Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Sjálfsagt þróunarverkefni Nágrannar vorir Grænlcndingar voru hér á í'erðinni fyrir skcmmstu. Formaður landstjórnarinnar í Nuuk (Godthaab) var í opinbcrri heimsókn hér á landi ásamt meö fylgdarliði. Til Reykjavíkur kom hópurinn að sjálfsögðu fyrst, en síðan var Hogið í fylgd með íslenska forsætisráðherranum til Vestíjarða og hingað til Eyjafjarðar. Á Akureyri var hóað saman til fundar með forsvarsmönnum ýmissa meiriháttar félaga og stofnana, þar sem gestirnir voru fræddir um helstu þættina í atvinnulífi okkar hér við Ijörðinn. Formaður landstjórnar Grænlands, Jónatan Motzfeldt, ræddi að sjálfsögðu einnig um vonir og drauma landsmanna sinna í sambandi við vaxani sjálfstjórn þeirra og minnkandi tengsl við Danmörku og sérílagi útgönguna úr Efnahags- bandalagi Evrópu. Það þarf vissulega kjark og bjartsýni til þess að takast á viö þá feiknlegu erfiðleika, sem hljóta að bíða Grænlendinga viö minnkandi stuöning Dana. Þessa eiginleika virðist Jónatan ogsamstarfsmenn hanseiga í ríkum mæli, en sem betur fer einnig raunsæi andspænis þeim gífur- legu vandamálum, sem hljóta að bíða sjálfstæðrar dverg- þjóðar í risalandi sem Grænland er. Það er þáttur í raunsæinu að viðurkenna hispurslaust, að án mikils velvilja og mikillar aðstoðar erlendis frá geti þessi djarflcga tilraun aldrei tekist. Og það er líka vafalaust byggt á réttu mati, að að öðru jöfnu sé heilladrýgra að þiggja aðstoð frá smáþjóð heldur en stórveldum, sem ætíð og æfinlega vilja hafa nokkuö fyrir snúð sinn. Það er því örugglega sannleikanum samkvæmt, þegar forsvarsmenn Grænlendinga lýsa því yfir að frá engum vilji þeir fremur þiggja tækniaðstoð cn frá næstu grönnum sínum, Islendingum. Og sem betur fer má þaö líka teljast trúlegt að í raun og veru séum viðjafnfærir um og hverannaraðveita þá aðstoð, sem atvinnuvegir þeirra þurfa mest á að halda. í ræðu, sem íslenski íörsætisráðherrann hélt í gestaboðinu á Akureyri lét hann í Ijós þá skoðun aö heppilegt væri að sambandiö við Grænland væri frá okkar hendi fremur rækt frá Vestur- og Norðurlandi helduren endilega frá Reykjavík. Hann nefndi sérstaklega til staði eins og Bolungarvík, ísaljörð og Akureyri. Við hér á blaðinu viljum taka sterklega undir þessi sjónar- mið. í fyrsta lagi að aðstoð við Grænland cigi að vera forgangsverkefni okkar á sviði þróunarhjálpar. í því sambandi er gott að minnast þess, að um langt skeið höfum við, fyrir milligöngu Búnaðarfélags íslands, átt góðan þátt í að mennta og þjálfa grænlensk sauðfjárbændaefni. Verða í vetur 9 grænlenskir lærlingar á sauðbúum hér samkvæmt þessu samkomulagi. í öðru lagi að byggðarlögin fyrir vestan og norðan eigi að hafa forystu á sviði Grænlandssamskipta. Til þess hafa þau alla burði t.d. varðandi allt, sem tengist fisk- veiðum- og vinnslu, varðandi ullar- og skinnaiðnaö og margt flcira. Víst má telja að einn þýðingarmesti atvinnuvegur Grænlendinga í náinni framtíð verði ferðaiðnaður. Einnig þar getum við komið til skjalanna bæði sem leiðbeinendur og ennfremur sem hverjir aðrir ferðamenn. Grænland er heillandi heimur og fyrir íslendinga sérstaklega hjartfólginn vejgna sögunnar. Að heimsækja Brattahlíð, Garða eða Hvals- eyjarkirkju er stórkostlegt ævintýr, sem íslendingarþyrftuað veita sér sem flestir, helst áður en þeir fara til Grikklands cða Spánar. H.E.Þ. Harmleikur á „Liggja um fannir freðin spor... Muna ekki margir eftir hryss- unni ungu, sem hvarf frá Albert Jónssyni þá í Syðra-Garðshorni seint í maí 1983, en sást síðast hverfa fram úr byggð í Skíðadal? Hryssan var komin hingað úr Skagafirði, eign Halldórs gull- smiðs, sem kenndur er við Stokkhólma. Hún hefur verið haldin heimþrá, en hvert átti hún að fara til að komast heim, hún sem rekin hafði verið hingað norður yfir Öxnadals- heiði? En meðfædd ratvísi dýranna getur stundum verið aðdáunar- verð. Einhvernveginn fann hryssan á sér að hún ætti að fara fram dalinn til þess að komast heim, þótt hún kæmi hingað úr öfugri átt. Enginn getur hins- vegar láð henni það þótt hún villtist á dölunum og lenti í Skíðadal, enda má vel komast í Skagafjörð þá leiðina. Slóð hennar var rakin fram í Afrétt alla leið í Austurtungnabotn. Síðan var fengín lítil ílugvél frá Akureyri til að reyna að finna týnda hrossið uppi á fjöllunum. Flugmaðurinn (Víðir Gíslason Magnússonar) ogfylgdarmaður (Hilmar Gunnarsson Dæli) fundu slóðina í snjónum í Frá Bókasafni Dalvíkur Rætt við Birnu Kristjánsdóttur Svo sem flestum Dalvíkingum mun kunnugt er Bókasafn Dalvíkur til húsa að Skíðabraut 3, við hliðina á bakaríinu. Þar hefur það 2 samliggjandi herbergi til umráða. Það hefur vart farið framhjá notendum safnsins að í sumar hafa orðið nokkrar breytingar í því. Norður- slóð sneri sér því til bókavarðar, Birnu Kristjánsdóttur, og spurði hana hverju þetta umrót sætti. Birna sagði að verið væri að flokka safnið og skrá samkvæmt því flokkunarkerfi sem llest bókasöfn nota. í kjölfar þess kæmi síðan ný tilhögun við útlán, þ.e.a.s. vasar með korti yrðu settir í hverja bók. Einnig yrði unnin upp spjaldskrá fyrir satmð sem auðveldaði bæði bókaverði og notendum að sjá hvað til væri í safninu. Síðan væri verið að ,,opna" safnið meira, þannig að nú gæti fólk gengið um bæði herbergin, skoðað og valið sér bækur. Verðmætustu ritin í eigu safns- ins væru nú komin í örugga geymslu þar sem þau væru ekki til útlána. Birna sagði að safnið ætti um 11 þúsund bækur og væri mikið af bæði bókum og tímaritum í geymslum úti í bæ, en bókaeign safnsins væri löngu búin að sprengja utan af sér núverandi húsnæði. Það stæði þó væntanlega til bóta þar sem ætlunin væri að flytja safnið í kjallara Ráðhúsins, þarsem það fengi um 200 m: húspláss til umráða, þ.e. umþaðbil fjór- földun á stærð m.v. núverandi húsnæði. Væntanlega yrði þá jafnframt hægt að auka starfsem- ina og gera hana fjölbreyttari. Fastir lánþegar safnsins eru nú tæpl. 200, þar af stór hópur barna og unglinga og yrði gaman að geta gert betur við þann hóp notenda þegar húsa- kynni og aðstaða leyfði, svo og þá sem vildu nýta safnið en kæmust ekki s.s. sjúka og aldraða. Þeir munu þá væntan- Birna Kristjánsdóttir bókavörður. lega geta komið óskum sínum á framfæri í gegnum síma og fengið bækur sendar heim. Birna bað blaðið að lokum að koma því á framfæri að safnið væri opið á mánudaga kl. 20.00- 22.00, miðvikudaga kl. 16.00- 19.00 og föstudaga kl. 16.00- 18.00. Árskortið kostar 170 kr. og ætti það varla að koma í veg fyrir að fleiri Dalvíkingar not- færðu sér þessa sameiginlegu bókaeign sína. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Norðurslóð tekur undir þau orð og minnir á að góð bók er gulli betri. Sv.J. Afréttarbotninum. Hún varekki bein, heldur hafði skepnan slagað stóran sveig til hægri í Afréttarbotninum í tilraun til að komast þar yfir fjallið en orðið frá að hverfa og síðan tekið stefnu á Svarfdælaskarð austan Steingríms í botni Almennings. Því miður reyndist of lág- skýjað til þess að flugmaðurinn treystist til að fljúga gegnum skarðið og leita slóðarinnar hinumegin og var þeim þætti leitarinnar lokið. Kunnugir full- yrtu við Albert og aðra þá, sem fjöllum hugðust leita hryssunnar áfram, að hún hlyti að hafa lent í Barkárdal og þar væri hennar helst að leita, því ólíklegt yrði að telja að hún hefði lagt í að snúa til hægri yfir brattan fjallshrygg- inn á bak við Steingrímshnjúk, en þá hefði Kolbeinsdalur blasað við og leiðin greið heim í Skaga- Ijörð. Því var gerður út leiðangur ríðandi manna fram í botn Barkárdals, en þar var ekkert kvikt að sjá og var frekari leit gefin upp á bátinn. Þótt fögur séu fjöllin vor feikn þau marga geyma. Liggja um fannir freðin spor, feigðin á þar heima. í fyrstu göngum nú í haust fóru leitarmenn upp í Myrkár- dal, en sá afdalur er næstur fyrir framan Barkárdal, sem gengur suðvestur í fjöllin framarlega í Hörgárdal. Efstur leitarmanna á Myrkárdal var unglingspiltur frá Myrkárbakka. Hann gekk upp aðjökulrótum í botni dals- ins. Gekk hann þar fram á beinagrind af hrossi, nýkomna undan sjnó, að því er virtist. Hann sá að járn voru undir framfótum skepnunnar. Náði hann öðrum hófnum með skeif- unni af kjúkunni og hafði með sér til byggða svo sem til jar- teikna. Skeifan var 8 gata og skrúfaður broddur í tána. Á þannig skeifum var líka horfna merin frá Syðra-Garðshorni. Brátt vitnaðist þar innfrá að hross hefði týnst á þessum slóð- um fyrir hálfu öðru ári og mátti telja öruggt, að þarna væri hryssan skagfirska fundin. Barst fréttin hingað úteftir. N ú er að líta á kortið. Sést þá að hár en þunnur fjallskambur skilur Barkárdal og Myrkárdal þarna í botninum. Þó er þar dálítið skarð, sem Gíslaskarð nefnist. Þar handan við liggja bein týndu hryssunnar. Nú blasir það við, sem gerst hefur og kalla má harmleik á fjöllum. Hryssan hefur hugboð um það, þegar hún er komin fram í Almenningsbotn að rétta stefnan heim í Skagafjörð liggi yfir fjallið sem næst Stafns- tungnaljalli. En sú leið er snar- brött og engum hesti kleift að brjótast þar upp jökulfönnina. Hún snýr við og leitar fyrir sér að færri leið þangað til hún kemur austur fyrir Steingrím, þangað sem við nú köllum Svarfdælaskarð. Þangað kemur hún dauðþreytt en full áhuga að halda áfram og áleiðis niður í Skagafjörð og heim. En hvílík vonbrigði. í stað þess að sjá niður í grænkandi dal blasir ekkert við sjónum annað en alhvít fjöll sem augað eygir. E.t.v. hefur hún samt reynt fyrir sér að komast til hægri yfir í Kolbeinsdalinn, en því miður, það er ekki léttur leikur fyrir hana uppgefna af að kafa djúpan snjóinn í botni Skíðadals. En heldur en að snúa nú til vinstri niður í Barkárdal, þangað sem hún aldrei ætlaði sér að fara, tekur hún nú það óheillaráð að taka stefnu þvert yfir Barkárjökul, framhjá Hóla- mannaskarði, framhjá Héðins- skarði, en ræður svo af að reyna við Gíslaskarð þóit bratt sé upp að fara. Hún neytir síðustu krafta við að brjótast upp bratt- ann í þeirri von að sjá hinu- megin birtast snjólaust land, skagfirskan dal. En þar er enginn skagfirskur dalur, aðeins hvítur jökull og hömrum girt fjöll, botn Myrkár- dals. Hryssanerþrotinkröftum, hún skjögrar niður bratta hlíð- ina, niður að rótum jökulsins og orkar ekki meir. Hún sest að, hengir höfuðið og bíður enda- lokanna. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.