Norðurslóð - 27.01.1982, Qupperneq 3
Krossgáta,
ljóðagetraun.
Eins og fyrri daginn var heil-
mikil þátttaka í leikjunum í jóla-
blaði Norðurslóðar. Hefur dun-
ið yfír ritstjórnina töluverð
skæðadrífa af bréfum með lausn
um að gátunum og þónokkuð af
vísubotnum. Sumir hafa látið
fylgja nokkur vinsamleg orð og
þakkakvak og erum við ósköp
glaðir yfir öllu slíku, þvi flestum
þykir lofið gott, eins og þar
stendur.
Rétt er að minnast fyrst á
vísuna, sem birt var og spurt,
hvað væri sérkennilegt við hana:
Heitir lítil Ijóða þrautin o.s. frv.
Enginn svaraði þessu, en það
skrítna er þetta: Það eru fjögur
orð í hverri ljóðlínu. Þau má lesa
lóðrétt niður eftir framan frá og
kemur alveg það sama út. Öll
orðin koma tvisvar fyrir í
vísunni nema orðin, sem koma
undir skálínu, sem dregin væri
milli fyrsta orðs og síðasta. Já,
margt er sér til gamans gert/
geði þungu að kasta/Það er ekki
einskisvert/að eyða tíð án lasta.
Krossgátan
Ekki færri en 30 sendu lausn á
gátunni og allt var það rétt.
Þessi var lausnarvísan:
Mastrið syngur sveigt í keng,
seglið kringum hljómar.
Raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fmgurgómar.
Visan er úr kvæðinu Rammi-
slagur eftir Stephan G.
Stephanson.
Þessir sendu lausnir: Erna
Kristjánsdóttir, Hnjúki, Hildur
Loftsdóttir, Bjarkarbraut 7 Dal
vík, Gunnar Friðriksson, Ás-
vegi 7 Dalvík, Stefanía Jónas-
dóttir, Brautarhóli, Hallgrímur
Gunnarsson, Reynimel 59 Rvk.
Hafsteinn Pálsson, Miðkoti Dal
vík, Elinborg og Sigurjón, S-
Hvarfi, Guðrún Rafnsdóttir,
Raftahlíð 57 Sauðárkróki, Stein
unn Daníelsdóttir, Smáravegi
10 Dalvík, Hrefna Haralds-
dóttir, Öldugötu 2 Dalvík,
Hafdís Hafliðadóttir, Stórhóls-
vegi 8 Dalvík, Kristinn Pálsson,
Húnabraut 10 Blönduósi, Jón
Baldvinsson, Goðabraut 9 Dal-
vík, Tryggvi Jónsson, Sogns-
túni 1 Dalvik, Helen Ármanns-
dóttir og Stefán Jónmundsson,
Sunnubraut 7 Dalvík, Ámi
Stefánsson, Pilangsrunden 146
Landskrona Svíþjóð, Jóna og
Stefán Snævarr, Dalvík, Sigrún
Dagbjartsdóttir, Seldal Norð-
firði, Lilja Kristjánsdóttir, Sól-
eyjargötu 15 Rvk. Sverrir Stef-
ánsson, Brimnesi Dalvík, Sig-
ríður Loftsdóttir, &/rarvegi 6
Akureyri. Guðríður Olafsdóttir,
Sonnenfeld, Vífílsfelli 11 Rvk.
Helga Eiðsdóttir, Bárugötu 3
Dalvík, Svana Halldórsdóttir,
Melum, Margrét Ingólfsdóttir,
Hafnarbraut 25 Dalvík, Frey-
laug Eiðsdóttir, Nesi Saurbæjar-
hreppi, Steinunn Davíðsdóttir
og Árni M. Rögnvaldsson Vana
byggð 13 Akureyri, Helga Þórs-
dóttir, Bakka Svarfaðardal,
Aðalgeir Egilsson, Mánárbakka
Tjömesi, Helga Vilhjálmsdótt-
ir, Hólavegi 7 Sauðárkróki.
Lilja Kristjánsdóttir (frá
Brautarhóli) sendi með lausnar-
vísunni bréf, sem við birtum hér á
síðui § af því það er svo
skemmtilegt. Og heldur en að
draga nú verðlaunahafann út úr
þessum stóra hópi jafnverðugra,
þá ætlum við að láta Lilju njóta
bréfsins og ákveðum henni verð-
launin. Hún fær bráðlega senda
bókina Daufir heyra eftir séra
Jón Bjarman.
Ljóðagetraun
Hér var þátttaka líka góð, 12
manns sendu lausnir við getraun
fyrir gáfaða auk þess sem margir
þeirra létu fylgja með lausn
þeirrar laufléttu. Þetta teljum
við vera ágætt framtak og
dæmum engan í tossaflokk fyrir
þau vinnubrögð. Tveir ungir
piltar, Pálmi Oskarsson í Odda
á Dalvík og Þórleifur Bjömsson
á Húsabakka í Svarfaðardal,
sendu lausn þeirrar laufléttu og
teljum við það líka mjög við-
eigandi, því hún var satt að segja
sniðin við hæfi bama og ung-
linga. Þarna em sem sé upp-
rennandi áhugamenn um kveð-
skap og kannski tilvonandi
ljóðasmiðir.
Hér koma réttar lausnir við
aðalgetrauninni, bæði lausnar-
orðin í textasambandi til glöggv
unar, nafn ljóðsins og höfundur.
1. Ég skal gefa þér duluna mína
að dansa í (úr þjóðsögu).
2. Öfugur og oltinn á hnakk-
ann/á útgönguversinu sprakk
hann. (Þorkell þunni, Jónas
Hallgrímsson.)
3. Hárauð bönd um hár á sér/
hreinar vefja píkur. (Grænlands
vísur Sigurðar Breiðfjörð.)
4. Hún Gunna notar sér blíðu-
blæinn/með brosi hoppar um
allan bæinn. (Eignað Jónasi
Jónassyni frá Hrafnagili.)
5. Bergþórshvoll logandi blasir
við sýn/blossandi við himininn
dimmbláa skín. (Ingibjörg Bene
diktsdóttir.)
6. Öminn flýgur fugla hæst í
forsal vinda./Hinir sér það láta
lynda/að leika, kvaka, fljúga,
synda. (Eignað Páli Ólafssyni.)
7. Eftir japl og jaml og fuður/
Jón var grafmn út og suður. (Jón
hrak, Stephan G. Stephanson.)
8. Sigríður niðri í búðinni
beið,/bylti við ströngum og
léreftið sneið. (Úr Piltur og
stúlka, Jón Thoroddsen.)
9. En þegar brotna hausar og
blóðið litar storð/brpsir þá
Goðmundur kóngur. (Á Glæsi-
völlum, Grímur Thomsen.)
10. Bráðum kemur betri tíð með
blóm í haga/sæta, langa sumar-
daga. (Halldór Laxnes.)
11. Upp á himins bláum boga/
bjartir stjömuglampar loga.
(Benedikt Gröndal.)
12. Hún var ættuð að austan/
ekkjan fögur og rík./En hárið
og tennumar hvítu,/hvor-
tveggja úr Reykjavík. (Örn
Amarson.)
13. Sólskríkjan mín situr þarna á
sama steini,/hlær við sínum
hjartans vini/honum Páli Ólafs-
syni. (Páll Ólafsson.)
14. Álfadrottning er að beisla
gandinn,/ekki er gott að verða á
hennar leið. (Á Sprenisandi,
Grímur Thomsen.)
15. Skuggi skaust úr lautu,/
skreið und gráa steina. (Barma-
hlíð, Jón Thoroddsen.)
16. Lífið fátt mér ljær í hag,
lúinn þrátt ég glími./Koma
máttu um miðjan dag/mikli
háttatími. (Gísli Ólafsson frá
Eiríksstöðum.)
17. Brimaldan stríða við strönd-
ina svall/og stundi svo þungan.
(Við hafið, Steingrímur Thor-
steinsson.)
18. Yfir eyðilegt hjam, þar sem
engin vex rós/gengur einmana
halur um kvöld. (Heimkoman,
Kristján Jónsson, fjallaskáld.)
19. Hann (Grettir) hlustar, hann
bíður og bærist ei,/heldur i
feldinn, horfir í eldinn og
hrærist ei. (Úr Grettisljóðum,
Matthías Jochumson.)
20. Hún (lóan) hefur sagt mér til
syndanna minna/ég sofi of
mikið og vinni ekki hót. (Lóan,
Páll Ólafsson.)
21. Þótt hann drykki, þótt hann
drykki/þá samt bar hann prís.
(Sr. Eiríkur Brynjólfsson
þýddi.)
22. Blessast Ingólfs byggð frá
þeirri stundu. (Minni Ingólfs,
Matthías Jochumson.)
23. Prestar háúm himni frá/
hulda dóma segja. (Sigurður
Breiðfjörð. Annað tilbrigði sést
prentað í bókum: Klerkar hinum
heimi frá o.s.frv.)
24. Þessi kona kann að unna/
kann að vera ambátt, drottn-
ing./En ég finn með ótta og
lotning/að einnig hatríð muni
hún kunna. (Snjáka, Einar Bene-
diktsson.)
Þessir sendu lausnir, misjafn-
lega ítarlega útfærðar, en yfir-
leitt alveg réttar: Baldvina Þor-
steinsdóttir, Dalbæ Dalvík, Dag
björt Ásgrímsdóttir, Lambhaga
Dalvík, Elinborg Gunnarsdótt-
ir og Sigurjón Sigurðsson á
Syðra-Hvarfi, Gísli Jónsson,
Ásvegi 23 Akureyri, Hafdís
Hafliðadóttir, Stórhólsvegi 8
Dalvík, Haraldur Zóphónías-
son, Karlsbraut 27 Dalvík, Jóna
og Stefán Snævarr Dalvík,
Jónina Kristjánsdóttir, Klængs-
hóli, Kristjana Ásbjamardóttir,
Álftagerði Mývatnssveit, Pálmi
Jóhannsson, Odda Dalvík, Sig-
rún Dagbjartsdóttir, Seídal
Norðfirði, Steinunn Daníelsdótt
ir og Halldór Jóhannesson,
Aðalgeir Egilsson, Mánárbakka
Þá er það verðlaunaveitingin
og nú er okkur mikill vandi á
höndum, því margir sendu prýði
lega vandvirknislegar lausnir.
Einn þeirra er t.d. Jónína á
Klængshóli, en hún hefur fengið
verðlaun áður. (Hún þarf ekki
bók, hún á bók, eins og segir í
skrítlunni.) Ætli við sendum
ekki hinni óþekktu konu_ í
Mývatnssveitinni, Kristjönu Ás-
bjamardóttur, verðlaunabók-
ina. Hún sendi svo greinargóð
svör. Hún má búast við að fá
með póstinum ljóðabókina
Dvergmál eftir Baldur Eiríks-
son.
Norðurslóð flytur öllum, sem
þátt tóku í þessum leikjum bestu
þakkir og ekki síður fyrir
vinsamlegar og uppörvandi
kveðjur, sem fylgdu mörgum
lausnunum.
Vísubotnar í næsta blaði.
Vonda árið Framhald af forsíðu.
MH fv,
MYND 1:
Súlurnar sýna mánaðarúrkomuna árið 1981. Breiða tröppulínan sýnir
meðaltalsúrkomu hvers mánaðar á árabilinu 1970-1981.
wi
MYND 2:
Ársúrkoma áranna 1970 til 1981. Úrkoman árið 1981 er mun meiri en
undanfarandi ár en sambærileg við það sem gerðist á fyrri hluta áttunda
áratugarins.
ógæfa eða álög, að gera sér ætíð
hreiður á gulstarartorfum út í
miðri tjörn. Síðan liggja þær á í
vonglaðri tilhlökkun í nokkrar
vikur en í þann mund sem
unganna er von úr eggjunum ná
vorleysingarnar jafnan há-
marki. Svanirnir sem sjá að þeir
eru á fiæðiskeri staddir berjast
örvæntingarfullri baráttu viðað
hækka hreiðrið og barma þess.
En enginn fær umflúið sín
grimmu örlög og svanirnir
mega oftast horfa á eftir hreiðri
sínu og eggjum í mórautt flóðið.
Örvinglaðir sveima þeir um
tjörnina í nokkurn tíma en
hverfa svo brott með harma-
hljóðum. Aldrei hefur mér þótt
svanasöngur fallegur en engan
fugl veit ég tjá harm sinn á
áhrifameiri hátt en álftina.
Svo lærir meðan lifir segir
máltækið, en það gildir ekki um
svaninn. Ár eftir ár endurtekur
sama sorgarsagan sig á Tjarnar-
tjörn. Aðeins þegar óvenju illa
árar og vorleysingarnar dragast
fram á sumar sleppur álftin úr
flóðunum með unga sína.
Á.Hj.
ATVINNA
Frystihús KEA Dalvík óskar nú þegar eftir starfsfólki til
ýmislegra starfa - þó sérstaklega í snyrtingu og pökkun.
Unnið í bónus.
Uppl. gefur verkstjóri, sími 61212 og skrifstofan,
sími 61211 á vinnutíma.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Frystihús KEA Dalvík.
- Alhliða fiskvinnsla -
NORÐURSLÓÐ - 3