Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 3
Árshátíð samtaka Svarfdælinga: Minnst 25 ára aftnælis Kvenþjóðin við stjórnvölinn Skyndikórinn: Halla Jónasdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Edda Ögmunds- dóttir, Halla Baldvinsdóttir, Nanna Jónasdóttir, Jóhanna M, Gestsdóttir og Eyvör Friðriksdóttir. Ljósm. Sólveig Sveinsdóttir. Þann 26. nóvember 1982 voru liðin 25 ár frá því að Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni voru stofnuð. Þann 13. nóvember s.l. var árshátíð Samtakanna baldin og við það tækifæri var Gísli Krist- jánsson fenginn til að stíga í ræðustól og minnast atriða úr sögu Samtakanna. Gísli mælti m.a. á þessa leið: Þann 26. nóvember í ár eru 25 ár liðin síðan samtök okkar voru stofnuð, en þá höfðum við - nokkrir sveitungar undir forystu vinar okkar og frænda Snorra Sigfússonar - undirbúið jarðveginn um hálfs árs skeið. I stjórn með Snorra vorum við Kristján Eldjárn svo tveir um áraröð, nú stend eg hér einn, aldinn og gráhærður, hinir eru horfnir yfir móðuna miklu, en gott er að gnótt er af ungu fólki að axla verkefnin. Samtökin voru stofrluð án laga eða nokkurra fyrirmæla um starfsháttu, en þegjandi sam- komulag var um að megin- hlutverkið skyldi vera að móta tengsl, - byggja brýr - milli heimamanna og hinna, en þessir hinir, það erum við, sem að heiman höfum flutt, og svo skyldi líka með kynningu tengja saman yngri og eldri kynslóðir. Allir voru á einu rnáli um að kynning og skemmtiatriði skyldu vera og verða efst á dagskrá. Sumir spurðu í upphafi hvers þau Samtök mundu megnug, sem hvorki hefðu lög Allmargir Svarfdælingar komu að norðan á mótið. Hreinn bóndiá Klaufa- brekkum og Jóna kona hans fremst. PistUl frá bæjarstjón I. Mannaskipti í stjórn og störfum hjá Dalvíkurbæ: I bæjarstjórn Dalvíkur urðu miklar breytingar á síðasta vori, sex af sjö bæjarfulltrúum sátu ekki í fyrrver- andi bæjarstjórn, það eru Helgi Þorsteinsson, Svanfríur Jónasdóttir og Jón Baldvinsson, Guðlaug Björns- dóttir, Gunnar Hjartarson og Oskar Pálmason. Starfsmannaskipti: Á árinu Iétu af störfum hjá Dalvíkurbæ, Kristín Þorgilsdóttir, bókari, Petra lngvadóttir, skrif- stofustúlka, Karl Guðmundsson, bæjarritari, og um áramót lætur Valdimar Bragason, fyrrverandi bæjarstjóri af stöfrum eftir rúm 10 ár í þjónustu bæjarins. Til starfa hafa komið Garðar Björnsson, hafnarvörur, Valur Harðarson, veitustjóri, Jón E. Gylfason, starfsmaður Áhalda- deilda, Helga Níelsdóttir,skrifstofu- stúlka í 70% starf, Guðrún Konráðs dóttir, skrifstofustúlka í 50% starf, Sigurlaug Stefánsdóttir, bókari, í 53,3% starf, Snorri Finnlaugsson, bæjarritari og Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri. Þá var og ráðin til bókasafnsins Birna Kristjánsdóttir. Heilsugæslustöð: Á árinu var Þóra Ákadóttir sett hjúkrunarforstjóri. Nokkur hrey- ing hefur verið á læknum á árinu, nú eru starfandi læknar þeir Bragi Þ. Stefánsson og Ingvar Þóroddsson. Enn hefur ekki komið tannlæknir til starfa síðan Rúnar Lund fór s.l. sumar. Aðstaða fyrir tannlækni í húsnæð- inu er nú tilbúin og búið að setja upp allan tækjabúnað. Krílakot: Elín Jóna Þórsdóttir lét af störfum forstöðukonu og við tók Ásta Einarsdóttir. Dalbær: Einnig þar urðu mannaskipti er Guðjón Brjánsson, forstöðumaður, hætti og til starfa kom Gunnar Bergmann. Tónlistarskóli: Þar starfa nú þrír kennarar. Gestur Hjörleifsson, sem verið hefur kennari við skólann frá upphafi, Jóhann Olafsson, sem kennir nem- endum að Húsabakkaskóla og enskur tónlistarmaður Colin P. Virr sem ráðinn var 15/11 og kennir nær 1 1/2 stöðu. Biðlisti er nokkur, en kennslukvóti meira en fullnýttur og þar að auki ekki hægt um vik að fá kennara. II. Framkvæmdir: Dalvíkurskóli: Framkvæmdum varhaldiðáfram á árinu og tvær nýjar stofur teknar i notkun, stéttar með hitalögnum steyptar utanhúss og þrátt fyrir að fullnaðarfrágangi sé ekk lokið er allur fyrsti áfangi byggingarinnar kominn í notkun. Á þessu ári hefur verið framkvæmt mun meira við skólann en áætlað var og fjárveiting ríkissins gerir ráð fyrir. Þá hefur nú í nóvember verið hafin starfræksla mötuneytis fyrir nemendur í húsnæði heimavistar- innar og fer þareinnigfram kennsla í heimilisfræðum. Hafnarmannvirki: Á fjárlögum 1982 voru kr, 1.400.000.- og var því varið til greiðslu á framkvæmdum fyrri ára og lokun áfanga 1981. Ráðhús: Þar var á þessu sumri unnið við lagfæringar á þaki, gerðar stéttar með hitalögnum og unnið að frágangi lóðar. Gatnagerð: Jarðvegsskipti voru gerð í Stór- hólsvegi Nýjar götur gerðar, þ.e. Lækjarstígur og tengivegur milli Ránarbrautar og Gunnarsbrautar. Bundið slitlag, Dalbraut, Sunnu- braut, Drafnarbraut, Öldugata og Bárugata að hluta. Bundið slitlag er nú orðið á u.þ.b. 70% af gatnakerfi bæjarins. Gangstéttar voru í sumar og haust lagðar við Ásveg, Karls- braut, Hafnarbraut, Goðabraut að hluta og Kirkjuveg að hluta. Gerð var tilraun með hitalögn í gangstétt við Karlsbraut og Kirkjuveg. Teng- ingum er ekki lokið við Karlsbraut en tilraunin lofar góðu við Kirkju- veg og í stéttum við Ráðhúsið og skólann. Hitaveita: Unnið var að endurnýjun á dreifi- kerfi, asbestlagnir teknar og stálrör sett í staðinn, og miðar því verki vel fram. Tekið var upp á árinu viss jöfnun hitakostnaðar gagnvart þeim sem ekki hita upp hús sín með hitaveitu- vatninu. Vatnsveita: Miklar framkvæmdir voru við inntaksmannvirki í Brimnesá, þar sem tekið er kælivatn fyrir frystivél- ar. Það tókst á haustnóttum að taka þau mannvirki í notkun, en þó er þar ólokið nokkru verki, svo sem frágangi á síum í vatnsinntaki og 11. Dalbær: I samvinnu og samstarfi við Svarfaðardalshrepp, hefur verið unnið að framkvæmdum á neðri hæð vesturálmu, þar verður aðal matsalur hússins, dagvistun, sjúkra- þjálfun og vinnuaðstaða. Vonir standa til að hægt verði að taka húsnæðið í notkun í febrúar - mars 1983. Búið er að gera pöntun í fólkslyftu sem von er á síðar í vetur. Verkamannabústaðir: Lokið var byggingu sex íbúa við Brimnesbraut og þær afhentar kaupendum i júlí. Þá eru í fullum gangi framkvæmdir við tvær íbúðir við Lækjarstíg og ein íbúð hefur verið boðin nefndinni til kaups og hún auglýst til endursölu. Aðrar byggingaframkvæmdir á árinu: Hafin var bygging sjö íbúða, fullgerðar 12 og í smíðum 19. Unnið var að stækkun á einu fiskverkunar- húsi og hafin bygging yfir tvö iðnaðarfyrirtæki. Eins og undanfarin ár unnu unglingar í sumar mikið snyrti- og fegrunarstarf víða um bæjarlandið. Samgöngur: Byggð var brú yfir Svarfaðardalsá neðan við gömlu brúna, vegarstæði breytt og brúin tengd. Brúin var svo opnuð umferð, án viðhafnar eða viðbúnaðar og þykir mönnum sem stundum hafi verið látið hærra af minna tilefni. Slitlag var lagt á veginn suður úr bænum, ogeru þá ekki nerna umsex km. af veginum frá Akureyri án slitlags. Samvinna: Dalvíkurbær hefur samstarf og eða samrekstur með nágranna- sveitarfélögunum, um ýmsa þætti þjónustu og má þar nefna Heilsu- gæslustöðina, skóla, heimavist, mötuneyti, Dalbæ og fleira. Meðal annars stendur nú yfir samnings- gerð um stækkun á starfssvæði Tónlistarskóla Dalvíkur og mun hann eftir þá samninga væntanlega heita Tónlistarskóli Dalvíkur og Svarfaðardals. St.J.B. né reglur að vinna eftir. Svari því hver sem vill, en ég vil ætla að fá átthagafélög hafi á þessu skeiði sýnt meiri afrek en hér hafa gerst. Ritverkið Svarfdælingar er virðulegur vottur um athafnir og úr ýmsum áttum hafa óskyldir aðilar í mín eyru tjáð það sem stórfellt afrek. Og svo kemur Saga Dalvíkur í kjölfarið sem verkefni heimamanna,stórt og viðamikið. Að þoka áleiðis undirbúningi að Svarfdælingum kostaði auðvitað veruleg fjár- framlög einstaklinganna, sem báru ábyrgð á skráningu hand- ritsins, en þetta vannst og loka- átakið berað þakka ómetanlegri frammistöðu sem Kristján Eld- járn sýndi með búningi þess undir prentun og Valdimar Jóhannsson með útgáfunni. Að minu mati er þetta afrek með ágætum þótt bresti og galla megi í því finna. Að öðru leyti má minna á félagsleg tengsl milli Svarfdælinga á samtakasvæðinu og sambandi við heimahagana á ýmsa vegu. I ræðu sinni rakti Gísli síðan minningavef og atburðarás frá Ingunn Klemenzdóttir, formaður skemmtinefndar og Edda ögmundsdótt- ir, formaður Svarfdælingasamtakanna. Ljósm. S.Sv. Gísli Kristjánsson í ræðustól. svarfdælskum slóðum á fyrstu áratugum okkar aldar, m.a. samgöngumálin og sérlega þær athafnir í vegamálum, er gerðu Svarfdæli landsfræga með sam- tökum þeirra í þegnskaparvinnu þegar hafist var handa um gerð akvegarins frá Böggvisstaða- sandi inn í sveitina að vestan, og í framhaldi af því einangrun fyrri tíma með ntálfar og lífs- hætti við staðbundin skilyrði. Að lokum óskaði hann Sam- tökum svarfdælinga alls vel- farnaðar um komandi tíma og lýsti velþóknun sinni yfir þvi,að kvenþjóðin er nú mikilsvert afl í störfunum og mæltist til þess, að í þéttsetnum salnum tækju allir undir með sér til að hylla atferli þeirra maklega með lófataki. Atvinnuleysi gerir vart við sig Á undanförnum þremur vikum hefur borið á atvinnu- leysi hér á Dalvík. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu Dalvíkurbæjar voru 28 á atvinnuleysiskrá nú fyrir helgina. Langt er síðan hér hefur verið nokkurt atvinnuleysi skráð sem nemur. Eins og fram hefur komið í síðustu blöðum Norðurslóð- ar hafa menn óttast að samdráttur væri í aðsigi í atvinnulífinu og vofa atvinnuleysis hangi yfir hér eins og víða annars staðar. Erfiðleikar í sjávarútvegi valda óöryggi á stöðum, sem byggja jafn mikið á þeirri atvinnugrein og Dalvík. Léleg aflabrögð síðustu vikna hafa haft í för með sér samdrátt hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum og þeir sem mist hafa atvinnu sína vegna þess hafa hvergi fengið vinnu annars staðar. Hver framvinda atvinnu- mála verður á næstunni er erfitt að spá um, en gera má ráð fyrir að enn muni fjölga á atvinnuleysisskrá fram yfir áramót, en eins og svo oft áður veltur allt á aflabrögð- um í vetur. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.