Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 20

Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 20
gerðist á sjónum. Gunnar hef'ur nefnilega unnið á og við sjó alla sína löngu æfi. Mörg á hann orðið sporinn á sjávarkambin- um og við höfnina á Dalvík og mörg áratogin á víkinni og út með landi. Hann hefur valið sér það hlutskipti, sem fyrrv. menntamálaráðherra Vilhjálm- Gunnar, Ragnheiður, Sigríður, Tómas Leifsson og Ragnheiður Tinna. Hetiur hversd afifsli ífsi n LS 80 ár á sjávarbakkanum Húsið nr. 15. við Karlsbraut á Dalvík er lágreist og lætur ekki mikið yfir sér. Það heitir Sæ- bakki. Þar búa þau Ragnheiður Björnsdóttir og Gunnar Magnús- son. Gunnar í Sæbakka. nafnið lætur vel í eyrum, svo oft hefur maður heyrt það nefnt um dagana. Við göngum í bæinn, Gunnar vísar til stofu, Ragnheiður stendur snarlega upp frá borði, sem hún hefur setið við, sópar saman spilabúnka og segir: ,,Já, mér datt það svona í hug að það kæmi einhver, sem ekki er tíður gestur í þessu húsi.“ Það er hlýlegt og notalegt í stofunni eins og í götunni yfir- leitt. Húsmóðir kemur með kaffi, kúmenkaffi meira að segja, og soðið brauð með rúllu- pylsu, uhmmmmmmm. Fyrst er að skoða myndir á veggjum, síðan setjast að kaffi- borðinu og rabba við húsráð- endur. Gunnar fæddist í Efstakoti árið 1902, en fluttist 5 ára með foreldrunum niður í nýjan bæ, Sæbakka, á sjávarbakkanum út og niður af Sæbóli. Ekki var þar auður í búi. Stundum var lítið að éta en aldrei hungur. Bagalegast var mjólkurleysið. Þá varstund- um verið að mylja þorskhaus- fisk ofan í hafragrautinn en stundum kom líka mjólkur- flaska ofan úr Efstakoti, og vel þrifust systkinin, ekki bar á öðru. Að liðnum 30 árum í gamla Sæbakka fóru breytingar í hönd. Húsbóndinn gamli, Magnús, dó 1933. Og svo dundi jarðskjálft- inn yfir 1934 og gamli, lasni bærinn á sjávarbakkanum skemmdist mikið. Dalvíkin var að teygja sig norður fyrir Lágina á þessum árum, Karlsbrautin varað verða til. Þeir mágar Gunnar og Hermann Arnason, maður Jónu systur hans, byggðu litla húsið, sem nú er nr. 15, og kölluðu það auðvitað Sæbakka, þótt ekki stæði það nú alveg við sjóinn. Þar hefur Gunnar átt heima síðan, fyrst í sambýli við fjöl- skyldu Hermanns, síðan einn með móður sinni þangað til undrið skeði. Undrið mikla Á þeim aldri, þegar flestir menn eru orðnir afar, ef þeir á annað borð hafa staðið í því að auka kyn sitt, þá bar straumur lífsins konu upp í hendurnar á Gunnari í Sæbakka. Sú hét Ragnheiður Björnsdóttir, fædd í Flatey á Skjálfanda en hafði alið aldur sinn að mestu handan Eyjafjarðar. Það er ekki að orðlengja það, piparsveinninn í Sæbakka var allt í einu kominn með konu sér við hlið og von bráðar byrj- aður að dilla sínu eigin barni, Gunnar um tvítugt nefnilega henni Siggu litlu. Síðan þetta undur gerðist er liðinn röskur aldarfjórðungur, allir, sem við sögu koma, hafa elst, Gunnar orðinn áttræður, Ragnheiður líka orðin, eins og hún segir, „löggilt gamalmenni“ og dóttirin Sigríður hefur gifst og glatt foreldra sína með barnabarni. Sú heitir Ragnheið- ur Tinna, heimsins fallegasta og efnilegasta barn eins og þau eru flest barnabörnin einkum það fyrsta. Þetta er nú sagan í hnotskurn og fer ekki mikið fyrir henni - eða hvað? r Utá sjónum er mitt líf . . . . Þetta var reyndar bara sá hluti sögunnar, sem hefur gerst á þurrlendinu. Hinn hlutinn ur Hjálmarsson sagðist mundu hafa valið sér, ef hann mætti lifa lífinu upp á nýtt, að vera trillukarl. Hann er búinn að eiga nokkrar trillur um dagana. Þrjár þeirra hafa heitið Magni hver fram af annarri. Núverandi Magni er ekkert unglamb, hann var smíðaður 1950. „Hann smíðaði hann hann Bensi, sem var hérna í Vallholti, manstu ekki eftir honum.“ Magni hefur reynst vel og er enn við góða heilsu. Gunnar hefur verið á honum einn síns liðs a.m.k. síðustu 20 árin og líkað vel. „Mér hefur alltaf liðið vel á sjó og ekki óskað mér annars hlutskiptis." Hættur? Nei, ekki er hann það, á síðasta sumri fór hann 40 róðra og ætli eitthvað verði ekki reynt næsta sumar, ef ekkert óvænt skeður með heilsuna. En hvernig sem það fer þá er þetta nú orðinn býsna langur tími í vistinni hjá þeim Rán og Ægi. Gunnar hefur átt marga góða vinni og félaga á sjó og landi. Hann minnist þeirra allra nreð hlýju. Uppi á vegg hangir mynd af 5 vasklegum ungum mönnum, klæddum eftir tísku 3. áratugarins. „Já, þetta eru gamlir skipsfélagar þú þekkir okkur náttúrulega ekki. Þetta eru Gunnlaugur Einarsson, Björn Arngrímsson, Hermann Árna- son, Skarphéðinn Jónsson frá Litlakoti og ég. Við vorum í þetta. skipti á síld á báti frá Siglufirði. Við vorum á reknet- um frá miðjum júlí þangað til í septemberlok. Við fiskuðum 1000 tunnur og þegar uppihald okkar hafði verið dregið frá hlutunum þá áttum við ekki fyrir farinu heim. Svona fór um sjóferð þá“. Gunnar segirfrá þessu eins og öllu öðru með hlýju brosi þess manns sem margt hefur reynt á langri æfi og veit að lífið gefur börnum sínum að smakka bæði af því súra og því sæta og hefur tileinkað sér þá heimspeki sjó- mannsins að þó að lítið hafi veiðst í dag er vísast að það verði skárra á morgun. Hannersáttur við lífið og tilveruna og þakk- látur öllu því góða fólki, sem hefur orðið samferða honum á þessari jarðlífsreisu hérna á sjávarbakkanum. Rangheiður fæddist í Flatey á Skjálfanda árið 1907, en flutti með foreldrum sínum í land, meðan hún enn var barn að aldri. Hún ólst upp í Fljóts- dal og í Fjörðum og síðar var hún lengi hjá Önnu systur sinni í Grímsnesi á Látraströnd. Til Dalvíkur kom hún skömmu fyrir 1950, efti að þau Anna systir hennar og Stein- grímur höfðu flutt sig handan yfir fjörð og byggt sér nýtt Grímsnes hér. Upp úr því kynntist hún Gunnari í Sæ- bakka. Ragnheiður býr yfir dulræn- um hæfileikum og „veit stund- um lengra en nef hennar nær“ samanber það sem H. Z. drepur á í afmælisljóði sínu til hennar. Tvö lítil ljóð Þegar Ragnheiður húsfreyja varð fimmtug hér á árunum flutti Haraldur skáld Zóphóní- asson henni drápu þessa, sem hann nefndi: „Ein lítil hugdetta í gamni og alvöru til frú Ragnheiðar Björns- dóttur á fimmtugsafmælinu.“ Þú átl skilið þakkarorð, þinn skal hróður róma: Hefur lífs á styrjarstoð staðið þig með sóma. Oft var herleg hcettuvöld við hrak og glímuskelli. Helmihginn af heilli öld hefurðu lagt af velli. Hér á að vera kátt í kvöld og kœrleiksljósin skína. Vandamenn og vinafjöld votta þér hylli sína. Auðnu- og happaöflin fríð ör í hótum sínunt sigurlaunin Ijúf og blíð leggja að fótum þínum. I vissum frœðum vel ert klók sem veitir skemmtun holla: Ijóst á sumra lifsins bók lestu í kaffibolla. Kœrðu þig ekki hœtishót þótt heimskir menn þig spotti. Hressilega hlœðu á mól heimsins kuldaglotti. Ríddu vaðið ótrauð á. ögraðu skaðaflúðum. Lund með glaða lífs á sjá láttu vaða á súðum. Fram að svörtum feigðarhyl fjörs sé lína dregin héreftir sem Itingað ti/ hamingjunnarmegin. Þann 18. september í haust varð Gunnar áttræður. Ekki var mikið tilstand í kringum þann atburð, en ekki tókst að halda honum leyndum með öllu. Gjafir bárust og kveðjur úr ýmsum áttum, sumar frá löngu burtfluttum jafnöldrum afmæl- isbarnsins „eins og t.d. henni Ellu frá Árgerði, sem mér datt ekki í hug að myndi eftir mér eftir öll þessi ár.“ Og ekki gleymdi heldur Haraldur skáld Zóphóníasson mági sínum og nágranna á merkisafmælinu og sendi eftir- farandi kveðju: Til Gunnars í Sæbakka 80 ára 18. sept 1982. Heill heiðurmanni sem hér í ranni meðal vor situr mœtur og vitur Er nú áttrœður, ern og vel stœður. sæll og sólbrenndur við Sæbakka kenndur. Sannur sjómaður og sóknarglaður verið vel og lengi. Sínu veiðigengi frœgu má fagna. farið á Magna langt út á miðin laginn og iðinn. Flutt hefur að landi fjarri nauð og grandi hress í hyggjuþeli hnísur og seli, stórþorska og ýsur, steinbíta og lýsur, hrognkelsi og kola, sem he! urðu að þola. Forðist þig, Gunnar, í faðmi hamingjunnar lífsleiði og tregi að lokadegi. Haltu hugglaður heill og blessaður, frjálsi fullhuginn, fram á nýja tuginn. Tímamót I minningu Ingibjargar Árnadóttur frá Dæli F. 28. júní 1898, d. 23. ágúst 1982 Kveðja frá tengdadóttur Lokið nú er lífs þíns degi, líf þitt hafið Guðs á vegi. Bjart er yfir beði þínum björt þín mynd í huga mínum. Var þín höndin vinnulúin, viljaþrek og kraftur búinn. Varst þó jafnan ung í anda, æðrulaus í reynslu vanda. Voru kærir vinafundir, vöktu hjá þér liðnar stundir frásagnir af heimahögum, hugboð ljúf frá gömlum dögum. Fórstu hljóðlát ferða þinna, fyrrum hafðir mörgu að sinna, arinn þinn var örugt hæli, á það reyndi heima í Dæli. Vil ég hérmeð vitni bera, varðstu mér hin bjarta vera. Oft þó mættu stundir stríðar stór í elsku fyrr og síðar. J.S.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.