Norðurslóð - 13.12.1983, Qupperneq 3
Líf í tuskunum
Árshátíð Svarfdælinga í Reykjavík 19 nóv. ’83
Árshátíð Svarfdælingasamtak-
anna í Reykjvík og nágrenni,
var haldin laugardagskvöldið
19 nóv. Veður var einstaklega
gott, kyrrt og fagurt, enda fjöl-
menntu Svarfdælingar á sam-
komuna. Það kom sem sagt á
daginn, sem menn höfðu vonast
eftir að „setinn væri Svarfaðar-
dalur/Seltjarnar á lágu nesi“.
Sérstaka ánægju vakti það að
sjá hve margt ungt fólk sótti nú
samkomuna. Meðal gesta af
eldri kynslóð var frú Halldóra
Eldjárn, en þau hjón voru áður
°g fyrr jafnan þátttakendur í
þessum mannfagnaði og Kristján
Eldjárn raunar einn aðalhvata-
maður að stofnun Samtaka
Svarfdælinga. Ekki spillti fyrir
að allmargir heima-Svarfdæl-
ingar og Akureyrar-Svarfdæl-
ingar komu suður til þess að
vera á hátíðinni. Okkur hér
syðra finnst aldeilis ómissandi
að fá einhverja að norðan á
þessar samkomur.
Valdemar Óskarsson, for-
maður samtakanna, setti mótið
með ávarpi, en þá tók veislu-
stjóri, Gunnlaugur V. Snævarr,
við og stjórnaði dagskrá með
miklu fjöri, eins og hans var von
og vísa. Meðal skemmtiatriða
var kórsöngur og tvísöngur:
Nýstofnuð söngsveit samtak-
anna - ég vil leyfa mér að nefna
hana Söngsveit Svarfdælinga
sunnan íjalla - söng sjö lög
undir stjórn Kára Gestssonar.
Halla Jónasdóttir og Kolbrún
Arngrímsdóttir sungu tvísöng.
Þá flutti Sólveig Brynja
Grétarsdóttir minni byggðar-
innar, Valdemar ÓskarsSon
ræddi stuttlega um starfsemi
samtakanna og Björn Halldórs-
son flutti gamalt gamanbréf og
loks var stílfærð kröfuganga
fyrir jafnrétti kynjanna með
kostulegum búningum ogkröfu-
Valdimar formaður í ræðustól.
Ljósm. J.J.D.
spjöldum. Léku eintómir karl-
menn þar kvenhlutverk, en í
þeim hópi var einn gestanna að
heiman, Sigurður Marinósson
frá Brekku.
Tveir gestir að norðan áttu
merkisafmæli þennan dag:
Brjánn Guðjónsson frá Skálda-
læk varð sextugur og Eiður
Steingrímsson frá Ingvörðum
átti fertugsafmæli. Voru þeir
kallaðir upp á svið og þeirn
árnað heilla. Tryggum árs-
hátíðargesti að heiman,
Ríkharði Gestssyni í Bakka-
gerði, sem nú liggur á sjúkrahúsi
vegna slyss, var send kveðja í
skeyti.
Dansað var af miklu fjöri
fram eftir nóttu við dillandi
músík hljómsveitar Villa frá
Karlsá og í einu hléinu flutti
einn hljómsveitarmannagaman-
vísur.
Samkoman fór hið besta
fram í alla staði og var hin besti
mannfagnaður.
J.J.D.
„Söngsveit Svarfdælinga Sunnan Fjalla.“ Söngstjóri Kári Gestsson.
Ljósm. Páll Sveinsson.
Frá Leikfélaginu
Hvað er að frétta af Leikfélagi
Dalvíkur? Jú, nú er verið að æfa
Ieikritið „Þið munið hann
Jörund“ eftir Jónas Árnason.
Þetta er fyrsta verkefni L.D'. á
þessu leikári, sem er hið 40. frá
upphafi, því leikfélagið var
stofnað 19. janúar 1944, og er
meiningin að frumsýna Jörund
á afmælinu.
Um 20 manns taka þátt í
sýningunni. Leikstjóri er Arnar
Jónsson og leikur hann einnig
eitt hlutverkið.
Einnig er fyrirhugað að halda
upp á afmæli með árshátíð þann
21. jan. í Víkurröst og verður
það auglýst betur síðar. K.
Söngur um jólin.
Samkór Dalvíkur hefur starfað
haust og mun nú um jólin syngja
jólalög meðal annars á götum
úti og sem hluti af dagskrá á
vegum Tónlistaskólans í Víkur-
röst.
Á söngskránni eru þekkt jóla-
lög bæði íslensk og erlend.
Söngstjóri er Colin Virr en
formaður kórsins er Heimir
Kristinsson.
Gleðileg jól, farscell komandi ár
Á kóræfingu heima hjá Agli og Þuríði að Bugðulæk 1 Reykjavík.
Ljósm. J.J.D.
Áramót í Böggvisstaðafjalli.
Allt frá upphafi hafa skátar á
Dalvík séð um ,,Ártalið“ svo-
nefnda, sem nú hefur birst
Dalvíkingum í meira en 20 ár.
Það var sennilega um áramótin
’62-’63, sem nokkrirungirskátar
stóðu fyrir því að setja upp
kyndla í Böggvisstaðafjalli og
mynda með þeim stafi, ártalið.
Fyrirmyndina hafa þeirhugsan-
lega sótt frá Akureyri, en þar
hafa skátar sett upp ártal í
Vaðlheiðina til íjölda ára. Ár-
talið var síðan sett upp í nokkur
ár, en féll svo niður í ein 2-3 ár,
eða til ársins 1971 er nýir
umsjónarmenn tóku við því, og
sjá þeir um það enn. Á þessum
árum voru stafirnir í sífelldri
þróun, og var hæð þeirra
stækkuð úr 30 m. í 70 m. og
lengdin milli fyrsta og síðasta
stafs varð hátt í 200 m. þessi
stærð er á því enn í dag. Ártalið
er, eins og áður segir, ofarlega í
Böggvisstaðafjalli í mjög brattri
brekku.
Járnteinum er stungið í snjó-
inn með 10 m. millibili og þeim
raðað þannig að þeir myndi þá
stafi sem ákveðið er. Járn-
baukar, fylltir af olíu og tjöru-
hamp, eru síðan hengdir á þessa
teina. Fjöldi kyndlanna er nokk-
uð misjafn eftir því hvaða ár er,
en að meðaltali eru þeir um 80.
Núna síðustu ár hefur verið
farið í fjallið uppúr hádegi á
gamlársdag, með ca: 100 kg. af
járni í kyndlana og 100 1 af
hráolíu. Reynt hefur verið að
nota snjósleða eins mikið og
hægt er við þennan flutning og
um síðustu áramót fengum við
ferð með snjótroðaranum hjá
skíðafélaginu, sem létti af okkur
miklu fargi. Þegar lokið er við
að stilla upp teinunum, er tekin
pása til kvöldsins, og um 22.30
er svo haldið í fjallið á ný. Þá er
tekið til við að hella olíunni á
kyndlana og stuttu fyrir mið-
nætti er svo kveikt í.
Þegar áramótin renna upp,
og kirkjuklukkurnar taka að
hringja, er svo ártalinu breitt í
það ár sem upp er að renna.
Þegar veður er bjart sést ártalið
mjög víða t.d.: Hrísey, Grenivík,
Árskógsströnd ásamt Dalvík og
hluta Svarfaðardals.
Kyndlarnir fá að brenna út og
er safnað saman á nýársdag og
komið í geymslu til næstu
áramóta.
Að lokum vonum við að
veðurguðirnir verði okkur hlið-
hollir um næstu áramót, svo
hægt verði að setja upp ártalið í
ár, sem þykir orðið svo ómiss-
andi þáttur í áramótafagnaði
manna, hér um slóðir, um hver
áramót.
Skátafélag Dalvíkur.
Nýjársnótt 1983.
Þakkar- og saknaðarkveðjur
sendum við eigendum og starfsfóiki prent-
smiðju Björns Jónssonar i Skjaldborg nú
þegar nýir menn taka við fyrirtækinu.
Hjálpsemi og þolinmæði þessa fólks i garð
okkar Norðurslóða hefur verið alveg
takmarkalaus þau 6 ár, sem við höfum átt
saman að sælda.
Við óskum þeim öllum velfarnaðar í störfum
framvegis.
Gleðileg jól farsælt komandi ár.
Norðurslóð.
NORÐURSLÓÐ - 3