Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 5
Gunnar Stefánsson:
„Upsastrandar ysta eg á bænum var“.
Um Æviraurt Þorvalds Rögnvaldssonar í Sauðanesi
Það hefur löngum verið vin-
sælt hér á landi, og þó aldrei eins
og síðustu áratugi, að segja ævi-
sögu sína, rekja fyrir almenningi
feril sinn, störf og margháttaða
lífsreynslu. Svarfdælingar hafa
látið sér hægt um slíka bóka-
gerð, og minnist ég í svip ekki
annarra en Snorra Sigfússonar
er samið hafi sjálfsævisögu. Það
er þó nokkur bót í máli að ef við
lítum nokkrar aldir aftur í
tímann verður fyrir okkur ævi-
saga bónda í Sauðanesi, og það í
bundnu máli. Þetta er kvæðið
Æviraun eftir Þorvald Rögn-
valdsson sem uppi var á
sautjándu öld. Eftir hann liggur
raunar ýmislegt fleira af kveð-
skap, þar á meðal rímur, en ævi-
kvæðið er merkast og frá því og
skáldinu ætla ég að segja dálíið.
Kvæðið Æviraun er prentað í
Blöndu 1921-23. Jón Þorkelsson
sá um útgáfuna og ritar formála
um skáldið. Er hér vitnað í
kvæðið eftir þeirri útgáfu.
Nýlega hefur verið sagt nokkuð
frá Þorvaldi, í fyrsta bindi Sögu
Dalvíkur eftir Kristmund Bjarna-
son. Þar er vitnað í kvæðið og
orðamunur töluverður við
Blöndu, hvernig sem á því
stendur.
Þorvaldur Rögnvaldsson
fæddist í Sauðanesi, líklega árið
1596. Æviferill hans virðist í fáu
hafa verið frábrugðinn, á ytra
borði, lífi alþýðumanna á þeirri
tíð. Kvæði sitt yrkir hann sjötug-
ur, einkum til að minnast konu
sinnar sem nýlátin var. Hann
var bóndi á ýmsum bæjum á
Upsaströnd, þar á meðal
fæðingarstað sínum, og var við
þann bæ kenndur.
- Skulum við nú líta yfir ævi
Þorvalds og fikra okkur eftir
frásögn hans í kvæðinu.
Hann byrjaði á að vísa til þess
að menn hafi löngum sagt ævi-
sögu sína og er fullur auðmýktar
út af því að hann skuli nú ætla að
fara að dæmi sér meiri manna og
láta „minnis dyr sínar opnar“,
þótt hann hafi fátt merkilegt
fram að færa. Síðar segir:
Ungur eg með fysta (þ.e. fyrsta)
ekki lœrði par,
féll því fátt til lista,
fram svo aldur bar,
vandist við að kvista
og veiða fisk úr mar.
Upsastrandar ysta
eg á bœnum var.
Snemma varð hann að taka til
hendi, lærði að róa og slá, en
tilsagnar naut hann lítt í bókleg-
um efnum, lærði þó að lesa í
foreldrahúsum, en mest af
sjálfum sér. Rúmlega tvitugan
„fýsti hann að gifta sig“ og hóf
búskap örsnauður, bæði að
Gunnar Stefánsson
búpeningi og verkfærum. Alls-
laus var hann þó ekki:
Mín var engin eiga
utan konan sjálf.
Sjó sótti Þorvaldur af kappi
eins og bændur á Upsaströnd
gerðu löngum. Smám saman
vænkaðist hagur hans:
Vandist eg við víðir (víðirtsjór)
veiðistöðum hjá
eins og aðrir lýðir,
er aflann vildu fá,
hafði eg, sem hlýðir,
Hlés við verka stjá.
kom svo karl um síðir
kneri átti þrjá.
Þótt þau hjón yrðu þannig vel
bjargálna virðist auðlegð aldrei
hafa orðið þeim við hendur föst,
því bæði voru örlát og greiðvikin
nauðleitamönnum. - Dóttur
eina áttu þau og andaðist hún
sautján vetra úr bólusótt. Varð
þeim hjónum það mikill harmur
sem nærri má geta. Aður en það
gerðist hafði annað reiðarslag
dunið yfir Þorvald sem hann
segir frá í nokkrum erindum
kvæðisins.
Bróður átti Þorvaldur er Jón
hét og bjó á Krossum á Arskógs-
strönd. Hann var borinn þeim
sökum að hafa farið með galdur,
vakið upp draug fyrir áeggjan
nágranna síns á Hellu og sent að
Urðum þar sem hann gerði
ýmsan óskunda, en Hellubóndi
átti í brösum við Urðamenn.
Jón Rögnvaldsson bar af sér
sakir, en í fórum hans fundust
blöð með torkennilegri áletrun.
Var nú ekki framar að sökum að
spyrja ogsýslumaður Eyfirðinga
dæmdi Jón til að brennast á báli.
Var það fyrsta galdrabrenna á
íslandi og fór fram á Melaeyrum
sumarið 1625. Er dapurlegt til
þess að vita að Svarfdælir skyldu
verða fyrstir til að hlaða manni
bálköst hér á landi, en gaidra-
brennur komust ekki í algleym-
ing fyrr en nokkrum áratugum
síðar. Er þó þess að minnast að
Sauðanesið séð norðanfrá.
galdrafár varð aldrei mjög
magnað hér, andstætt því sem
gerðist víða í Evrópu.
Þorvaldur segir að Jón bróðir
sinn hafí verið saklaus brennd-
ur, enda verið „allt um of
einfaldur" til að geta náð tökum
á galdri. Sjálfur lýsir hann sök á
sig fyrir að hafa ekki haft kjark
til að rísa upp bróður sínum til
varnar:
Var eg drengur deigur
dofinn til hyggju steins
hvorki vitur, né veigur
að verja málið sveins,
því olli illur beygur
annars málma reins,
fyrir það var hann feigur
eg fœr var ei til neins.
Sorgartreginn sesti
sveið um hyggju rann,
bolt á barma festi (barmitbróðir)
burðugur sýslumann,
dæmdi dóm án fresti
dauðaverðan hann,
kynti bál með kesti
kola svo til brann.
Þorvaldur hefur óttast sýslu-
mann og ekki talið sig geta risið
gegn ofurveldi hans. Svo er á
hitt að líta að Þorvaldur var
barn sinnar aldar sem aðrir
menn. Hann er að vísu fullviss
um sakleysi bróður síns, en
hvergi kemur fram að hann efist
um tilvist galdra eða sé í vafa um
að menn geti ofurselt sig óvinin-
um, en sú var trú manna að
galdramenn gerðu. Sá vondi var
hvarvetna nálægur á þeirri tíð.
Þorvaldur huggar sig við hinn
forna vísdóm sem Njáll hafði
uppi forðum, að guð muni eigi
láta menn brenna þessa heims
og annars. A þessu var dauða-
refsing galdramanna grundvöll-
uð: bálið átti að stytta vist þeirra
í eldinum annars heims; þar
mun Jón Rögnvaldsson „eigi/
eldsins kenna á glóð/ nær á
dómadegi/ dæmir Kristur
þjóð“.
Trúarskoðun skáldsins er í
fullu samræmi við rétttrúnað
sautjándu aldar, en honum
getum við kynnst í fullkomnastri
mynd í Passíusálmum séra
Hallgríms. Trú Þorvalds í
Sauðanesi var honum huggun í
hörmum. Hann ávarpar „engla
kóng“svo:
A lifandi manna landi
loft þig menn og frúr,
syngjum samfagnandi,
sést þá ekkert stúr.
Þor^aldur mátti sjá á bak
mörgum sem honum voru kærir
um dagana. Systir hans dó af
barnsförum, faðir hans drukkn-
aði og systursynir hans „sukku í
djúpið þrír“. Hann minnist og í
kvæðinu ýmissa vina sinna sem
horfnir eru. Mest var þó sorgin
að missa eiginkonuna eftir
hálfrar aldar hjúskap. Síðasti
hluti Æviraunar er tregaljóð
eftir hana, en huggunin er sú að
eiga brátt eftir að hitta hana
aftur „á lifandi manna landi“:
I þeim engla höllum
aftur hver sinn fœr.
Þorvaldur átti enn meira en
áratug ólifaðan er hann kvað
Æviraun. Hann andaðist liðlega
áttræður 1679. Kvæðið er
minnisvarði yfir hann og full-
gott dæmi um lífsskoðanir og
kvæðastíl aldar hans. Allt
þekkjum við það þó með stór-
felldum svip annars staðar. En
skáldið í Sauðanesi lýsir hér
einkum sjálfum sér. Við kynn-
umst manni sem háði æðrulaust
sína lífsbaráttu á Upsaströnd, til
lands og sjávar, og mætti sýnist þvt til fyrirstöðu að sami
margháttuðum raunum og maður hafi ort þessa vtsu og sá
áföllum með stillingu. Hann var er kveður í Æviraun um hin
líklega ekki skörungur sem þyngstu áfötl. Hann er í lífi sínu
kallað er, og í engu uppreisnar- æðrulaus og jafnhugaður, eins
maður. En hitt er vafalaust sem og Grímur kvað um Haltdór
Páll Eggert Ólason segir í riti Snorrason.
Bærinn á Sauðanesi um aldamótin.
sínu, Menn og menntir:
„Æviraun sýnirglöggt vandaðan
mann og guðrækinn, ræktar-
saman ættmennum, greiðvikinn
og líknsaman.“
Æviraun er öll með alvarleg-
um blæ. Við hressilegri tón
kveður í vísu sem Þorvaldi er
eignuð. Svo segir að eitt sinn
hafi fallið snjóflóð og farist
sauðir hans allir og brotnað
bátur sem hann átti. Kona hans
bar sig illa yfir missinum, en
Þorvaldur kvað:
Mas er að hafa mammonsgrát
þó miðlist nokkuð af auði.
Nú skal efna í annan bát
og ala upp nýja sauði.
Með svo karlmannlegu æðru-
leysi tók þessi gamli sveitungi
vor skaða sínum. Og ekkert
Trúarsannfæring Þorvalds
hefur verið honumstyrkuríævi-
raun. Hann átti líkaþágáfusem
Egill kallaði bölva bætur, og
fyrir hennar kraft ‘gat hann
kveðið sig í sátt við tífið og
dauðann.
Af því að fæðingar-
háttð frelsarans fer nú í hönd
skulum við ljúka upprifjun um
skáldið í Sauðanest með þessum
orðum hans, þarsem hann biður
lausnarann að leiða sig inn í
ljóma paradisar:
O, hvað mun eg nurta
móður drottins sjá
og soninn hennar sæta
sínunt föður hjá, -
huggararnt hyggiu strceta.
heilagur andinn sá.
er allt kann endurbæta.
og unaðssemdin há.
Þóreyjarvísur
Neðanskráðar vísur eru skrifaðar með skýrri en fremur við-
vaningslegri hendi á síðu sem auð hefur verið í handriti einu í
bók þeirri sem kallast Urðabók eða Hæringsstaðabók ogerí
Landsbókasafni, ÍB 387 8vo. Þetta er allskonar kvæða- og
sálmatíningur sem til var á Urðum, einkanlega frá dögum
Jóns Sigurðssonar, hins efnaða og ágæta bónda. Þórey sú sem
vísurnar eru til er einkadóttir Jóns og seinni konu hans Önnu
Guttormsdóttur. Þórey bar nafn fyrri konunnar og varð
seinna húsfreyja á Urðum, kona Jóns Sveinssonar. Vísurnar
hefur Anna sennilega sjálf ort til litlu dóttur sinnar og það
mun vera hennar hönd sem þær eru skrifaðar með á blaðið.
Margt bendir til að óvenjulegt menningarheimili hafi veriðá
Urðum á dögum þessa fólks.
Ungit börnin iðka sig
aft í lestri kvera,
Þórey litla, mundu mig
minni þeim ei vera.
Litlu börnin leika sér
og láta vel í máta,
fá sér það sem fa/legt er
en fara ei að gráta.
Vœnu börnin vilja þrátt
verða iðin að þjóna,
sitja kyrr og hafa ei hátt,
horfa í kver og prjóna.
Góðu börnin gá að því
góðlynd jafnan vera,
góðum fylgja góðu í
gott svo mætti upp skera.
Mundu að stunda mennt og list
meður prýðidáðum
hafðu með þér Herrann Krist
helst í öllum ráðum.
NORÐURSLÓÐ - 5