Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 1
8. árgangur
Mánudagur 29. október 1984
7. tölublað
Sumri hallar hausta fer. Dalvík séð úr lofti.
Sumarið góða og gæskuríka
og haustið fagra
20. september.
Sumarið er liðið og komið
haust, litir haustsins eru teknir
að föina, en snjór ofan við 800
metra línuna í fjöllunum gefur
landinu hreinan og hátíðlegan
svip.
Enginn trúi ég muni dirfast að
mótmæla því að liðið sumar
hafi verið eitthvert hið unaðs-
legasta sem menn muna eftir.
Það er gott dæmi um duttlunga
veðurfarsins á þessu blessaða
landi okkar, að þetta ágætis-
sumar skuli koma á eftir hörku-
sumrinu 1983 einu því kaldasta
á þessari öld. Nú byrjaði
heyskapur yfirleitt í júní, sem
telst nýlunda á síðari árum.
Heyskapartíð var mjög góð
lengst af, svo bændur höfðu
yfirleitt lokið heyskap seint í
ágúst. Heyfengur varð mikill og
nýting heyja prýðileg. Meira er
ekki hægt að segja um fóður-
birgðir manna, fyrr en ásetnings-
menn hafa farið um hérað með
tommustokk sinn og vasatölvu
síðar í mánuðinum.
Kartöfluspretta varð líka mjög
góð hér um slóðir eins og annar-
staðar á Norðurlandi, svo mjög
margir eiga birgðir af þeirri
góðu vöru fram eftir öllu næsta
ári. Það er í frásögur færandi að
einn nýgræðingur í stétt kartöflu-
ræktenda, Þorsteinn Aðalsteins-
son loðdýrabóndi á Böggvis-
stöðum/ Dalvík, er talinn munu
fá upp úr akri sínum á Hrísa-
móum hátt í 100 tonn af
seljanlegum kartöflum.
Reksturinn kemur.
Göngur og réttir
Göngur fóru fram dagana fyrir
16. september, en Tunguréttin
var haldin þann dag, sem var
sunnudagur.
í gangnaskálanum á Stekkjar-
húsum var margt um manninn,
þegar blaðamaður leit þar inn
um kvöldið, því gestir voru þar
auk gangnamanna. Menn sátu
þar settlega við langborð og
ræddust við í hljóði. Var ekki
laust við að gömlum bragga-
karli fyndist þessi siðmenningar-
blær hálfóviðfelldinn á þessum
stað og minntist vísu, sem ort
var í nokkurskonar öfugmæla-
stíl fyrir nokkrum árum, meðan
gamli bragginn var enn við lýði:
Hér er fátt og lítill gleðigjafi,
gangnamenn á daufu hljóðaskrafi,
og að venju segja má með sanni
sést hérekki vín á nokkrum manni!!
En svo dapurt var nú ástandið
ekki að þessu sinni og upp-
hófst töluverður söngur, „Hér
skal ætið hafa völd“ og „Fjalla-
brúnin firna skörp“ og annar
heimsfrægur afréttarkveðskap-
ur.
Á Tungurétt
Réttardagur rann upp bjartur
og fagur og að venju tók mann-
fólk að streyma að vel fyrir
hádegið. Strjálingur af fé úr
Réttarlíf.
Örtröð við kaffiskálann.
aukaréttunum var komið í nátt-
hólfið kvöldið áður og var nú
hleypt inn í réttina og að mestu
dregið upp. Allir biðu eftir
„stóra safninu“ úr Afréttinni og
gangnamönnunum vösku og
glöðu.
En þeir góðu herrar voru
ekkert að flýta sér og gáfu sér
nægan tíma til að sinna öðrum
hugðarefnum heldur en rekstr-
inum. Sagt er að einn tiltölulega
ærukær rekstrarmaður hafi
heyrst tuldra fyrir munni sér,
þegar honum þótti seinagangur-
inn keyra úr hófi:
Það er aumi asskotinn,
hve iila gengur reksturinn.
Það sýnist vera sauðkindin
sem að rekur mannskapinn.
Um hádegið birtist safnið þó
loksins suður á Dælishólunum.
En stórt var það ekki, drottinn
dýri, varla mikið yfir 1000 fjár
úr samanlagðri Afréttinni. Ekki
eru þó mörg ár liðin síðan 2-
3000 fjár komu af þessu svæði.
Þarna er vitnisburður um sam-
drátt sauðfjárræktar í sveitinni,
ekki hvað síst þeim hluta
hennar, þar sem bændur stund-
uðu mest að reka til afréttar.
Hér á riðuveiki stóran hlut að
máli.
En það var þó bót í máli að
féð var greinilega mjög vænt og
vel á sig komið eftir gott sumar í
rúmum högum.
En þótt fátt væri féð var
fólkið þeim mun fleira svo og
hestar og bílar. Sumir heyrðust
segja, að líklega væri fleira fólk
en fé, en trúlega voru það nú
smáýkjur. Og ekki vantaði að
vel lægi á mannskapnum og var
töluvert sungið bæði í almenn-
ingnum svo og í kaffiskálanum.
Endurbætt
veitingaaðstaða.
Vel á minnst, kaffiskáli. Um
langt árabil hefur kaffiskúr
kvenfélagsins Tilraun gegnt
þörfu hlutverki í mónum ofan
við réttina. En mikið lifandi
skelfing hefur oft verið þröngt
þar og erfið aðstaðan fyrir
veitingakonurnar.
Nú er orðin breyting á. Byggt
hefur verið við gamla skúrinn
og húsnæðið þannig aukið um
helming og settur upp rúm-
góður útipallur í skjólinu
sunnan við. Sagt er að Gunnar
Jónsson hinn frægi fjallabíl-
stjóri með meiru hafi átt drjúgan
hlut að því máli að þessi fram-
kvæmd var gerð og unnin í sjálf-
boðavinnu að mestu af ýmsum
góðum mönnum og konum.
Heiður og þökk sé Kvenfélaginu
og öllum þeim sem þarna hafa
lagt hönd á plóg. (Reyndar
höfum við það eftir bestu
heimildum, að sala hafi verið
svo lífleg í skálanum, að félagið
hafi fengið allan útlagðan
kostnað sinn við hann greiddan
og eigi drjúgan afgang.)
Á Höfðaballið
höldum við . . .
Við ljúkum þessum pistli með
því að geta þess að auðvitað
stóð ungmennafélagið Atli fyrir
réttarballi á Höfðanum að
venju, þó það nú væri í annarri
eins veðurblíðu. Og auðvitað
var húsið yfirfullt af gestum, en
hvað gerir það þegar logn er
veðurs og grasið skráþurrt í
lautunum og áin kveðurástaróð
við stórgrýtið og fyllir dalinn af
rómantík haustsin
Frh. á bls. 6.
Til lesenda
Seint koma sumir - en koma þó. Og hér kemur
Norðurslóð og hefur tafist dálítið á leiðinni af
ástœðum, sem ekkiþarf að tilgreina. Þar ámóti hefur
hún þykknað töluvert og er nú 8 síður. Þetta verður
sem sé að gilda sem september- og októberblað í
senn, þannig að blöðin verða aðþessu sinni 9 ístað 10
á árinu.
Um leið og við biðjum velvirðingar á þessari
óreglu sendúm við lesendum bestu kveðjur með ósk
um góðan vetur meðfrið á vinnumarkaði ogfrið ísál.
Af heilum huga þakka ég sóknarprestum og
sóknarnefndum i Eyjafjarðarprófastdæmi fyrir
fagra gjöf i lok héraðsfundar og auðsýnda
vináttu og virðingarvott.
Þá þökkum við hjónin af hrærðum hug og hjarta
söfnuðum Vallaprestakalls forkunnar fagra og
góða gjöf og mjög ánægjulegt skilnaðarhóf og
aðrar góðar gjafir, sem okkur bárust. Við
þökkum einnig langa og gróna vináttu sóknar-
barnanna, bæði fyrr og síðar.
Guð blessi Svarfdælska og Eyfirska byggð.
Jóna og Stefán Snævarr.