Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Qupperneq 17

Norðurslóð - 13.12.1983, Qupperneq 17
Þórður hökulangur og niðjar hans f fótspor feðranna í Móðuharðinduninn „Þú ert komin íbeinan karllegg af Þóröi hökulanga sem bjó út á Upsaströnd. “ I. Þetta voru orð pabba fyrir löngu síðan. Ég hafði ekki áhuga á ættfeðrum mínum í þá daga, en minnist þessara orða vegna þess að ég sagði að ekki hefði verið gott að þurfa að bera ættarnafnið hökulangur. Við veltum þessu ögn fyrir okkur til gamans, sem varð til þess að ég vissi að þessi ættfaðir var til. Svo komu bækurnar ,,Svarf- dælingar" út. Ég er komin með seinna heftið í hendurnar, og finn Þórð fljótt. Sauðaneskot er bærinn sem hann bjó á. Fátækur bóndi og uppnefndur, forvitni- legt. Oftar og oftar fletti ég bókunum, í leit að einhverju um Þórð, og nú er svo komið að mér er farið að þykja vænt um Þórð karlinn og hans íjölskyldu, og sé fyrir mér þá baráttu, sem hefur verið háð þarna uppi á björgunum á útkjálka Eyja- fjarðar. Og nú ætla ég að reyna að gera því skil, sem ég hef orðið vísari um Þórð og fjölskyldu hans, og kannske fylgja niðjum hans eitthvað í áttina til nútímans. Ættarforeldrarnir Þórður og Ingibjörg Þórður var fæddur 1719, bónda- sonur frá Svíra í Hörgárdal. Hann barst ungur út í Svarfað- ardal og vistaði sig á Hamri. Hann felldi hug til heima- sætunnar þar, Ingibjargar dóttur Erlends bónda og konu hans Sigríðar. Þau gengu í hjónaband um 1745 og reistu bú 1750 á parti af Hamri. Þá er Jón sonur þeirra fæddur. Þau búa í eitt ár á Hamri, í Efstakoti 5 ár og Sauðaneslcoti eftir það til 1791. Þórður bjó jafnan smátt, en var talinn bjargálna, hann var talinn ráðvandur og frómur. Ingibjörg var fædd 1719, sama ár og maður hennar. „Hún var góðsöm kona“. Ekki er annað sagt um þá konu. Mjög hefur sorfið að Sauðaneskots- fjölskyldunni í Móðuharðind- unum, því svo er tekið til orða: „þó hélt hann lífí í 5 ám 1784 og árið eftir hefur hann eignast kú og eina á til viðbótar. Þá hafði hann 6 manns í heimili og bjargaðist það af‘. En Salný dóttir hans deyr 1784, en ekki er mér Ijóst, hvort hún hefur verið farin að heiman. Sauðaneskot var hjáleiga frá Sauðanesi og heyrði undir Hólastól til 1802. Sauðanes- kotsbóndi hafði skipsrúm á Sauðanesbátnum og landskuld borgaðist í fiski, en Þórður virðist ekki hafa átt bát. Sauða- nes þótti allgóð útvegsjörð, stutt á miðin, en þó „lending háska- lega grýtt og heimræði aðeins um hásumarið og þó ekki að jafnaði. „Leigukúgildi voru tvö og áttu að ljúkast í smjöri. En hvernig fór þegar engin var kýrin? 1788 var verslunarskuld Þórðar 10 ríkisdalir. Ingibjörg húsfreyja lést 1790 og Þórður lét af búskap árið eftir. Þá hafði honum tekist að greiða upp verslunarskuldina. Síðustu 10 ár Þórðar í kotinu bjó á Sauðanesi Jón Vigfússon, mikill sjósóknari. Um þann Jón var kveðið: . . .Miklum afla nær./Hann um steinbítshæðir/heppni marga fær . . . Má því ætla að Þórður hafi haft sæmilegt sjófang, og jafnvel að það hafi bjargað honum yfir hörmungar Móðuharðindanna. Þórður dvaldi í ellinni hjá syni sínum, Jóni á Hillum á Arsskógsströnd. Hann var á lífi 1802, en er horfinn úr skrám 1806. Næsta kynslóð (Jón og Guðleif) Þórður og Ingibjörg áttu 8 börn, þaraf komust4til fullorð- insára, en einungis eitt þeirra, Jón, eignaðist afkomendur. Hann var kvæntur og fluttur til Ólafsfjarðar fyrir harðindin miklu. Kona hans var Guðleif Ásmundsdóttir frá Þverá í Svarfaðardal. Þau virðast hafa byrjað búskap í Hrafnsstaða- koti, þótt Jóns sé ekki getið sem ábúanda þar í „Svarfdælingum“. Þau hjónin Jón og Guðleif misstu allt kvikfé sitt í harð- indunum og fluttu næstum alls- laus frá Hreppsendaá í Ólafs- firði inn á Upsaströnd, virðast vera þar jarðnæðislaus eitt eða tvö ár, fara síðan að búa í Efsta- koti og eru þar í 4 ár, en bjuggu síðan iengst af á Hillum. Höfðu þá búið á alls 7 jörðum. Þegar þau komu úr Ólafs- firðinum áttu þau einn dreng- snáða, 10 ára gamlan, Þórð að nafni. Sá strákur hefur líklega verið skapmikill og röskur, en lítill að vexti. Jón var annars mikill sjósóknari og reri á skipi Upsaprests. Sýnist mér því liggja beint við að segja að hann hafi farið að róa hjá prestinum, þegar hann kom allslaus frá Hreppsendaá, og bjargast þannig, og kannske drengurinn hafi líka fengið starf hjá prest- inum sr. Gunnari Hallgríms- syni. Síðan fá þausvojarðnæði í Efstakoti. Um Jón var kveðið: Þórðarson ei þrýtur/ þor né orkudáð./Hans þá fleyið flýtur/ fram á síldarláð. Jón varð bjargálna maður, þegar árferði gerðist aftur sæmi- legt, þótti vænn maður og skilvís. „Guðleif var prúð kona og góðlynd, ei svo dauf andlega, þó ekki margfróð", er um hana sagt. Hún dó 1812 og upp úrþví bregður Jón búi og ereftir þaðá vegum barna sinna, síðast hjá dóttur sinni Helgu í Ytra-Hoíti og manni hennar, Jóni Jónssyni, sem þar bjuggu góðu búi. Jón og Guðleif áttu 3 börn, sem komust til fullorðinsára, Þórð, Helgu og Margréti. Þau misstu nokkur börn í bernsku og ólu upp einn fósturson, og Jón átti eitt barn utan hjóna- bands, sem líklega dó í bernsku. Þó að Jón og Guðleif byggju utan sveitar mestan part síns búskapar, þá ílengdust börn hans öll hér. Enn ný kynslóð (Þórður og Sigríður) Elsta barn ofangreindra hjóna, Þórður, réðst vinnumaður að Hnjúki. Hann kvæntist Sigríði dóttur Guðmundar Ingimundar- sonar bónda þar. Hún var ekki hjónabandsbarn, en ólst upp hjá föður sínum eftir að hún varð frumvaxta. Þau tóku við /2 jörðinni þegar Guðmundur missti kon- una og bjuggu þannig í 3 ár, en þegar hann lést tóku þau við öllu búinu. Þórður komst fljótt í góðar álnir og varð í hópi mestu efna- bænda í Eyjafirði. Hann var góður búmaður, duglegur og áhugasamur svo af bar, en ei svo mikið að sér til munnsins. Þórður lést skyndilega 49 ára að aldri. Það var á túnaslætti, að hann fann til krankleika, lagðist fyrir, en reis íljótt úr rekkju sinni og sagði þessi orð, sem hafa geymst á vörum niðja hans: „Ekki dugar þessi skratti, ekki gengur á Hnjúksvöll með þessu“. Gekk síðan út íslægjuna og hneig niður örendur. Það varð síðan máltæki, að ekki gengi á Hnjúksvöll, efslæpstvar frá verki eða illa unnið. Ég fékk þá hugmynd um Þórð, þegar ég var stelpa, að hann hafi verið skapmikill og bráður. Kannske vegna þess að ég man ef ég reiddist eitthvað skyndilega og skap mitt fór úr skorðum, að sagt var við mig, „Hljóp nú gamli Þórður í þig?“. Þegar Þórður lést, átti hann skuldlaust eftir uppgjör, a.m.k. Skriðukot og Ytra-Hvarf, ábúðarjörðina Hnjúk eignuðust niðjar hans síðar. 4. kynslóð Elsti sonur Þórðar bónda á Hnjúki var Jón eldri bóndi á Hnjúki, hann varð í röð efna- mestu bænda í dalnum, eignað- ist Skriðukot og hluta af Ytra- Hvarfi og Dæii, og niðjar hans síðar allt Dæli og búa þar nú í 5. lið frá Þórði. Annar sonur Þórðará Hnjúki var Jón yngri. Hann var fyrsti bóndi á Þverá í Skíðadal, svo Skeiði, en lengst og síðast á Ytra-Hvarfi. Hann var góður búhöldur en varla eins efnaður og bróðir hans, hann eignaðist hluta af Ytra-Hvarfi og niðjar hans síðar alla jörðina, og búa þar nú í 5. lið frá Þórði eldra á Hnjúki. Jón yngri var langafi minn, faðir föðurafa míns Jóhanns bónda á Ytra-Hvarfi. Þriðji sonur Þórðar var Páll bóndi á Ytra-Hvarfi, hann flutti þaðan vestur yfir Tröllaskaga, var síðast bóndi á Syðri Brekk- um i Blönduhlíð. Hann varð einn af helstu auðmönnum í því byggðarlagi. Sigríður ekkja á Hnjúki bjó þar áfram eftir lát bónda síns, en hafði síðan makaskifti við Jón eldri son sinn og flutti í Hjalta- staði en aftur í Hnjúk og varð bústýra Jóns þegar hann var milli kvenna. Seinna hóf hún búskap á Ytra-Hvarfi. Hún var í góðum efnum. Það orð fór af, að Hnjúks- menn væru geðríkir, kannske um of, jafnvel hafi hrikkt í stoðum heimilanna, en þó drengskaparmenn í aðra rönd- ina. En augljóst sýnist mér, að eldri Þórður á Hnjúki, drengur- inn sem flutti með foreldrum sínum í Móðurharðindunum 1784, frá Hreppsendaá í Ólafs- firði inn á Upsaströnd, vildi ekki vera fátækur, hristi af sér fátæktina og lagði grundvöll að efnahagslegri velgengni sona sinna og afkomenda. Niðjar Þórðar búa enn á jörðunum Ytra-Hvarfi, Dæli, Hnjúki og víðar um sveitina. Sonur Jóns (eldra) Þórðar- sonar var m.a. Þórður bóndi Hnjúki faðir m.a. Rögnvaldar í Dæli og Ingibjargar á Hofi. Rögnvaldur var faðir m.a. þeirra Kristins á Hnjúki og Gunnars í Dæli. Þeirra synir búa nú á þessumjörðum, Snorri á Hnjúki og Óskar í Dæli. Sonur Jóns (yngra) Þórðar- sonar var á hinn bóginn faðir m.a. Jóhanns á Ytra-Hvarfi föður Tryggva föður Ólafs föður Jóhanns, sem nú býr á Hvarfi. Útúrdúr frá beina karlleggnum Af öðrum börnum Jóns Þórðar- sonar hökulangs hef ég áður nefnt Helgu í Ytra-Holti, sem ekki átti neina afkomendur. Þriðja barnið var hinsvegar Margrét. Hún átti Jón Þorkels- son bónda í Göngustaðakoti. Hann var vel gefinn og mikils- virtur maður, gegndi opinberum störfum, var prýðilega ritfær og eru til eftir hann ritgerðir í handriti á Landsbókasafninu. „Margrét var hæglát kona, vel læs og sæmilega að sér.“ Þau hjón áttu 8 börn, sem komust upp, en 2 dóu nýfædd. En hvað er nú þetta? Æ, hver ansvítinn, Jón átti þá 3 börn með öðrum konum, og mér sýnist að hann hafi ekki glatað virðingu sinni þrátt fyrir það. Gerði það kannske ekkert til? En hvernig þótti Margréti, varla getur henni hafa verið sama, var hún kannske ekkert lík bróður sínum að skapgerð. Hæglát kona, er sagt. Varð hún kannske að vera hæglát. Gat hún kannske ekki leyft sér að berja í borðið og láta hrikta í stoðum eins og bróðir hennar á Hnjúki hefur getað gert? Allir synir Jóns og Margrétar urðu bændur og dæturnar gift- ust bændum og er af þessu fólki miklir ættbogar hér um slóðir og dreifðir um allt land. Heil öld og brot af 2 öðrum Barnabörn Þórðar hökulangs í Sauðaneskoti urðu sem sagt 11 þ.e. börn Þórðar á Hnjúki og Margrétar í Göngustaðakoti. Æfí þeirra spannaði meira en heila öld. Sá elsti þeirra Jón eldri á Hnjúki er sá eini þeirra, sem fæddist fyrir aldamótin 1800 (f. 1797). Yngst er hins- vegar Kristín dóttir Margrétar, fædd 1835, húsfreyja á Hóli fram, kona Björns Björnssonar bónda þar og sægarps. Tvö af þessum ættlið lifðu aldamótin 1900, þ.e. Margrét, d. 1905 og Kristín sem dó árið 1906. Hér læt ég staðar numið í leit minni að Þórði hökulang, langa- langa-langa-langafa mínum í Sauðaneskoti og niðjum hans, og ég hef áttað mig á því, að það er hægt að fletta upp í Svarfdæl- ingum og finna allt þetta fólk, því allt er það bændafólk, og ílest a.m.k. staldrar það við hér innan sveitar. II. 200 ár frá Móðuharðindunum Þegar ég var að velta vöngum yfír Þórði hökulang og þeim feðgum varð mér allt í einu Ijóst að tvær aldir nákvæmlega eru á þessu ári fráupptökum Skaftár- elda, sem orsökuðu hallærið mikla, sem kennt er við „móðuna" af eldsumbrotunum. Og þarna hitti ég fyrir 3 ættliði forfeðra minna, þ.e. Þórð, Jón og aftur Þórð, sem allir lifðu af hörmungarnar og skiluðu ætt- inni áfram til okkar daga. En hvað um aðra forfeður mína? Ég ætla að fletta betur þeirri ágætu bók Svarfdælingum. Aðrir ættfeður mínir og Móðuharðindin I fyrra kom út bók Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöll- um, sem bar nafnið Mann- fellirinn mikli. Það kom fram í þessari bók að í nágranna- hrepp okkar Skriðuhreppi lést þriðjungur íbúanna á árunum 1784 og 85 aðallega af hungri og harðrétti, sem orsakaðist af öskufallinu frá Skaftáreldum, sem hófust árið 1783. í sambandi við þessar hroða- legu upplýsingar komu fram hugleiðingar í þessu blaði, hvernig harðindin hefðu leikið fólk hér í sveit og stungið upp á að einhver gerði könnun á því hvort Svarfdælingar hefðu goldið sama afhroð og Hörg- dælir. Þetta varð mér m.a. tilefni til að hnýsast ofurlítið í örlög minna eigin ættmenna á þessum árum eins og hægt er að gera það með því að lesa sig aftur á bak í ritinu Svarfdælingar. Það sem hér fer á eftir er hluti af þeim fróðleik, sem mér áskotnaðist við þess háttar ,,stúderingar“. Þórey Björnsdóttir prests í St-Árskógi, húsfreyja á Hrísum, missti Halldór bónda sinn harðindaárið 1784. Hún bjó áfram með börnum þeirra 6 og Jóni syni sínum um tvítugt, sem hún hafði átt fyrir hjónaband með Þórði vinnumanni í St-Árskógi. Þórey missti megnið af kvikfé sínu í harðind- Framhald á bls. 20 NORÐURSLÓÐ - 17

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.