Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 7
Séra Magnús Einarsson prestur á Tjörn Nokkrir fróðleiksmolar í samantekt Björns Þórleifssonar Margir Svarfdælingar hafa heyrt sögur og sagnir, sem enn ganga manna á milli, af séra Magnúsi Einarssyni, sem kennd- ur var við Tjörn í Svarfaðardal. Hann fæddist árið 1734 og ólst upp á Möðrufelli í Eyjafirði. Fimmtán ára gamall fór hann til Þórarins Jónssonar sýslumanns á Grund og gerðist skrifari hjá honum. Nokkrum árurn síðar fór hann að tilhlutan sýslu- manns í Hólaskóla og lauk þaðan námi, en dvaldist eftir það enn um hríð hjá sýslu- manni. Árið 1769 varð hann pestur að Tjörn og þjónaði þar til dauðadags, en hann lést árið 1794. Magnús efnaðist lítt i embætti sínu, en sagt var að sóknar- börn hans hafi unnað honum hugástum og leitað mjög eftir ráðum hans. Leysti hann vandræði manna jafnan eftir föngum. Honum var þannig lýst, að hann hafi verið meðal- maður á hæð og samsvarað sér vel, fölur í andliti með dökk- jarpt hár, hægur og stillilegur í framkomu, glaður og þægilegur í viðmóti, en þó alvarlegur á svip, einarður vel og höfðing- djarfur, heldur seinn til máls, en orðheppinn mjög. Séra Magnús var álitinn gáfumaður og vel að sér, ágætur ræðumaður og and- ríkur, sérstaklega í kveðskap. Ræður flutti hann jafnan blaða- laust, en mun hafa skrifað þær flestar fyrst. Hann átti jafnan góða hesta og var góður reið- maður, en var sagður vínhneigð- ur, einkum er hann var á ferða- lögum. Trúlyndur var hann og brá aldrei tryggð við vini sína. Eitt það sem einkenndi gáfur séra Magnúsar var, að hann var forspár. Hneigður var hann fyrir dulspeki og vera má, að það hafi valdið því að hann var talinn göldróttur. Þeir sem þekktu hann best, sögðu aftur á móti, að slíkt hefði aldrei getað samræmst hinni miklu trú hans og innilegu guðrækni. Enginn bar þó á móti því, að hann hefði vitað margt með undarlegum hætti, sem enginn hefði getað sagt honum. Þá kváðust vinir hans ekki þora að neita því, að hann væri kraftaskáld. Margt af kveðskap séra Magnúsar hefur varðveist hér og þar í handritum, svo og sagnir af honum. Kveðskapur séra Magnúsar Þegar Magnús var hjá Þór- arni sýslumanni á Grund, var það einhverju sinni, að sýslu- maður reið til alþingis og var Magnús með í för. Voru þeir samferða Sveini lögmanni Sölva syni frá Munkaþverá, en þeir Magnús áttu jafnan í orðaglett- um. Þegar þeir komu af alþingi riðu þeir unt Kaldadal. Þar lentu þeir í vondu veðri og mikilli rigningu og voru vegir slæmir. Þá kvað Sveinn: Öfugi gröfugt er nú hér orðið um stað að ríða, Magnús, þarna þér ei ber, þorðu orð að smíða. Magnús kvað þá: Harðir garðar hlaðast að hlíðar víða á stöllum, skarðast jarðir, skarði er það, skriður ríða úr fjöllum. Magnús heyrði að Sveinn lög- maður hefði lesið Njálu og þá kveðið þessa visu: Allar vammir œfandi, öllum var til skaða, hátt mun góla í horngrýti Hallgerður bölvaða. Þá kvað Magnús og lét berast til Sveins: Ekki er vist að svoddan sé. samt þó Itéldi vitur mann, að Itafi lent í Helvíti /7 Hðarendah úsf'reyjan. Enginn hafi það eftir mér, ekki heldur /ofa ég vtf, máski hún hafi séð að sér og síðan fengið eilíft lif. Björn Þórleifsson Sigríður kona Þórarins sýslu- manns var skapstór og heldur nísk. Elduðu þau oft grátt silfur saman, hún og Magnús. Eitt sinn þurfti Magnús að fara að heiman og spurði um skó sína, en þeir fundust ekki. Þjónusta hans sagði húsfreyju frá, en hún taldi líklegast að Magnús hefði étið skóna. Magnús kvað þá: Húsmóðirin það heilla sprund hungrinu mun svoforða, að skóna þar á góðu Grund gerist ei þörf að borða. Magnúsi þótti matarillt á Grund og eru nokkrar vísur til eftir hann um atlætið þar. Eitthvert sinn var sagt, að hefði verið borin á borð nokkur tóm eggjaskurn. Þá kvað hann: Hún Sigríður hefur sett það með svona til uppfyllingar. Kœnni hef ég ei konu séð við krása framreiðingar. Maður nokkur fór að núa séra Magnúsi um nasir, að hann drykki meira vín en við hæfi væri, og heyrðu fleiri til. Þá kvað prestur: Um brennivín þú bregður mér, blíðu jók það tregðu mér, slíkt til lasts ei legðu mér, í leyni bið ég, segðu mér það heldur. Eitt sinn var mikill skortur á vínföngum. Þá kvað séra Magnús: Þykir mér nú stinga í slúf og stœkkar hryggðar bollinn. vín ci fœst að vökva úf svo virða hlaupi í kollinn, - eigi það sjálfur skollinn. I miklu vetrarfrosti í Urða- kirkju kvað séra Magnús: Kuldinn gerir bláan bjór á bókaþór við morgunslór, kraftur er s/jór, en fjörið fór, frjósa skór í Urða-kór. Eftir messuna kvað hann: / manna sýn það mér á hrín megnið dvin og harkan fín. eyðist pín, því auðarlín Elín mín gaf brennivín. Brennivínspelinn Þar sem Magnús var bæði sagður fjölkunnugur og drykk- felldur, er ekki undarlegt að sögur hafi myndast um útvegun hans á vínföngum. Fyrir utan Urðir var eitt sinn lítið kot, sem hét Gróugerði. 1 túnstæðinu þar er stór steinn og í honum hola. Sagt var að Magnús hafi jafnan skilið eftir vasapela sinn í holunni er hann messaði á Urðum, en pelinn væri fullur er hann vitjaði hans á sama stað á heimleið. Héldu menn góðgerð- irnar vera komnar frá álfum. Framsýni Magnúsar Eitt vor, þegar farið var að vinna á túnum, kom séra Magnús við á Bakka á leið sinni fram í Svarfaðardal. Fólk var allt úti á túni við vinnu og börn nokkur hjá. Um leið og prestur reið hjá, kastaði hann kveðju á fólkið og sagði um leið: ,Gáið að börnunum, áin er nærri“. Hann átti síðan stutt samtal við fólkið um leið og hann kvaddi sagði hann aftur: „Gáið að börnunum, áin er nærri.“ Að fáeinum dögum liðnum drukkn- aði eitt barnanna í ánni. Magnús prestur slævir draug Áður en séra Magnús kom að Tjörn, var hann prestur á Upsum og þar áður í Stærra- Árskógi. Meðan hann var í Árskógi fór einn sóknarmaður til og vakti upp draug í kirkju- garðinum. Vildi þá svo illa til að hann vakti upp móður 'sína. Varð maðurinn mjög óttasleg- inn og vildi koma henni niður aftur, en fékk ekki við ráðið. Magnús prestur lá vakandi í rúmi sínu, gat ekki sofið. Hann klæddist og fór út og sá þá hvað um var að vera. Gat hann hjálpað manninum að koma draugnum niður aftur, en samt fylgdi kerlingin manninum eftir þetta og þóttu fylgjur hans rammar. Einhverju sinni var þessi maður á ferð með séra Magnúsi inni í Möðruvalla- klausturssókn. Hafði þá besta kýrin á bæ einum þar nýlega drepist í fjósinu af aðsókn. Þá kvað séra Magnús: Ef þú dve/ur eina stund örgust myrkra hrœða, ég ríf þig sundur rétt sem hund með römmu afli kvæða. Eftir þetta þótti draga mjög úr ásóknum kerlingar. Tjarnarkots-Gunna I tíð Magnúsar á Tjörn var í Tjarnarkoti kerling ein er Guð- rún hét. Hún var einræn í skapi. Var hún sem heimagangur á Tjörn og þáði oft greiða hjá presti og konu hans, einkum þó á jólum. Guðrún lést skömmu fyrir jól einn vetur í mikilli ótíð. Þegar hún var jarðsett, var dimmviðri og hríð. Þótti bera á reimleika eftir kerlinguna og þóttust menn sjá svip hennar, bæði á Tjörn og í Tjarnarkoti. Á jólanóttina heyrðu menn á Tjörn, að högg mikil voru rekin ofan í baðstofuþekjuna og eins yfir göngunum. Synir prests fóru út að forvitnast um, hverju þetta sætti, en sáu ekkert. Prestur svaf uppi á baðstofu- lofti og varð fyrir einhverri aðsókn kerlingar, þvi hann hvað þessar vísur: Hrœddu mig ekki Gunna góð, með geði ófínu; liggðu kyrr í leiði þínu, loftinu komdu ei nœrri mínu. Heilla Gunna, hafðu á þér Itegðan betri. Láttu mig njóta í svörtu setri, að ég söng yfir þér á hríðarvetri. Eftir þetta varð enginn var við Guðrúnu. Fjölskylda séra Magnúsar Séra Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Soffía Björnsdóttir f. 1744 á Vindheim- um á Þelamörk, dóttir séra Björns Schevings prests á Eyja- dalsá. Magnús og Solfía áttu saman 8 börn en tvö þeirra dóu ung. Þau sem komust til full- orðinsára voru: Björn f. 1764, bóndi á Jarðbrú, Gísli f. 1765, prestur á Tjörn, Sigríður f. 1771, bjó á Þorsteinsstöðum, Magnús f. 1778, bóndi í Miðhúsum í Eyjafirði, Einar f. 1781, bóndi á Steindyrum, Þorsteinn f. 1782, bóndi á Hreiðarsstöðum. Seinni kona séra Magnúsar var Guð- rún Höskuldsdóttir f. 1751 á Karlsá, dóttir Höskulds Jóns- sonar. Sambúð þeirra Magnús- ar entist aðeins 3 ár. Þau áttu eina dóttur, Guðrúnu f. 1793 en hún giftist Guðmundi Jónssyni bónda á Ingvörum. Lokaorð Eins og getið var um í upp- hafi, var séra Magnús vel látinn og sagt var að sóknarbörn hans hafi unnað honum hugástum. Þegar Magnús lést 29. nóv. 1794 urðu margir til að trega hann. Þegar séra Jón Þorláksson á Bægisá frétti lát Magnúsar kvað hann: Nú grœtur mikinn') mög Minerva2) táragjörn; nú kætist Móriaf) mjög, mörg sem á dárabörn; - nú er skarð fyrir skildi - nú er Svanurinn nár á Tjörn. 1) Magnús á latínu þýðir mikill 2) Vísdómsgyðjan 3) Heimskugyðjan Heimildir: Gríma hin nýja, þriðja bindi. Reykjavík 1964. DVÖL 1. árgangur 1934, 1-3 hefti. Svarfdælingar eftir Stefán Aðalsteinsson, seinna b. Iðunn Reykjavík 1978. FORMANNAVÍSUR Eftirfarandi „Formannavísur" bað Kristján heitinn á Klængs- hóli fyrir til Norðurslóðar skömmu áður en hann andaðist. Þetta er afrit skrifað með hinni fögru rithönd Björns hcitins Jónsson- ar, sem síðast bjó í Tjarnar-Garðshorni. Vísurnar eru sagðar eftir Jón Jónsson á Þverá og eru sýni- lega gerðar mjög nærri aldamótunum síðustu. En hver var þessi Jón Jónsson á Þverá? Gestur í Bakkagerði álítur að þetta sé, enginn annar en sjálfur Jón Sælar, sem var reyndar sonur Ragnheiðar Björnsdóttur húsfreyju á Þverá niður (og Jóns Jónssonar bónda í Sælu). Er einhver svo fróður að geta staðfest þetta eða afsannað? Um kveðskapinn er það að segja að hann er nú ekki upp á marga fiska. En þá ber þess að gæta að höfundar svona vísna- bálka höfðu varla annað í huga en að koma nafni og heimili manna til skila. Allt annað var aukaatriði. Og þrátt fyrir allt felst í þessu dálítil heimild um sjósóknina í Svarfaðardal um 12. aldamótin. 1. Itinn gœtinn geðs um frón gildttr vætir bándjón. Hnísutröðum heppinn á Hreiðarsstöðum Guðjón frá. 2. Þó Kári reiður semji són 13. samt frá Hreiðarsstöðum Jón öldu-skeiða lœtur-ljón um lýsuheiði frí við tjón. 3. Frá felli Tungu fram setur flæðalunginn óhrœddur. Soffónías sels um rann sýnir frían dugnað hann. 4. Hann Júlíus áraörn ýtirfrí á selatjörn. Sverðaþráðinn sókndjarfi Syðra-frá er Garðshorni. Ritstj. Þóftukarfa þreklegur Þorsteinn arfi Jón lipur birtingstraðir beitir á Böggvisstaðasandi frá. Eyddur skaða allröskur áranaðinn fram drífur brims um hlaðið bráðlipur Böggvisstaða Gunnlaugur. Kaðalmáfinn keyrir snar hva/s um b áar strendurnar Upsum fr. hann Þorsteinn þar með þegaa knáa tíðum var. 15. Frá Efstakoti einatt Björn öldugota ú hnísutjörn mikið sno ur snýr með vörn þótt snö' ) sé oti ránarbörn. 14. 5. Armar oft út renndi 16. Ytra-þar frá- Garðshorni um brautir karfa kappsamur Kristjáns arfi Hallgrímur. 6. Sigfús Brekku sagður frá 17. sildarbekkinn langt út á stýrir þekkur mastramá, megnið ekki bilar þá. 7. Lœtur slaga áraörn 18. ekki ragur þarfrá Tjörn. Sels um hlaðið Sigurður sómamaður hugdjarfur. 8. Hug með snörum hraðvirk 19. hringabörinn góðlyndur 111 á flóðið knörinn fram setur frá Ingvörum Hjörleifur. 9. Seggjum hjá vel siðugur 20. sels á bláa grund drífur hlunnamáfinn höndugur Holti frá hann Sigurður. Þó Kári ónota semji són og syngi ránardœtur flóðagota um fliðrulón frá Miðkoti snýr hann Jón. Rangahéra um rostungsfrón renna gerir Sigurjón út frá búðum Brekku þar þá brjóta á súðttm öldurnar. Hart um bláta hnísutjörn Holti frá hann Daníel Björn stýrir dável áraörn, óttast sá ei ránarbörn. Aflastjái alvanur öldumáfinn fram setur hvals um /á er kappsamur Karlsá frá hánn Gunnlaugur. Hátt þó tóni hræsvelgur á hnísulónið fram setur kaðlaljónið knálegur Karlsár Jón vel laghentur. 10. Holti frá oft Kristinn kann 21. Hátt þó lesi hrönnin blá Kári á þó blási hann hlunnablesa lætur gá láta gá um geddurann geymirfés um geddulá góðan ráar léttfetann. Guðjón nesi-Sauða-frá. 11. Lét Guðmundur áraörn oft á skunda selatjörn funa naðurs Freyrinn hér frá Hrafnsstaðakoti er. 22. Frá HUð út rennur hraðvirkur hrottaspennir sókndjarfur þóftur karfa um þorskafrón Þórðar arfi lipur Jón. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.