Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Síða 15

Norðurslóð - 13.12.1983, Síða 15
Ingvar Gíslason: Kynni af Kristjáni Eldjárn Framhald af bls. 13 Öldin okkar 1971-1975 ÖLDIN OKKAR 1971-1975. Gils Guðmundsson tók saman. Helstu at- burðirþessara ára eru raktir í hinu lif- andi formi nútíma fréttablaðs: Þorska- stríð, Vestmannaeyjagos, heimsmeist- araeinvígi í skák, þjóðhátíð, þólitískar sviþtingar og kvennafrt svo fátt eitt sé talið. Ekki skal gleyma þeim smáu og sþaugilegu atvikum sem krydda þjóðlíf- ið á hverjum tíma. Allterþetta sagan í fjölbreytileika sínum. ALDIRNAR eru nú í tólfbindum og gera skil sögu þjóðarinnar samfellt í 475 ár. Enginn íslenskur bókaflokkur hefur öðlast slíkar vinsceldir. ALDIRN- AR — LIFANDI SAGA LIÐINNA AT- BURÐA í MÁLI OG MYNDUM. Sígilt verk sem ekki má vanta í bókaskáþinn. Athugtð hvort nokkurt fyrri bindanna vantar. Þau eru: Öldin sextánda I II 1501 — 1600 Öldin sautjánda 1601—1700 Öldin átjánda I II 1701—1800 Öldin sem leið I II 1801—1900 Öldin okkar I-IV 1901—1970 Vel færi á því að ein eða fleiri af ræðum Kristjáns Eldjárns yrði tekin upp í lestrarbækur skólabarna sem dæmi um mælt og ritað mál, sem stenst fyllstu kröfur um vandað málfar og listrænt form. íslenskir ungling- ar ættu að læra utanbókar einhverja ræðu hans með sama hætti og sagt er að bandarísk ungmenni læri Gettysborgar- ávarp Abrahams Lincolns frá orði til orðs. Reyndar áttu þessir forsetar fleira sameigin- legt en málsnilld og ást á móður- máli sínu. Báðir voru sprottnir upp úr alþýðumenningu ogáttu þar ætíð rótfestu. Báðir áttu sér draum um jöfnuð og jafnrétti allra manna. Hvorugur þurfti að hreykja sér til að öðlast virðingu og traust, hvað þá til að halda sjálfsvirðingu sinni. Framhald af bls. 10 Þegar við vorum háttaðar ofan í rúm hjá Snjólaugu á Skáldalæk, sem okkur þótti alltaf vænt um, tókum við til að rifja upp bæjarnöfnin og nú var listinn orðinn býsna langur. Næsta morgun gengum við svo yfir hálsinn, sem skilur á milli Svarfaðardals og Árskógshrepps og komum síðdegis i Hellu til Sigurbjargar móðursystur okkar og þá vorum við næstum því komnar heim. Daginn eftir tókum við mjólkurbílinn til Akureyar og það stóð heima, vika var liðinn frá því við lögðum af stað í þessa miklu göngu. Við vildum strax greiða pabba „sögulaunin", settumst inn á „kontórinn" hans og þuldum bæjarnöfn og manna- nöfn allt hvað af tók. Eitthvað varð okkur á í messunni með mannanöfnin, en bæjarnöfnin mundum við í réttri röð og fengum hrós fyrir. Aldrei er hægt að þakka fyrir slíka ferð og alla þá miklu vinsemd og gestrisni, sem við nutum í Svarfaðardal. Síðar í lífinu hefi ég oft hugleitt, hve vænt Svarfdælingum hljóti að hafa þótt um föður minn, þótt hann hyrfi þaðan ungur. Nafn hans dugði okkur alls staðar. Það var eins konar aðgangskort að hjörtum og heimilum fólksins í dalnum. Anna Snorradóttir Rjúpnaskytta aldarinnar Gestur Hjörleifsson. NORÐURSLÓÐ - 15

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.