Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 4
í glugga Dalvíkurskóla, október 1984. Miklar breylingar á kennaraliði. Skólastarfið á Dalvík Skólastarf hófst í Dalvíkurskóla miðviðkudaginn 12. september, en þá komu nemendur 4.-9. bekkjar til starfa. Forskóla- nemendur ásamt nemendum 1,- 3. bekkjar og framhaldsdeildar mættu svo til starfa mánudag- inn 17. september. í skólanum eru nú 294 nemendur, þar af 24 í forskóla og 21 í framhaldsdeild. Nokkur fækkun hefur orðið á ijölda nemenda og stafar það einkum af því að nemendur af Árskógsströnd og úr Svarfaðar- dalshreppi, sem komið hafa hingað í 8. bekk eru nú í fyrsta sinn í sínum heimaskólum. Þó vegur upp á móti þessari fækkun að nú koma 7 nemend- ur frá Hrísey í 9. bekk, en 4 ár eru nú frá því að nemendur þaðan hafa komið í Dalvíkur- skóla. Kennaralið Miklar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá síðasta skólaári. Trausti Þorsteinsson skólastjóri hefur fengið árs leyfi frá störfum og hefur Kristján Aðalsteinsson kennari verið settur skólastjóri í hans stað í eitt ár. Þá hafa þær Guðrún Elín Klemenzdóttir og Inga Sigrún Matthíasdóttir fengið árs leyfi frá störfum, en Helga Konráðs- dóttir, Sigmar Þór Ottarsson og Stefán Jóhannesson fóru til framhaldsnáms. Einnig hafa þeir Indriði Jónsson og Stefán Björnsson horfið á önnur mið. í stað þessara kennara voru ráðin Ásrún Ingvadóttir, Ásta Einars- dóttir, Kristján Júlíusson, Rakel Sigurgeirsdóttir og Sigurbjörg Karlsdóttir. Þá hefur Dóróþea Reimarsdóttir komið aftur til starfa eftir árs leyfi frá störfum. Auk þessarra kennara starfa við skólann 13 fastráðnir kennarar og 6 stundakennarar. Húsnæði Nú í sumar og í haust hefur verið unnið við lokafrágang innanhúss í nýja skólahúsnæð- inu. Þó mun ekki verða endan- lega gengið frá öllu og ekki hefur heldur verið farið í lóðar- framkvæmdir eins og til stóð. Þegar þessi áfangi er svo langt kominn þá er kominn tími til að huga að áframhaldandi fram- kvæmdum. Síðastliðið vor var ákveðið að næsti áfangi nýbygg- ingar yrði áframhald í suður. Þar fást 5 kennslustofur ásamt stjómunaraðstöðu, aðstöðu fyrir bókasafn skólans og vinnu- aðstöðu kennara. Vonast þeir sem að skólamálum starfa til að hægt verði að hefja fram- kvæmdir við þennan áfanga á næsta ári, en til að svo geti orðið þarf að tryggja fjármagn og það gæti orðið erfiður róður. Félagsstarf Félagsstarf nemenda verður með svipuðum hætti og verið hefur. Þó má vonast til að nokkur breyting geti orðið á, með tilkomu félagsaðstöðu í GIMLI. Skólinn hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðs- fulltrúa staðarins um samnýt- ingu húsnæðisins og um nánari samvinnu þessara aðila. Ef vel tekst til, gæti sú félagsaðstaða sem þarna er að skapast orðið hvalreki á fjörur barna og unglinga á Dalvík, en til að svo geti orðið verða allir sem að æskulýðsmálum starfa að standa saman. Fólk hér í bæ veltir því eflaust fyrir sér hvort nemendur 9. bekkjar ætli sér nú að safna í utanlandsferð eitt árið enn. Því er til að svara að enn hefur engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum, en nemendur 9. bekkjar eru samt sem áður byrjaðir að standa fyrir fjáröflun í ferða- sjóð. Það er ljóst að hvort sem nemendur fara til útlanda eða ferðast mnanlands þá er gott að eiga eitthvað í pokahorninu þegar til kemur. Það má líka benda á að nemendum er hollt að læra að starfa saman og stefna að einhverju ákveðnu Húsabakkaskóli var settur mið- vikudaginn 26. sept. sl. við stutta athöfn í sal mötuneytis skólans. Nemendur í grunn- skóladeildum eru nú 48, heldur fleiri en á síðasta vetri. Munar þar mest um, að kennsla 8. bekkjar hefur verið tekin upp við skólann á ný. í forskóla- deild verða 9 nemendur, en það er óvenju stór árgangur. Fastir kennarar skólans eru þeir sömu og verið hafa undan- farin ár, sömuleiðis starfsfólk mötuneytis og við ræstingar. Stundakennurum Qölgar frá fyrra vetri. Steinunn P. Hafstað kemur til kennslu við skólann á ný. Þá eru tveir nýir stunda- kennarar, þau Þórarinn Hjartar- son Tjörn og Ásrún Ingva- dóttir frá Bakka. Fyrstu daga skólastarfsins á þessu hausti unnu nemendur og kennarar í sameiningu að fegrun og snyrtingu skólans og um- marki. Þeir verða samt sem áður að gæta þess að láta ekki námið sitja á hakanum. Skólastarfið Skólastarf verður með nokkuð hefðbundnum hætti nú í vetur, en þó eru nokkrar breytingar sem vert er að minnast á. Fyrir nokkrum árum var hér gerð tilraun með nokkurs konar „opinn skóla“, en þvístarfi varð að hætta vegna húsnæðisskorts. Nú þegar rýmkast hefur um þótti kennurum ráð að reyna svipað ,,kerfi“ aftur. Nú í vetur mun því nemendum 1.-3. bekkj- ar gefast kostur á því sem kennarar vilja kalla „sam- kennslu". Verður ekki farið út í að skilgreina hana nánar hér, en fólki er bent á að öllum er velkomið að koma í skólann og kynna sér þessa nýjung. Er foreldrum nemenda í þessu bekkjum sérstaklega bent á að kynna sér starfssemina. Þá er rétt að geta þess að samræmd próf hafa verið breytt og verða nú gefnar einkunnir í tölum frá 1-10 en ekki í bókstöf- um. Engin breyting verður þó á prófgreinum (íslenska, stærð- fræði, danska og enska). Að loknu verkfalli BSRB mun verða boðað til foreldra- funda, þar sem kennarar munu gera grein fyrir skólastarfi oger vonast til að foreldrar sjái sér fært að mæta og ræða málefni þau er snerta nemendur, heimili og skóla. K.A. hverfis hans. Voru þessir dagar til gamans kallaðir Haust- þrælkunardagar. Meðal annars máluðu nemendur húsgögn og innréttingar á herbergjum sín- um, útbjuggu ný gluggatjöld fyrir kennslustofur, komu fyrir pottaplöntum til skrauts og hreinsuðu lóðina. Engin kennsla var þessa daga nema sund- kennsla. Sundskáli Svarfdæla er nú kominn í það gott lag, að mögulegt er að kenna í honum. Þvi var ekki beðið með að notfæra sér aðstöðuna þar. Mánudaginn 1. okt. lögðu kennarar skólans niður vinnu til að mótmæla því að mánaðar- laun þeirra höfðu ekki verið greidd. Húsabakkaskóli starf- aði því ekki nema 3 daga áður en verkfall BSRB hófst þann 4. okt. 22. okt. 1984 Bj. Þ. Húsabakkaskóli Við tökum marsinn Gamall draumur rætist. Á síðastliðnu vori mátti lesa í blöðum greinargerð frá út- hlutunarnefnd Þjóðhátíðar- Sigríður Valgeirsdóttir. sjóðs. Meðal annarra styrkja til menningarmála var 30 þúsund krónu styrkur til prófessors Sigríðar Valgeirsdóttur vegna töku kvikmyndar „um gamlan dans í Svarfaðardal“ eins og það var orðað. Þetta mun sumum hafa þótt góðar fréttir, sem farnir voru að halda að myndin góða, sem tekin var í apríl 1980 væri týnd og tröllum gefin. En nú koma nýjar gleðifréttir. Það er sem sé búið að koma filmunni inn á vídeóspólu með tali og öllu saman í 2-3 eintök- um og eitt þeirra er m.a.s. komið hingað heim til föður- húsanna til eilífrar varðveislu. Það er með öðrum orðum hægt að sýna myndina í gegnum vídeótæki og venjulegan sjón- varpsskjá. Þessi áfangi náðist loks með tilstilli Fræðslumynda- safns ríkisins og Ríkisútvarps- ins, sjónvarps. En björninn er ekki að fullu unninn þar fyrir. Nú er að koma spólunni yfir á venjulega kvik- myndafilmu sýnanlega á tjaldi. Þá og þá fyrst verður hægt að bjóða Svarfdælingum og eftir atvikum öðrum forvitnum að sjá gripinn í allri sinni dýrð. Þetta á að gerast í kóngsins Kaupmannahöfn nú á næstunni (og verður það önnur ferð myndarinnar út til borgarinnar við Sundið). Þegar lilman svo kemur aftur heim eiga Svarfdælir kost á að kaupa eintak og mun það kosta þónokkurn pening. Nokkuð er til í sjóði til þessara nota, styrkur úr Menningarsjóði KEA með vöxtum, en afganginn er meiningin að filman vinni sér inn sjálf með sýningum hér og e.t.v. víðar. Og svo er stóra spurningin: Er nokkuð varið í þessa mynd eftir allt saman. Því skal ekki svarað hér, en þess látið getið að fólk sem horfði á vídeóspóluna hér á dögunum lýsti því yfir, að sér hefði ekki leiðst þann hálf- tímann, og þá ætti öðrum heldur ekki að leiðast. Tvö pör á gólfinu. Anna í S-Garðshorni og Eiður á Ingvörum, Zóphónías á Hóli og Friðrikka í Víkurhóli. Guðrún í Koti Kveðja tíl ömmu frá bamabömum Kæra, Ijúfa, elsku amma ástarkveðju sendum þér, okkur frá af heilum huga hjartans þakkir til þín ber fyrir allt sem fyrr og síðar fyrir okkur gjörðir þú. Þín og okkar mun á milli megin sterka tengja brú. Velunnari og vinur góður varstu jaj'nan amma kœr. Okkur vafði í arma sína umhyggjunnar Ijúji blær. Fögur orð og fyrirbœnir frá þér okkar lýsa veg. Um þig lifa mun í minni minning björt og elskuleg. 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.