Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Page 20

Norðurslóð - 13.12.1983, Page 20
Böm Móðuharðindanna. Frh. af síðu 19. unum. Hún bjó ekkjaá Hrísum í 10 ár. Síðustu árin á Hrísum bjó á móti henni þar Jón sonur hennar og Sesselja kona hans, en þau fluttu svo í Hvammkot(í Arnarneshr.). Þáflosnaði Þórey upp frá Hrísum, en fór í húsmennsku til Jóns í Hvamm- koti. En þessi piltur Jón er enginn annar en sá mikli ættfaðir Jón í Hvammkoti. (Sjá í Svarfdælingum Hrísar II.) Þórey fór aftur að búa með yngri börnum sínum, fyrst á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, en síðan á Hofi í sömu sveit og dó þar skömmu síðar rúmlega sextug. Um hana er sagt: „Þórey var greind kona, vel fróð, góðlynd og siðprúð“. Jón og Sesselja í Hvammkoti voru foreldrar Jóns í Kálfs- skinni (sjá Ytra-Holt) föður Sigurðar á Böggvisstöðum föður Þóru þar, móðurömmu minnar. Öldungurinn Þorvaldur Gunnlaugsson, áður stórbóndi á Sökku, lést þar 1785. Þá tók dóttir hans og Jón tengdasonur hans við öllu búinu. Hann var bróðir Rögnvalds bónda á Hóli út. Ekkja Þorvalds bónda. Guðrún, lést 1786. Búið á Sökku gekk mjög til þurðar harðindaárin, fór t.d. úr 60 kindum niður í einar 6. Þorvaldur á Sökku var tengdafaðir Þorvalds á Ingvör- um Sigurðssonar á Búrfelli, en Þ. bóndi á Ingvörum lést 1785. Hólmfríður Þorvaldsdóttir frá Sökku, ekkja hans, bjó áfram með börnum sínum í æsku, en giftist aftur fljótlega og missti þann mann innan árs úr bólu- sótt. Hún bjó 3 ár á Ingvörum eftir lát síðara mannsins, bjó síðan um skeið í Gljúfurárkoti og síðast í Hverhóli þá í skjóli Þorvaldar sonar síns, sem síðar fluttist í Kálfsskinn. Það gekk því á ýmsu hjá hessari konu, en upp kom hún börnum sínum og var það ekki lítið afrek út af fyrir sig. Hún varð 68 ára gömul. Um Hólm- fríði er sagt: „Hún var vel lesandi, sæmilega að sér og vinnusöm". Hólmfríður og Þorvaldur á Ingvörum voru foreldrar Gunn- laugs á Hellu föður Þorvalds á Krossum föður Baldvins á Böggvissstöðum móðurafa míns. Það er mikill manngrúi kom- inn út af þessum konum, Þóreyju á Hrísum og Hólmfríði á Ingvörum, sem báþar urðu ekkjur í Móðuharðindunum, og unnu það afrek að halda lífi með börnum sínum og koma þeim upp til fullorðinsára. Kvenfólkið lætur ekki mikið yfir sér í ættartölum. Ég hef um æfina talsvert heyrt nefnda bæði Jón í Hvammkoti og Þorvald á Ingvörum, þegar talið hefur borist að ættum. En varla nokkurn tímann hef ég heyrt minnst á Hólmfríði á Ingvörum né Þóreyju á Hrísum. Þórey var þó móðir hans Jóns og Hólm- fríðúr móðir barnanna hans Þorvalds. Móðir Sigurðar á Steindyrum, Guðrún Þorleifsdóttir, bjó á S-Más'stöðum í upphafi Móðu- harðindanna ásamt síðari manni sínum, Jóni Einarssyni og tveimur uppkomnum sonum þeirra, Sigurði og Jóni. í júní 1784 lést Jón sonur þeirra, 24 ára og í október Sigurður, 22 ára. Sjálf lést Guðrún húsfreyja 1785. Þau virðast ekki hafa átt önnur börn saman. Guðrún átti Sigurð bónda á Steindyrum með fyrri manni 20 - NORÐURSLÓÐ sínum, Sigurði Erlendssyni í Árgerði. Sigurður Sigurðsson virðist hafa verið farinn að búa á móti stjúpa sínum á S-Más- stöðum, en flutti í Steindyr harðindaárið 1784 með sáralít- inn bústofn eða 2 kýr, 6 kindur og 2 hross. Hann náði sér aldrei upp úr fátæktinni og lést 1804. En kona hans, Sigríður Höskuldsdóttir, lifði hann lengi, bjó áfram á Steindyrum og var síðan húskona þar, en lést á Húnstöðum í Stíflu hjá dóttur sinni 77 ára að aldri. Sigurður var skýrleiksmaður og í betra lagi að sér og Sigríður var meinhæg kona, þrifin og vinnusöm, en ólæs og lítið upplýst. Þessi hjón Sigurður og Sigríður á Steindyrum voru foreldrar Jóns bónda á Dæli föður Sólveigar föðurömmu minnar á Ytra-Hvarfi. Á Hæringsstöðum bjó Ólafur Sigurðsson og Helga kona hans Jónsdóttir árin 1780-1800. Þau voru jafnan fátæk, áttu mörg börn og urðu kynsæl mjög. Eftir Móðuharðindin áttu þau2 kýr, 6 kindur og 1 hross, en verslunarskuld þeirra var 17 ríkisdalir. Ólafur þótti skilvís maður og sæmilega að sér. Helga var vinnusöm, þrifin og sæmilega læs og skrifandi. Hún dó eftir langvarandi kröm og brjóstveiki 67 ára gömul. Ólafur og Helga voru foreldrar Guðrúnar móður Oddnýjar í Dæli móður Sólveigar föðurömmu minnar á Ytra-Hvarfi. Lárus Hannesson Scheving lést að Garði í Kelduhverfi 1784 61 árs að aldri. Hann bjó um skeið mjög góðu búi á Urðum í Svarfaðardal, var talinn vel ríkur. Hann fékk hálft um- boð Múnkaþverárklaustursjarða, þingeyska hlutann, og fluttist í Þingeyjarsýslu, fyrst að Laugum í Reykjadal, síðan að Garði í Kelduneshreppi, þar sem hann lést. Lárus var hógvær og sanngjarn og fékkst ögn við að yrkja. Kona hans var Anna Björnsdóttir prófasts á Grenjað- stað. Lárus Scheving var bróðir Þórunnar konu Jóns Stein- grímssonar, eldklerksins á Síðu. 1783 lést Jórunn, dóttir Lárusar og Önnu að Prest- hvammi í Aðaldal, 29 ára að aldri, kona Þorsteins Hallgríms- sonar djákna á Grenjaðarstað. Hún var móðir sr. Baldvins á Upsum og þriggja annarra presta þeirra sr. Kristjáns á Tjörn, Bægisá og víðar, for- föður Tjarnarmanna, sr. Stefáns á Völlum, föður Skafta, sem Jónas kvað um eftirmæli og sr. Hallgríms á Hrauni föður Jónasar skálds. Þegar prestsefnin ungu misstu móður sína var Baldvin, þessi langa-langafi minn og systkina minna, Baldvins og Jórunnar, tveggja ára. Þorsteinn kvæntist aftur og varð síðar prestur í St-Árskógi. Sr. Baldvin, síðasti presturinn á Upsum, var faðir Snjólaugar konu Þorvaldar á Krossum og móður Baldvins á Böggvisstöð- um móðurafa míns. Ingimundur Gunnlaugsson, ekkjumaður, og Guðmundur sonur hans bjuggu í Sælu harðindaárin. Ingimundur lést í Sælu 1790, 77 ára að aldri og hafði alltaf búið í sárafátækt. 1786 er Guðmundur kominn í Hnjúk ásamt konu sinni Ólöfu Sigurðardóttur. Þar batnaði hagur þeirra hröðum skrefum og urðu þau vel bjargálna. Fyrir hjónaband eignaðist Guðmundur dóttur með Hólm- fríði Jónsdóttur prests á Völlum. Hólmfríður prestsdótt- ir giftist síðar Jóni Jónssyni ,,háa“, sem um skeið var bóndi á Hjaltastöðum, líklega á Há- nefsstöðum og Syðra-Hvarfi yfir verstu harðindaárin. Þau lifðu við mikið basl og fluttu stað úr stað, sem endaði með því að Jón fór á hreppinn og Hólmfríður hraktist frá honum, en fékk athvarf hjá frændfólki sínu í Miklagarði í Eyjafirði. Þar lést hún 71 árs gömul. Móðir Hólmfríðar, Guðfinna Jónsdóttir, prestsekkja á Völl- um lést þar 1785 hjá sr. Þórði syni sínum. Ekki mun hafa verið mikið ríkidæmi á prestsetrinu á uppvaxtarárum Hólmfríðar. Þessi hjón, Guðmundur bóndi á Hnjúki og Hólmfríður voru foreldrar Sigríðar, konu Þórðar eldri, bónda þar. Sigríður ólst upp hjá föður sínum á Hnjúki eftir frumbernsku. Hún var talin stjórnsöm kona og mesta risnumanneskja og í betra lagi að sér. Þórður og Sigríður urðu foreldrar Jóns yngra á Y-Hvarfi föður Jóhanns föðurafa míns þar á bæ. Sem sagt, þarna er ég komin inn í ætt Þórðar höku- langs í Sauðaneskoti. Jón bóndi í Brautarhóli Jóns- son Arnfinnssonar átti eina kú í bústofn eftir harðindin og flosnaði upp frá búi sínu skömmu síðar. Á manntalsþingi 1793 er verslunarskuld hans lýst 20 ríkisdalir og hann talinn vanfær og félaus öreigi, sem vart ætti fötin utan á sig. 1801 var hann ekkill í vinnumennsku á Hofi, en síðast í skjóli dóttur sinnar Ragnheiðar á Þverá í Skíðadal, og andaðist þar háaldraður. Konu Jóns, Sigríðar Hallgríms- dóttur er síðast getið er hún fær arf eftir frænku sína í Eyjafirði 1786 og kann ég ekki skil á því frekar, en upp komust börnin og ílendust hér í sveit. Ragnheið- ur varð kona Sigurðar á Þverá í Skíðadal og eru þau foreldrar Þóru á Y-Hvarfi móður Jóhanns föðurafa míns. Jón Sveinsson sveitarlæknir, bóndi á hálflendunni Ytra- Garðshorni, hafði misst allt sitt búfé áður en hann lést 1784 61 ára gamall. Hallgerður Hallgríms- dóttir ekkja hans bjó eitt ár í Syðra-Garðshorni, flutti síðan í Ytra-Holt og bjó þar til 1788. Fór þá til sonar-sonar síns Jóns frá Þverá, sem þá bjó á Hrafns- stöðum og síðar á Karlsá og lést á Hrafnsstöðum 1804. Hallgerð- ur var að mörgu leyti merk kona og var um skeið ljósmóðir. Jón var stundum kallaður „Jón góði“. Þau voru foreldrar Hall- gríms bónda á Þverá í Skíðadal. Þóra á Þverá í Skd. Sigurðar- dóttir á Hóli og Karlsá Jóns- sonar lögréttumanns á Hóli var orðin ekkja fyrir upptök Skaft- árelda. Hallgrímur bóndi hennar hrapaði til dauðs í klettum nálægt bænum. Það mun hafa verið í Hömrunum, þessa er getið í annálum og hann talinn góðbóndaefni. Þóra bjargaðist sæmilega yfir harð- indin, kvikfé hennar var þá 2 kýr, 5 kindur og 2 hross. Ekki hafði hún aðra fyrirvinnu 1786 en drengina sína Sigurð og Jón, 14 og 15 ára gamla, sem urðu síðar bændur á Þverá og á Karlsá. Þóra þótti „fróm og skilvís kona, vel læs og í betra lagi að sér.“ Þau Hallgrímur voru foreldrar Sigurðar bónda á Þverá í Skíða- dal föður Þóru á Ytra-Hvarfi móður Jóhanns bónda þar föður- afa míns. Anna Halldórsdóttir frá Hofi Skeggjasonar, ekkja Sigurðar á Karlsá og móðir Þóru á Þverá, lést 1785 á Karlsá hjá Páli syni sínum. Systkini Þóru voru Jón Stórbóndi á Urðum, Páll báta- smiður og bóndi á Karlsá og Arnbjörg húsfreyja á Hóli og kona Rögnvaldar bónda þar. Öll fæddust þessi systkini á Hóli á meðan Srgurður og Anna bjuggu þar. Ekki er ótrúlegt að það hafi verið styrkur fyrir Þóru að eiga þetta góða fólk að. Utbændur á Upsaströnd sóttu sjóinn fast og björguðust betur en afdalafólk, þótt nú þyki ekki lífvænlegt lengur á slóðum Þórðar hökulangs. Þar er brim og boðaföll og bratt að ríða um grundir. Þar við glymja skerjasköll. skelfur tíðum undir. Svo kvað Jón á Karlsá 1830. Meira að segja er ekki búið lengur á landnámsiörðinni Karlsá sjálfri og Hóll er orðinn ysti bær í byggð á Upsaströnd. Líka kvað Jón: Hóll er jörðin happaslyng hér við rastamiðin . . . Ennþá búa góðu búi á Hóli niðjar þessa fólks, sem á að ættfeðrum og frændum smiði mikla og galdramenn. En þessir útverðir Eyjafjarðar kveða ekki lengur inn á fjörðinn hollenskar duggur með brennivín og tóbak innanborðs eins og áður gerðist. Lokaorð Sannarlega var það aldrei mein- ing mín að gera neina úttekt á Móðuharðindunum eða áhrifum þeirra á fólk hér í sveit, en hann Þórður ættfaðir minn höku- langur lagði þetta upp í hend- urnar.á mér. Mér hafa fundist Móðu- harðindin vera í þvílíkri óra- fjarlægð. En það er þá ekki lengra en svo að þarna eru langa- langa-langaafar mínir og ömmur, börn þessa voðalega tíma. Sannarlega hef ég færst nær þessu fólki og kynnst því ofur- lítið. Og nú þykir mér orðið reglulega vænt um það allt saman. Aðalbjörg Jóhannsdóttir. Sendum starfsfólki okkar og viðskipta- vinum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið. A Söltunarfélag Dalvíkur hf. Dalvík - Sími 61475

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.