér um slóðir hafa það betra í fyrra en næstu ár á undan. Sjálfsagt hefur næg atvinna ráðið þar mestu um. Þegar skyggnst er yfir liðið ár fannst mér að mest hafi áunnisj fyrir héraðið á sviði vegamála. Á ég þar við uppbyggingu-vegar- ins til Akureyrar, en brátt mun verða komið varanlegt slitlag á hann allan. Um nýhafið ár vil ég segja það að mér líst að mörgu leyti vel á það. Ég held að veðurfar verði betra en á liðnu ári, eða slíkt vonar maður. Það mætti segja mér að efnahagur fólks verði lakari en á síðastliðnu ári. Verðskyn hjá fólki er orðið svo brenglað að ekki er von á góðu. Annars held ég að mannlífið haldist að mestu óbreytt á nýhöfnu ári. Vonandi batnar það sem batnað getur“, sagði Guðrún Lárusdóttir. Jónas Þorleifsson Koti. „Um síðastliðið ár þarf víst ekki að hafa mörg orð. Það var slæmt ár, sérstaklega hvað tíðar- far snerti. Einkanlega var þó haustið erfitt. Of snemmt er víst að segja um hvemig árið kom í heild út fyrir bændur. Ég er nú engin spámaður þannig að ég vil sem minnst segja um nýhafið ár, bæði hvað af þessum þegnum sínum sem öðrum. Hann þarf að byggja og halda við götum svo þessir menn geti byggt sín eigin hús. Hann þarf að byggja og reka leikskóla fyrir börn þessara þegna sem annarra. Hann þarf að byggja og reka skóla, sund- laug, íþróttahús, heilsugæslu- stöð og fleira. fyrir þessa þegna sína sem aðra. Þannig má lengi telja. Það á líklega langt í land með það að sú fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar líti dagsins ljós að verkefnaskortur verði fyrir það fé sem til ráðstöfunar er af skatttekjum þegnanna. Meðan svo er væri réttast að láta lögheimili manna ekki standa aukinni samvinnu fyrir þrifum. Það mál myndi allavega leysast með sameiningu sveitarfélaga. í byggðarlögum myndast allt- viðkemur landbúnaðinum og þjóðfélaginu í heild. Það verður þó að segjast alveg eins og er að ástandið í þjóðfélaginu nú er ekki beint glæsilegt, en sem betur fer er verið að leysa eitthvað úr þeim málum. Hvað síðan verður er ómögulegt að segja fyrir um“, sagði Jónas Þorleifsson. Anton Guðlaugsson Dalvík. „Að mörgu leyti var síðast- liðið ár gott. Ég held að almennt hafi fólk sloppið heldur vel frá árinu bæði hér sem annarsstað- ar. Að vísu urðu bændur illa úti á árinu, ekki má gleyma því. Þar spilaði veðurfarið náttúrulega stæsta hlutverkið, en það var að mínu mati það sem gerði okkur hvað erfiðast fyrir á árinu. Ef litið er á þjóðfélagið í heild fannst mér hinn síaukni skipa- innflutningur landsmanna vera það neikvæðasta á síðastliðnu ári. Hvað mannlíf hér á Dalvík varðar á liðnu ári þá var það ágætt en stór missir þótti mér af blandaða kómum sem hér starf- aði. Ég verð að segja það að mér líst ekki nógu vel á nýja árið. Markaðshorfur er ég hræddur við en þær hafa jú allt að segja fyrir atvinnulíf á stað eins og Dalvík. Það mætti segja mér að eitthvað þrengist um efnahag fólks á nýhöfnu ári. Ég læt vera að spá í veðrið“, sagði Anton Guðlaugsson. Kristín Gestsdóttir Dalvík. „Nýliðið ár geymist nokkuð vel í huga mér. Ég á mínar góðu minningar frá árinu en sömu- leiðis slæmar. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar á árinu held ég að fólk megi minnast þess með nokkuð góðum hug. Hagur fólks hefur áreiðanlega verið í meðallagi góður. Ung fólk flytur hingað til Dalvíkur og sest að og er gott til þess að vita. Á síðastliðnu ári var margt gert til hagsbóta hér á Dalvík. Efst er mér í huga áframhald- andi uppbygging á Dalbæ. Mér finnst ánægjulegt að vita af þessu heimili í byggðarlaginu. Einnig dettur mér i hug að nefna aukna gatnagerð hér í bænum. Hún er til hagsbóta fyrir alla. Þegar rætt er um síðastliðið ár kemur upp í hugan ánægjuleg heimsókn forsetans okkar hing- að í sumar. Hún var öllum kærkominn gestur og lífgaði upp á hversdagsleikann. Um nýhafið ár vil ég segja að mér líst heldur vel á það. Eftir svo erfitt ár veðurfarslega séð gefur maður sér að nýtt ár muni færa öllum eitthvað betra“, sagði Kristín Gestsdóttir. Öskar Þór. af byggðakjarnar eins og Dal- vík. Það er alltaf álitamál hvar staðsetja eigi ýmsa starfsemi og hversu mikið eigi að dreifa henni. Það vandamál ætti alltaf að vera hægt að leysa með góðum vilja, en mér finnst aðal- atriðið að gera öllum íbúunum eins auðvelt og hægt er að njóta alls þess sem boðið er upp á. Fullt jafnræði næst þó aldrei meðan búið er bæði í sveit og bæ, sem vonandi verður áfram. Ég tek því undir áskorun Hjartar um að farið verði að ræða þessi sameiningarmál al- varlega og opinskátt frá öllum hliðum svo íbúar þessarra sveitar félaga eigi auðveldara með að taka afstöðu i þessu máli. Dalvík 3. des. 1981 Karl Guðmundsson, bæjarritari. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.