Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 5
Þórólfur og Helgi handleika laxinn. hann orðaði það, en slíkt væri þeim eðlilegt. Auk þess hefði sýnt sig að seiðum í sjó væri ekki eins hætt við ýmsum sjúkdóm- um og fiski í ferskvatni. Fóðrunin í fyrstu er gert ráð fyrir því að fóðra seiðin á innfluttu þurr- fóðri en búast má við því að í framtíðinni flytjist framleiðsla á því hingað til lands. Ekki er ósennilegt að seinna meir verði fiskurinn fóðraðurásvokölluðu blautfóðri sem m.a. samanstend- ur af ýmisskonar fiskúrgangi. En sökum.mikils stofnkostnað- ar við slíka fóðrun þykir aðstandendum ölunns hf. ekki rétt að huga að henni að svo stöddu. Að sögn Þórólfs þarf fóðrun að vera mjög nákvæm og eftirlit að vera gott með fiskinum. Gangi vel með fóðrun á fiskin- um ætti hann að vera orðinn ca. 800-1000 gaðvori þegarhanner færður í sjókvíar en ca 2'/2-3 kg þegar hann er færður úr þeim að hausti. annars sagði Þórólfur þessar þyngdartölur vera háðar ótalmörgu t.d. því hvort heppi- legur staður fyndist fyrir sjó- kvíarnar en ljóst væri að þær Ný atvinnugrein Fiskeldistöð á Sandinum þyrftu að vera á skjólgóðum stað, a.m.k. þar sem að brims gætti ekki. Nú á haustdögum tekur til starfa nýtt fyrirtæki á Dalvík, Ölunn hf, og eru hluthafar 8 talsins, þeir Þórólfur Antons- son, Helgi Ásgrímsson, Garðar Ægisson, Snorri Árnason og makar þeirra. Rétt er að taka fram, svona rétt til þess að forðast allan málfarslegan rugl- ing fólks þegar rætt er um fyrir- tækið, að Ölunn er karlkynsorð og ku vera fengið úr Egilssögu þar sem það merkir fiskur. Fyrirtækið mun helga sig lax- eldi þar sem seiði verða keypt að, þau fóðruð í ca. V/i ár og slátrað að þeim tíma liðnum. Norðurslóð lék forvitni á að vita nánar um þetta nýjabrum i atvinnulífí byggðarlagsins og snéri sér því til eins hluthafa fyrirtækisins, Þórólfs Antons- sonar. í máli hans kom fram að menn hafi verið að hugsa um þetta mál allt frá því um áramót. Þórólfur sagðist í gegnum vinnu sína á Veiðimálastofnun hafa getað fylgst náið með þróun þessara mála undanfarið þannig að ekki hafi verið rennt blint í sjóinn þegar framkvæmdir voru hafnar við byggingu eldishúss- ins, sem staðsett er austur á Böggvisstaðasandi, í júní sl. Fiskeldið utangarðs- barn í keriinu Aðspurður kvaðst Þórólfur fjármögnunina erfiðan þröskuld. Bankakerfið væri mikið til lokað fyrir nýframkvæmdir en þó hefði verið unnt að fá allgóða fyrirgreiðslu þar í þessu tilfelli. „Það hefur gert fiskeldinu nokkuð erfitt fyrir að það virðist vera hálfgert utangarðs- barn í kerfinu þrátt fyrir stór orð pólitíkusanna um nauðsyn uppbyggingar á þessu sviði. Þannig virðist fiskeldið ekki falla undir neina lánastofnun. Ferskvatnsfiskur fellur undir landbúnaðarráðuneyti en í þessu tilfelli stöndum við eiginlega mitt á milli, við höfum fiskinn í kerjum upp á landi en notum mest sjó í þau. Þannig hefur það vandamál skotið upp kollinum hvort staðsetja eigi okkar starf- semi í sjávarútvegsráðuneytinu eða landbúnaðarráðuneytinu. Eiginlega finnst manni það vera hálfgerð gjálfuryrði stjórnmála- manna þegar þeir ræða um fiskeldið. Þeir fara um það fallegum orðum í ræðum sínum en þeir gleyma að geta þess hvar eigi að fá pening í þetta." Tvískipt laxeldi Fyrirmynd að þessari laxeldis- stöð Ölunns h.f. er fengin úr Höfnum en þar hefur svokallað tvískipt laxeldi verið reynt og gefist allvel. Þetta gengur út á það að seiði eru keypt, mismun- andi stór, inn í laxeldisstöðina og þau síðan alin upp í ca I 'A ár áður en þeim er slátrað. Seiðin eru höfð í kerjum í húsi yfir veturinn en í sjókvíum yfir sumarmánuðina. Þegar fiskur- inn er fluttur í sjókvíarnar að vori koma ný seiði inn í húsið þannig að starfsemin er þar í fullum gangi árið um kring. „Við fáum 5.300 seiði nú í haust, þar af 3300 seiði frá Hólalaxi á Hólum í Hjaltadal og 2000 seiði frá Fljótalaxi í Fljótum. Stærð þessara seiða er allt frá um 50 grömmum upp í 5- 600 grömm. Við gerum ráð fyrir því að a.m.k. framan af verði öll seiði keypt að en þau ekki ræktuð á staðnum. Við teljum ekki borga sig að svo stöddu að fara út í það vegna þess hve slíkt er orðið mun flóknara og um leið dýrara en sú leið sem hér er valin auk þess sem að seiða- stöðvar eru skammt undan og þannig auðveldt að nálgast seiðin. Seiðin verða höfð í 4 stórum kerjum sem eiga að rúma um 54 m3 af sjó. Talað er um að hámark á rúmmetra af sjó sé um 20 kg af fiski þannig að giska má á að hvert ker rúmi um 1000 fiska þegar þeir taka að stækka". í kerjunum verður sjór bland- aður heitu vatni og sér sérstakur blöndunarútbúnaður um blönd- unina. Hitastigið í kerjunum þarf að vera nálægt 10-12 °C sem er talinn vera kjörhiti laxins. Ástæður þess að sjór er notaður í kerin en ekki fersk- vatn sagði Þórólfur vera fyrst og fremst þær að seiðin sem kæmu í stöðina væru svokölluð göngu- seiði og með því að hafa sjóblöndu í kerjunum næðu þau að fara í sjávarbúning, eins og Markaðshorfur góðar Um markaðinn sagði Þórólfur að möguleikar virtust ótæmandi a.m.k. eins og væri. „Við verðum sennilega að stefna á útflutning en þar skiptir höfuð- máli stærð fisksins því ef hann nær ekki meiri þyngd en 2|/á kg hygg ég að borgi sig frekar að reyna að koma honum á innan- landsmarkað. Af erlendum mörkuðum, eru Bandaríkin einna hagstæðust, þ.e. ef fiskur- inn kemst þangað ferskur". Starfsmenn Fjöldi starfsmanna við laxeldis- stöð Ölunns hf. sagði Þórólfur vera nokkuð á reiki. Gera mætti ráð fyrir að ca. 2 menn þyrfti til daglegs reksturs stöðvarinnar á vetrum en þegar sumarkvíar hæfust þyrfti 1 mann til viðbótar og þegar slátrað yrði í október- nóvember þyrfti enn fleiri starfs- menn. „En um fjölda beinna eða óbeinna starfsmanna við stöðina er ekki fyrirfram hægt að segja um. Tíminn verður að leiða það í ljós“ sagði Þórólfur. Jólamatur ’85? En svo er það að lokum stóra spurningin hvenær við fáum að gæða okkur á nýjum ferskum Ölunnslaxi? „Það er nú það. Vonandi verður fiskurinn orð- inn vel ætur að rúmu ári liðnu. Eigum við ekki að segja að lax frá okkur geti orðið jólamatur fólksjólin 1985“, sagði Þórólfur Antonsson að lokum. Síðustu fréttir Ofanskráð samantekt Óskars Þórs Halldórssonar er nú orðin nokkuð gömul og hlutirnir hafa þróast áfram í fiskeldisstöðinni eins og að hefur verið stefnt. Okkur þótti því ekki úr vegi að líta inn á stöðina og ræða lítið eitt við Snorra Árnason starfsmann og bústjóra. Snorri veitti fúslega þær upplýsingar, sem um var beðið. „Bústofninn" er kominn, þ.e. 6800 seiði, nánar tiltekið 4100 laxa seiði og 2700 sjóbirtings- seiði. Fiskar þessir eru keyptir frá Hólalaxi í Hjaltadal og Fljótalaxi í Fljótum vestur. Það er þægilegur niður í lofti inni í kerjaskálanum því sjór rennur úr slöngu í litlum fossi ofan í sum kerin, en þau eru 4 talsins. Við prílum upp á brú yfir eitt kerið og kíkkum niður. Og viti menn, þarna syndir aragrúi laglegra fiska og virðast hinir frískustu. Þetta eru laxar ca. 660 gramma þungir, segir Snorri. Þetta verða orðnir lag- legir nubbar þegar þeir komast í sjókvíarnar í vor og eiga síðan að vaxa upp í sláturstærðina í sjónum. í hinum kerjunum eru smærri seiði og í einu þeirra sem sagt urriðar sem almennt eru kallaðir sjóbirtingar, þegar þeir koma úr sjó upp í árnar á sumrin og sjórinn hefur breytt þeim að útliti og bragði. Þessir fá sinn sjó hér í kerinu og breytast eins og þeir væru úti í hinni villtu náttúru. Það er vonast til að þeir nái 5-600 gr. þunga eftir svo sem 7 mánuði og þá geta menn keypt sér gott í matinn. En hvað um sjókvíarnar? Jú, Snorri segir að talað sé um stað í landi Rauðavíkur á Árskógs- strönd þar sem skýlt sé fyrir brimi. Þó getur komið til mála með nýjum og sterkum búnaði, að hafa fiskinn í sjónum hér á víkinni. En það er nú aðeins framtíðarmúsík. Að lokum spyrjum við um áætlaða ársframleiðslu. Snorri segir að áætlað sé að árlegur afrakstur hvers kers geti verið á bilinu 3-4 tonn af slægðum fiski, sem sé 12-16 tonn. Og verð- mætið í krónum talið? Ef reiknað er með kr. 240 per kíló gæti þetta verið í námunda við . . . ja þeir sem eiga vasatölvu geta reiknað þetta sjálfir, hinir verða að gera svo vel að fara að margfalda í huganum, ef þeir eru ekki búnir að gleyma margföldunartöflunni. Ritstj. Snorri Árnason bústjóri og Ásgerður Jónasdóttir í miðju, t. v. Helgi Ásgrímsson og Ragnar sonur Ásgerðar, t. h. Þórólfur Antonsson og Hrtínn Vilhelmsdóttir. Kjörmarkaðsverð! Minnum á mjög hagstætt vöruverð á fjölda tegunda matvara og hrein- lætisvara. Matvörudeild ÚKE Dalvík Hundahreinsun í Dalvíkurkaupstað fer fram í áhaldahúsi bæjarins laugardaginn 10. nóvember kl. 13.00-15.00. Hundaeigendur eru áminntir um að koma með hunda sína í hreinsun. Dalvikurbær. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.